Pressan


Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 8

Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 8
8 PRESSAN F R ÉTT I R Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 Ættardeilur í Laxdælustíl í Dalasýslu BÆNDUR FLJUGAST A Allir fjölskyldumeðlimir eru þátttakendur í átökum sem fela í sér grjótkast, eyðileggingu girðinga, vegtálma og voðaakstur á dráttarvélum. Lögreglan í Búðardal er nú með í rannsókn átök sem áttu sér stað á brúnni yfir Kjall- aksstaðaá á Fellsströnd í Dalasýslu ný- lega, með þeim afleiðingum að tvö börn og fullorðinn maður hlutu líkamlega áverka. Þeir sem hér eiga hlut að máli eru Agnar Guðjónsson bóndi á Harastöðum og Ólaf- ur Pétursson, bóndi í Galtartungu. Sá fyrr- nefndi er um fimmtugt en sá síðari nálægt sextugu. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er þetta atvik á brúnni aðeins eitt í röð margra slíkra milli fjölskyldna þessara bænda og á málið sér langa forsögu. Brúin yfir Kjallaksstaðaá liggur á milli bæja deiluaðila. Átökin áttu sér stað eftir að þrítugur sonur Ólafs, sem hafði unglingspilt með sér, lagði bíl sínum á brúnni. Skömmu síðar kemur Agnar akandi þar að með níu ára dóttur sína og fjórtán ára son- ur hans í kjölfarið á dráttarvél. Agnar taldi að um fyrirsát á brúnni væri að ræða en Ólaf- ur segir son sinn hafa verið að líta eftir laxi. Afltaðeinu hófust átök í formi grjótkasts og sparka með ofangreindum af- leiðingum. Til eru ljósmyndir af atburðinum sem dóttir Agnars tók en lögreglan hefur þær nú sem gögn í málinu og má vænta niðurstöðu í lok vikunnar, að sögn Sigurvalda Guðmundssonar varðstjóra í Búðardal. Laxdæla hin síöari Ljóst er að hér er ekki um einstakt mál að ræða í sam- skiptasögu þessara tveggja fjölskyldna og ber hún nokk- urn keim af því sem menn áttu að venjast í Dalasýslu á tímum þeirra Kjartans og Bolla úr Laxdælu. Forsaga málsins er sú að faðir Agnars var eigandi að Harastöðum og var þeim feðgum ekki vel til vina. Því til vitnis er lýsing heimildamanns PRESSUNN- AR sem segir að þeir hafi verið staðnir að átökum og Agnar í þann mund að kyrkja föður sinn. Þegar faðirinn fellur ffá fær Agnar ekki jörðina heldur var hún föl og nýtti Fellsstrandar- hreppur sér forkaupsrétt. í ffamhaldinu fær Agnar að búa á jörðinni en ekki er ljóst hvort einhver leigusamningur var gerður. Þar sem landið er illbyggilegt fékk Agnar að hafa fénað sinn á beit í Ytrafelli sem var að hluta í eigu Ólafs og bræðra hans, Jóhanns oddvita og Þorsteins Pétur- sona. Þeir bræður voru Agn- ari einnig hjálplegir með ann- að sem til þurfti, svo sem hey- bagga, tæki og tól. Sérstaklega var þeim Þorsteini og Agnari vel til vina. Klippti á giröingar Þegar Þorsteinn fellur frá vorið 1989 dregur úr velgjörð- um við Agnar og upp úr því fara deilur að magnast. Málið snýst aðallega um Ytrafellið. Þar hafði Agnar fengið að nýta tún fyrir kindur og kálfa en það eitt mun Agnar ekki hafa sætt sig við. Ólafúr segist hafa verið tilneyddur að reka fénað Agnars margsinnis af sinni jörð en Agnar mun jafrióðum hafa klippt á girðingar og KJALLAKSSTAÐiR Á þessum slóðum áttu síðustu átök stríðandi sveitunga sér stað. hleypt því inn aftur. Ólafur og oddvitinn bróðir hans, Jóhann, eru störýrtir þegar þeir ræða um lunderni Agnars og segja honum í engu treystandi. Þeir bræður kvarta báðir yfir því að