Pressan - 29.07.1993, Side 6

Pressan - 29.07.1993, Side 6
M E N N 6 PRBSSAN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 ck 4 Meiríhluti bæjarráös Kópavogs hefur lýst sig fylgjandi því að byggja golfvöll í Fossvogsdal. Minnihluti ráösins vildi þess í staö útbúa útivistarsvæöi í dalnum. Það vekur athygli aö hér er um þverpólitískt mál aö ræöa og sýnist sitt hverjum, óháö því hvar í flokki þeir standa. aðskildu frá annarri urnferð. Þannig að ég held að þetta sé hið besta mál.“ Gísli Halldórsson, arkitekt: „Mér finnst það ágæt ráðstöf- un að byggja golfvöll. Golf- völlur er víðast hvar hluti af útivistarsvæði þannig að ef vel er að honurn búið á hann að geta glatt alla sem um dalinn fara. Það er allur almenningur farinn að spila golf. Allt frá ungum börnum, 10 ára með foreldrum sínum, upp í minn aldur og allt þar á milli. Golfið er að verða fjölskyldusport þannig að það er mikil fram- tíð í því íyrir allan fjöldann að nota það til hreyfingar og úti- vistar.“ Nýrnastei nsbr jótu ri n n sem Landspítalinn keypíi Keyptu lúxustæki og eru stoltir af því Á að byggja golfvöll í Fossvogsdal? Birgir Dýríjörð, rafvirki: „Ég óttast banvæna kúlnahríð. Málið er það að við erum ekki að eyða milljörðum í að grafa niður hraðbraut til þess að lít- ill einkaklúbbur geti fengið landið til að leika sér á. Það tilheyrir lénstímanum að ör- lítill hópur útvalinna helgi sér þá unaðsreiti sem til eru og reki almenning í burtu. Slíkir starfshættir eru ekki stundaðir í dag. Þetta er eitt af fáum úti- vistarsvæðum sem eftir eru á höfuðborgarsvæðinu og það gengur ekki að hann sé látinn til einkaafnota fyrir lokaðan klúbb.“ Sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur: „1 mínum huga er Fossvogsdalur fyrst og fremst útivistarsvæði fyrir al- menning og ég held að öll sér- afmörkun á dalnum þrengi svolítið að almenningi. Ég ótt- ast að einhverjar sérbrautir og annað sem fylgir golfvelli yrði ekki mjög vinsælt af öllum því þeir sem eru að spila golf eru ákveðnir með sitt og vilja halda sínu, eins og eðlilegt er. Ég held að slíkt fari ekki mjög vel saman við óskir almenn- ings. Hins vegar get ég séð fyr- ir mér einhvers konar pútt- völl, styttri brautir sem væru meira til almenningsnota og heilu fjölskyldurnar gætu tek- ið þátt í að nota. Mér litist vel á það. Ég set hins vegar stórt spurningarmerki við keppnis- golfvöll eða stærra svæði.“ Þráinn Hauksson, landslags- arldtekt: „Nei, ég get ekki fall- ist á það. Ég held að það myndi rýra tækifæri almenn- ings til útivistar og mér finnst þetta svæði of þröngt. Foss- vogsdalurinn er eitt af þeim svæðum á höfuðborgarsvæð- inu sem gefur möguleika á að mynda samhangandi útivist- arsvæði eða græna leið í borg- inni. Hjá Reykjavíkurborg er verið að vinna að verkefni sem kallast; frá fjöru til heiða, þar sem gért er ráð fýrir sam- hangandi gönguleið eftir Æg- issíðu, fyrir flugbraut, út í Fossvog, upp Fossvogsdal út í Elliðaárdal og upp í Heið- mörk. Þetta mundi í sjálfu sér ekki slátra þeirri hugmynd en nú þegar er búið að þrengja að öllum möguleikum í Foss- vogsdal, til dæmis með Vík- ingssvæðinu.