Pressan - 29.07.1993, Page 2

Pressan - 29.07.1993, Page 2
FYRST OG FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 STEINGRÍMUR HERMANNSSON Nýja félagshyggjublaðið er að komast á kopp- inn og Framsóknarflokkurinn býður 5 milljónir. ÓLflFUR RAGNAR GRÍMSSON Alþýðubandalagið er mjög áhugasamt en heldur að sér höndum á meðan meira hlutafé er safnað Nýit félags- hyggjublað___________ Hlutafjársöfnun vegna fyr- irhugaðra breytinga á Tíman- um er nú í fullum gangi og hafa þegar safhast rúmlega 17 milljónir af þeim 25 sem stefht er að. Halda átti opinn hluthafafund í Mótvægi hf. um málið í dag en honum var frestað um óákveðinn tíma, vegna „formgalla", að sögn. Raunveruleg ástæða var sú að meiri hlutafjárloforð vantaði og stóðu yfir viðræður við ESSÓ, VÍS og fleiri fyrirtæki. Það eru einkum starfsmenn Tímans sem standa á bak við söfhunina og hafa Ágúst Þór Ámason, fyrrum starfsmaður útvarpsins, og Stefán Ás- grímsson, fféttastjóri Tímans, verið þar framarlega í flokki. Lögð hefur verið áhersla á að einstaklingar ættu sem stærst- an hlut í blaðinu og hafa fjöl- margir keypt hluti upp á 10 þúsund krónur eða 100 þús- und krónur. Þannig hefur Steingrímur Hermannsson skráð sig fyrir 100 þúsund króna hlut en hann hefur einnig unnið talsvert að mál- inu. Reyndar hefur hann verið svo áhugasamur að menn eru famir að óttast áhrif hans inn- an blaðsins. Flokkarnir slásl í Mótvægi f hinu nýja félagshyggju- blaði á hlutur stjórnmálaafla ekki að vera stærri en 20 pró- sent, fimm milljónir, og hefur Framsóknarflokkurinn og tengdir aðilar þegar lofað því fé. Hins vegar er mikil áhersla lögð á að fá fleiri stjómmálaöfl í spilið og ef það tekst mun hlutur Framsóknarflokksins minnka sem því nemur. Eink- um hafa alþýðubandalags- menn sýnt málinu áhuga og hafa hugleitt að hætta útgáfu Vikublaðsins. Þá vilja þeir tryggja áhrif sín á stefnu blaðsins og hefur nokkurs titr- ings gætt vegna þess. Hafa Tímamenn reynt að fá al- þýðuflokksmenn en einkum þó kvennalistakonur til liðs við sig og vonast til þess að konurnar yrðu mótvægi við alþýðbandalagsfólk. Alþýðu- flokkurinn mun ekki ætla sér að tengjast blaðinu og Kvennalistinn vill ekki setja peninga í það. Nokkuð margir einstaklingar sem tengjast Al- þýðubandalaginu ætla að leggja inn hlutafé og einnig nokkrar kvennalistakonur. Ritstjóraefni hins nýja blaðs eru sem fyrr Þór Jónsson, blaðamaður í Svíþjóð og Jón Ásgeir Sigurðsson. Það er einkum Steingrímur Her- mannsson sem hefur augastað á honum. Frægðin fesl á filmu_______________ Af einhverjum ástæðum finnst sumum Islendingum það vera mikil upphefð að þekkja heimsfrægt fólk. Einn þeirra er Lilja Skaftadóttir. Hún hefúr haft kynni af kvik- myndaleikaranum Anthony Quinn í gegnum vinnu sína, en Lilja rekur bronssteypu- verkstæði ásamt „unnusta“ sínum Leonardo Benatov í nágrenni Parísar. Quinn ku vera afkastamikill mynd- höggvari og leitar á verkstæði Lilju og Leonardos til að láta gera afsteypur af höggmynd- unum sínum. Lilja lætur sér greinilega ekki nægja að hitta kappann annað slagið. Hún hleypur með það í blöðin á Is- landi að þau séu vinir. En ekki nóg með það heldur grípur hún gjaman myndbandsupp- tökuvélina þegar Tony kíkir í kaffi og festir atburðinn á filmu. Traustar heimildir PRESSUNNAR herma að hún