Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 29
S K I L A BOÐ Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 PRESSAN 29 BÓKMENNTIR Durrenmatt er miður sín Friedrich Durrenmatt: Banvæn kvöð Almenna bókafélagið 1993 ★★ Rithöfundur á íyrirlestrarferð þiggur far hjá fyrrverandi yfir- manni lögreglunnar í Zurich. Lög- regluforinginn segir rithöfundin- um frá barnsmorði sem framið var níu árum áður og rekur rann- sókn lögreglumannsins Matthai á því máli. Þetta er í örstuttu máli sögu- þráður skáldsögunnar Banvæn kvöð. Það kemur snemma fram í sög- unni að lögreglumanninum mis- tókst að upplýsa málið. Áhuga les- andans er ætlað að beinast að per- sónu lögreglumannsins og því af hverju honum mistókst ætlunar- verk sitt. Durrenmatt hefur í ýmsum verkum sínum sýnt að hann er sæmilega lunkinn sálffæðingur en hér feUur hann á sálfræðinni. Það er dálítið eins og hann sé að reyna að svindla sér inn á lesandann. Skýring hans á því hvers vegna hinn hryssingslegi Matthai tekur sinnaskiptum og leggur allt í söl- urnar við rannsókn málsins er ekki sérlega sannfærandi. Sú frá- sögn verður hálf kauðaleg. Ég veit ekki hvort Durrenmatt óttaðist að hún yrði væmin (þar veifa börn fánum og mýkja með því lund hins harðskeytta lögreglumanns), en hann er ósköp fljótur að koma henni frá. Það býr einnig ódýr sálfræði að baki lýsingunum á því hvernig Matthai gengur smám saman af göflunum (eða svo til) og grípur til miður þekkilegra bragða í til- raun til að handsama morðingj- ann. Sinnaskiptin eru of skjót, þeim er ekki lýst af nægilegum krafti og/eða næmni. Sögur Durrenmatts eru alla- jafha skemmtilegar aflestrar. Hann er lipur penni og honum tekst venjulega ágætlega að magna upp spennu en honum hefur alloft lán- ast það betur en hér. f flestum sög- um Durrenmatts býr ákveðinn kaldranaleiki; kímnin er í naprari kantinum, valsar einstaka sinnum á mörkum grimmdarinnar. Höf- undurinn á til að skilja söguhetjur sínar eftir í eymd eða neyð (ef hann skilur ekki við þær dauðar) — og gerir það hér. Ymsum mun því vafalaust þykja sögulokin lítt geðfelld. Bygging sögunnar er einkenni- leg og ég fæ ekki séð að hún sé sér- lega vel hugsuð. Rithöfundurinn gleymist fljótlega og þegar hann birtist á ný þá á Dúrrenmatt í mestu vandræðum með að finna honum stað, lætur hann þvi mala og útskýra í löngu máli að það sé hann sem hafi skráð söguna, um- orðað og búið til prentunar. Síðan verður hljótt um hann að nýju. Dúrrenmatt skrifaði söguna upphaflega sem kvikmyndahand- rit árið 1957 en tók síðan að dytta að því og breyta ári seinna. Slíkt krukk lánast yfirleitt ekki vel og hér er eins og Dtirrenmatt hafi skort áhuga og úthald til að vinna á fullnægjandi hátt úr ágætri hug- mynd. Þegar jafngóður höfúndur og Dúrrenmatt á í hlut gerir mað- ur meiri kröfúr en hann uppfýllir hér. Valgerður Bragadóttir þýddi verkið og þýðing hennar býr yfir lipurð og tilgerðarleysi. „Durrenmatt hefur íýmsum verkum sínum sýnt að hann er sœmilega lunkinn sálfrceðingur en hérfellur hann á sálfrœðinni. Það er dálítið eins og hann sé að reyna að svindla sér inn á lesandann. “ Það eru 39 kryddtegundir í Caj Rs grill- og steikarolíunni oo STGK' OCH GRILUOUA ^ ^ * cft GúHolja «r «o vM i“vvaað t^)) k ; Sta tmakrikwina*1- Oen # Wem «4 («#,0!* J ,, h!>twsmakenftionorlran, , r Slok tt hir: U45 djan i «J •oft •«* tót inw vármon bi Ux ttark fO’ i kyi3 under < limmar. woona. *■>•■ wri■ ,novikt itOg •t grillolja r: Han ofcSTen an blt lör öarh. Fór ánnu mer smu 1-24 llnvnar. *oy», vlníj.,. M|, 39 olik. kmOJ* IfSif í »“B. KoOKrmomhonuw C«! P'» M egar þú grillar, steikir eða marinerar skaltu nota Caj P.’s grill og steikarolíuna. Caj P.’s inniheldur 39 ólíkar kryddtegund- ir og þegar þú finnur kryddlyktina kemstu að raun um, að Caj P.’s grill- og steikarol- ían er allt sem þarf til að gera steikina bragðbetri og bragðmeiri. WJ Jarlínn JARLINN notar eingöngu Caj P.’s grill- olíu á sínar landsffægu steikur. GERÐU ÞER MAT UR ÞESSARI GRÍSAKÓTILETTUR Ostakryddaðar Marineraðar Léttreyktar.kryddaðar GRILLPYLSUR Sœlkerapylsa með u,n Smellpylsa , Knackwurst. e^te^' AUGLYSINGU, HÖFN SELFOSSI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.