“ Júlíus Sólnes, verkfræðingun „Já, ég er eindreginn stuðn- ingsmaður þess, það fer ekki á milli mála. Það eru einfaldlega það margir sem hafa gaman af golfíþróttinni og þetta gæti orðið til þess að ennþá fleiri gætu notið þess að læra svolít- ið golf og hafa gáman af því. Ég tel þar fyrir utan að þetta geti vel farið saman við úti- vistarsvæði. Ég hef séð það víða erlendis að það þarf ekki endilega að halda þessu alveg 1 £ Kristinn Haraldsson rótari Hintt ómissandi Kristinn Haraldsson er ekki kallaður Kiddi rót að ástæðu- lausu. Kiddi er nefnilega ekki að- eins gamall rótari popphljóm- sveita, heldur hefur hann kornið ótrúlegu róti á þjóðlíf- ið. Hann er ekki einungis helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinn- ar og hraðmethafi á Reykja- nesbrautinni, heldur einn rnesti vímuefnasérfræðingur þjóðarinnar. Sem hefur fleytt honum á toppinn í Alþýðuflokknum. Kiddi rót var enginn venju- legur einkabílstjóri utanríkis- ráðherra. Hann hefur hafið bílstjóradjobbið í áður óþekktar hæðir embættis- mannakerfisins. I dag hugsa gráðugustu karríeristarnir í stjórnkerfinu sig tvisar um þegar þeim stendur til boða bílstjóraembætti utanríkisráð- herra eða ráðuneytisstjóra- staða. Menn hafa nefnilega uppgötvað að Kiddi rót hefur náð meiri frægð og völdum en venjulegir ráðherrar. Enda hefur sjálfur utanríkisráðherra að mestu fallið í skugga síns þjóðþekkta sjófförs. Þegar Kiddi rót er ekki ná- lægur fer allt fjandans til. Sem sannaðist best í Leifsstöð um daginn þegar utanríkisráð- herrafrúin var handsömuð með hráar svínalundir sem hún af sinni alkunnu greið- vikni hafði slengt á kerru utanríkisráðherra fyrir vin- konu sína. Nú er það svo, að utanríkisráðherrahjónin eru með rauða passa sem þýðir að tollgæslumenn horfa alltaf til hliðar þegar þau strunsa í gegn. Kiddi rót þarf engan rauðan passa. Honum standa öll líindamæri opin. Hvar sem Kiddi mætir, beygja sig ent- bættismenn, almúgi og þjóð- höfðingjar í þögulli lotningu. Leifsstöð er engin undantelut- ing. Um leið og Kiddi sýnir sig með töskur, pakka og pinkla ráðherrahjónanna, taka toll- þjónar ofan húfurnar, lúta höfði og benda rótaranum að skeiða óhindrað í gegn. Eins og önnur stórmenni þarf Kiddi rót leyfi frá önnum til að geta teygt úr sér milli stórra verka. Það er alkunna að þjóðarvandinn eykst þegar leiðtogar ríkja hverfa í sumar- leyfi. Kiddi er engin undan- tekning: Ekki fyrr hafði hann brugðið sér frá en utanríkis- ráðherrahjónin, og reyndar þjóðin öll, voru komin í hið mesta klandur. Eitthvert nóboddí var látið keyra suður á Leifsstöð og ná í töskur ráðherrahjónanna með þeim afleiðingum að mann- væskillinn var tekinn í tollin- um og svínalundir vinkon- unnar einnig. Tollararnir þekktu vitanlega hvorki nó- boddíið eða ráðherrahjónin. Til að bæta gráu ofan á svart horfði athugull ferðamaður með tengsl í landbúnaðar- ráðuneytið á uppákomuna. Og þá var ekki að sökum að spyrja: Pressan og Stöð 2 voru komin í málið. Allt vegna þess að Kiddi rót var ekki á staðnum. Framhaldið þekkja allir. Landbúnaðarráðherra fram- kvæmdi sitt fýrsta embættis- verk á ferlinum, hringdi í yfir- dýralækni og skipaði honum að passa betur upp á umferð á hráu