eigi þegar allstórt safn af spól- um með kappanum. Lilja ger- ir minna úr kynnum sínum af öðrum ffægum viðskiptavin- um sínum, eins og Ásmundi Sveinssyni og Auguste Rod- in. Það er ekki undarlegt því báðir voru farnir yfir móðuna miklu síðast þegar PRESSAN vissi. Heimildarmynd um Bubba____________ Það hefiir ekld farið hátt en þessa dagana er verið að vinna að 40 mínútna heimildar- mynd um söngvarann þjóð- kunna Bubba Morthens. Það er Guðmundur Þórarinsson (Mummi) og kvikmyndafýr- BYKO SELUR LÖDUR Rússneskt timburflutningaskip liggur við landfestar í Hafnarfirði en á bakkanum standa Lada bif- reiðar sem BYKO hefur keypt og hyggst flytja út til Rússlands. Sigurður E. Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá BYKO, vildi sem minnst gera úr þessum við- skiptum fyrirtækisins í samtali við PRESSUNA, eða eins og hann orðaði það: „Við viljum halda low-profile á þessu.“ Þó sagði hann Ijóst að einhverjir bílar færu út á þeirra vegum en neit- aði því alfarið að hér væri um vöruskipti að ræða en eins og margir vita flytur BYKO inn mik- ið af timbri frá Rússlandi og þar í landi er mikil eftirspurn eftir varahlutum í þessum bfla. Talsverður markaður hefur myndast hér á landi með illa farna rússneska bíla og sumir Lödu-eigendur hafa hreinlega kvartað undan aðgangshörðum rússneskum togarasjómönnum sem vilja óðir og uppvægir kom- ast yfir bflana þeirra. Rússarnir eiga ekki mikinn gjaldeyri og hafa því oft á tíðum boðist til að borga fyrir bílana með rúss- nesku vodka. Þeir sem glöggt til þekkja á þessum markaði segja þá BYKO-menn hafa keypt fjöld- ann allan af bflum upp á síðkast- ið. Þeir bjóða þó ekki vodka sem greiðslu heldur staðgreiða þá alla í beinhörðum peningum. Lödurnar á hafnarbakkanum bíða þess að komast aftur heim. irtækið Út í hött, inn í mynd sem sér um gerð myndarinn- ar. Þetta er í íyrsta sinn sem gerð hefur verið heimildar- mynd um íslenskan poppara og verður affaksturinn sýndur í Rikissjónvarpinu í vetur. Það er annars af Bubba að segja að hann hefúr nú snúið sér til Skífunnar með útgáfu tónlistar sinnar eftir að hafa átt í mikilli rimmu við Steinar Berg og er ný afúrð væntanleg um jólin. Á nýju plötunni sem nefnd hefur verið: Lífið er ljúft bregður fyrir mexíkóskum takti og er platan að sögn kunnugra í mildari kantinum, mikið um tilfinningar og eng- inn áróður. Meira að segja Steinar sleppur alveg. Launsonur Pava- rottis til landsins Hið ótrúlega er satt. Vænt- anlegur er til landsins í lok ág- úst Mario nokkur Adamaja. Á hann væri litið eins og hvem annan Guðjón ef hann væri ekki sonur pabba síns, hins heimsffæga tenórsöngv- ara Luciano Pavarotti. Piltur- inn Mario sem er 25 ára og ber aldurinn nokkuð vel að sögn kunnugra, hefúr reyndar ekki mikið haff af föðurmynd sinni að segja enda ólst hann upp hjá móður sinni í Barce- lona á Spáni og ber nafn hennar. Aftur á móti er drengurinn liðtækur tenór, eins og pabbi, og hyggst sýna landsmönnum getu sína á söngsviðinu hvort sem er í einkasamkvæmum eða á veit- ingahúsum. Annars er Mario þekktastur fyrir að vera glaumgosi og ástæða þess að hann er væntanlegur hingað er sú að hann kynntist íslensk- um gleðimönnum í heima- borg sinni og vill rækta tengsl- in við þá. Við bíðum spennt eftir að launsonurinn hefji upp raust