Agnar hafi engan rétt til að búa á Hara- stöðum þar sem hann borgi ekki gjöld af jörðinni og borgi t raun engum eitt né neitt. Ennfremur telja þeir jörðina óbyggilega. Hirti gleraugun Svo virðsist sem hreppur- inn sé engan veginn nógu stór til að rúma þá báða, Ólaf og Agnar, enda ákaflega skap- miklir menn að sögn nábúa þeirra. Kærur hafa gengið á víxl þeirra á milli undanfarin ár, og ekki er óalgengt að þeir komi fyrir vegartálmum víða um sveitina til að hefta ferðir hvor annars. Einnig hefur PRESSANþ að eftir heimildar- manni úr Búðardal að oftar en einu sinni hafi komið til átaka milli bamanna á Harastöðum og Galtartungu. Á báðum bæjum eru drengir á ferming- araldri og yngri sem ósjaldan aka ólöglega um þjóðvegina á dráttarvélum. Þessum tækjum mun stundum hafa verið beitt í átökum drengjanna. Ólafur hefúr staðfest að til handalögmála hafi komið milli hans og Agnars og til vitnis um það er Jóhann odd- viti. Agnar mun þá hafa ráðist á Ólaf og hirt af honum gler- augun, sem Ólafúr segist fyrst hafa sett upp árið 1972 og fengið að hafa í friði allt fram til þessara átaka. Gleraugun hefur hann ekki séð síðan. Skítamál Margir Dalamenn hafa áhyggjur af þessum deilum og telja þær sveitinni til vanvirðu. Sigurður Pétur Guðjónsson, bóndi í Vogi og bróðir Agn- ars, segir þessar deilur smá- smugulegar en að þær hafi magnast með árunum þannig að nú verði ekki lengur við VlRAFELL Jörðin sem kom af stað deilum þeirra Ólafs og Agnars. Núverandi eigendur eru hlutafélagið Ytrafellsbúið hf. og systkini Þorsteins B. Péturssonar. neitt ráðið. Hann segir annað mál hafa komið upp í sveit- inni nýlega þar sem kalla þurfti til lögreglu. Því máli tengdist fyrrum sambýlismað- ur Kristínar, konu Agnars. Kristín segir þessi mál svo skítug að ekki sé hægt að óhreinka sig á þeim og vísar þá til árása á eiginmann sinn og böm. Einn eigenda Ytrafells býr á höfuðborgarsvæðinu, en á sumarbústað á jörðinni. Sá hefur óhjákvæmilega orðið var við deilur bændanna og kom t.d. fýrstur á staðinn eftir átökin við Kjallaksstaðaá. Þessi heimildarmaður er kunnur bæði Ólafi og Agnari en telur sig samt ekki geta ályktað um hvor hafi rétt fyrir sér. Hann segir báða bænd- urna sérvitra í meira lagi og að þeir séu meira og minna úr takti við nútímasamfélag. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er þó ýmislegt sem bendir til að Ágnar sé lítt áreiðanlegur í viðskiptum. Kaupfélagið í Skriðlandi í Saurbæ samdi við Agnar um að hann gæti tekið út vömr í skiptum fyrir fénað sem hann slcyldi sldla að vori. Þegar að uppgjöri kom mun Ágnar ekki hafa séð fram á að fá neinar peningagreiðslur því fénaðurinn dugði ekki fyrir reikningnum. Þá mun hann hafa selt fé sitt annars staðar. Kaupfélagið kærði og vitað er að reynt var að gera fjárnám hjá Agnari. Því varðist hann með vegartálmum og lét eitt sinn ófriðlega með haglabyssu undir höndum, að sögn heim- ildarmanns PRESSUNNAR Glúmur Baldvinsson -%íifs£tö<fc TAKIU Þú hringir í síma 611720 kvöldiö fyrir brottför og pantar bílinn. Símaþjónusta BSR sér um aö vekja þig á réttum tíma. Bíllinn kemur stundvíslega, hlýr og notalegur. Og þú ferð í loftið afslappaöri en ella. Viö bjóöum nú þessa þjónustu á tilboösveröi, kr. 3SOO,- eða aðeins 975.- ð mann miðað viö fjóra. O o Jow’ «1121201 BS^

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.