kjöti um Leifsstöð. Yfirdýralæknir, sem sam- kvæmt hefð og skilgreiningu er lögreglustjóri Framsóknar- bænda, kom fram í sjónvarpi og sagði yfirvegað að hann sem dýralæknir gerði engan greinarmun á ráðherrum og venjulegu fólki. Sem þjóðinni þótti ansi snjöll ummæli. Hins vegar ætlaði hann að beita sér fýrir mikilli fræðslu- og kynn- ingarherferð gegn hráu kjöti. Sennilega verður næsta skref embættisins að banna farfugl- Kaup Landspítalans á nýj- um nýrnasteinsbrjót hafa vak- ið eftirtekt enda dýrt og mjkið tæki. Verð tækisins er nálægt 60 milljónum króna og verð- ur það sett upp á Landspítal- anum 7. september næstkom- andi. Um er að ræða tæki af Stortz gerð frá framleiðanda í Sviss. Tæki sem þetta hefur ekki áður verið til hér á landi en það brýtur nýrnasteina með hljóðbylgjum. Hing- að til hafa sjúklingar með nýrnasteina þurft að fara úr landi til að fá bót meina sinna en nú verður breyting á. Gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna þessarar ákvörðunar Landspítalans — því hefur verið haldið fram að spítalinn hefði getað keypt 20 milljónum króna ódýrara tæki sem læknisfræðilega gerði það sama. Einnig hefur verið haldið fram að ekkert hinna Norðurlandanna hafi leyft sér þann munað að kaupa slíkt tæki. Þessu neitar Krist- ján Antonsson inn- kaupastjóri Ríkisspít- alanna harðlega. Kristján, sem sat í nefriclinni sem ákvað að kaupa tækið, segir að það sé fært um að leysa öll nýmasteina- vandamál sem mörg hinna tíu tækja sem boðin voru hefðu ekki getað gert. Það hefði verið niður- staða innkaupanefndarinnar að þurft hefði að kaupa leiser- tæki með, til að vinna á tilvik- um sem ódýrari tækin hefðu ekki unnið á. Að teknu tilliti til þess hefði verðið orðið það sama eða jafnvel hærra. Sagði Kristján að það hefði verið metið svo að rétt væri að kaupa tæki sem gæti afgreitt öll tilvik fljótt og vel. Einnig sagði hann að svona tæki hefði verið keypt á spítala í Danmörku en um væri að ræða nýja framleiðslu sem seldist mikið, víða um heinr. Nýting á tækinu verður ekki mjög mikil en forráða- menn spítalans gera ráð fyrir að það sé í notkun tvo til þijá daga í viku. Aðrir segja að nóg sé að kveikja á því hálfan dag í viku, tilvik sem þessi séu sem betur fer ekki fleiri. - En þýða þessi tækjakaup að við erum enn á jýrsta farrými í læknisfrœðinni? „Það sem við gerum gerum við eins vel og við getum. Ákvörðunin var tekin að vel ígrunduðu máli miðað við þau viðmið sem eru tiltæk í dag. En auðvitað er hægt að vefengja allar ákvarðanir ef menn vilja það“, sagði Krist- ján.________________________ Siguröur Már Jónsson ana.. Og allt er þetta Kidda rót að kenna. Sumir menn eru ein- faldlega ómissandi. Eða eins og vinkona Bryndísar orðaði það þar sem hún stóð og horfði með eftirsjá á eftir svínalundunum: „Bara ef Kiddi hefði verið hér, þá hefði þetta allt farið í steik!“ ÁLIT BIRGIR DÝRFJÖRÐ JULIUS SÓLNES GÍSLI HALLDÓRSSON mæri opin. Hvar sem Kiddi mœtir, beygja sig embœttismenn, almúgi ogþjóð- höfðingjar í þög- ulli lotningu. “ Sr. PÁLMI MATTHÍASSON „Kiddí rót þarf engan rauðan passa. Honum standa öll landa

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.