sína. Rigningardans gegn veöurguö- um__________________ Mótshaldarar útihátíða hafa undanfarið keppst við að laða til sín tilvonandi gesti á uppá- komur sínar. Auk þess að auglýsa dagskrá sína grimmt hafa þeir verið staðnir að því að beita brögðum til að ná markmiði sínu. Aðstandend- ur hátíðarinnar að Eiðum hafa til dæmis verið afar séðir og fengu til liðs við sig Somp Noh Noh, indíána af herská- um ættbálki, til að stíga rign- ingardans með það fyrir aug- um að veðurbliðan, sem gætt hefur hér sunnanlands, tæki stefnuna austur. Ekki lét ár- angurinn á sér standa og strax næsta dag fór að rigna á Stór- Reykjavíkursvæðinu, jafnvel þótt spáin hefði verið önnur. Einnig hafa þeir farið þess á leit við Axel Rose, söngvara Guns N’ Roses, að hann komi hingað til lands og opni hátíð- ina á Eiðum. Mun hann vera hrifinn af hugmyndinni en hefur ekki gefið endanlegt svar ennþá. Hljómsveitin Jet Black Joe spilar einnig á há- tfðinni en hún er nýkomin heim ffá Danmörku þar sem þeir spiluðu á Midfýn Festival fyrir 45.000 gesti, en þar var Lenny Kravitz meðal annars eitt aðalnúmerið. Islenska hljómsveitin fékk víst glimr- andi dóma í dönsku press- unni en fleiri vöktu athygli því að rótari hennar, Þorsteinn Kragh, fékk atvinnutilboð ffá hinum fræga söngvara, Ro- bert Plant, sem hann þó þáði ekki. Ólafur Arnarsson á Sföö 2______________ Við sögðum frá því um daginn að Ólafúr Amarsson, fyrrum aðstoðarmaður menntamálaráðherra, væri sterklega orðaður við starf á Stöð 2 þegar hann léti af störf- um í ráðuneytinu. Þetta er nú komið á daginn og mun Ólaf- ur á allra næstu dögum taka til starfa á Stöðinni. Hann verður þó að líkindum ekki fastur starfsmaður, heldur tekur að sér einstök verkefni sem tengjast öllum deildum, en þó einkum það sem lýtur að fjármálunum. LlUA SKAFTADÓTTIR Anthony Quinn er filmaður í bak og fyrir þegar hann birtist. GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON Gerir heimildarmynd um Bubba. BUBBIMORTHENS Steinar Bere sleppur á nýrri tiHinn- ingaþrunginni plötu. MARIO ADAMAJA Launsonur stórsöngvarans Pavarottis syngur á íslandi. PÁLL RÓSINKRANZ Regndansinn dunar og rótarínn fær tilboð frá Robert Plant. OLAFUR ARNARSSON Víst fékk hann vinnu á Stöð 2. UMNIÆLI VIKUNNAR „Nú,jœja, sunnudagssteikin farin þar. Bryndís Schram, kjötœta. Ellipopparar koma á óvart „Auðvitað er Mick Jagger bara manneskja eins og við hin.' Þorgeir Ofurmenni í EFTA „Ráðherrar og fastafúlltrúar EFTA eru samvalin sveit og ég gæti trúað að svipaður andi ríkti hjá fallhlífarstökkvurum eða sérsveitum hjá lögregl- unni.“ Jón Baldvin Hannibalsson, siöapostuli. Stiórnmálaspilling „Að vera í réttum flokH á réttum tíma hef- ur úrslitaáhrif á hverjir hljóta embætti og hverjir verða utanveltu í stöðuveitingum.“ Oddur Ólafsson, aöstoöarritstjóri Tímans. Sérmerktu morgunslopparnir hennar Jane Fonda „Þeir geta þá nýst í gufubaðið." Páll Magnússon, fúllyndur laxveiölmaöur Fjoldamorðmginn Svauar Gestsson „Málflutningur Svavars er ein grófasta tilraun ti mannorðsmorðs að yfirlögðu ráði sem íslensk þingsaga þekkir.“ Hrafn Gunnlaugsson, bitlingur Jóker í hópi stjórnmálamanna „Það er gott að vera jóker í kanasta.“ Davíö Oddsson, jóker Þorgeir Astvaldsson, heimspekingur.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.