Pressan


Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 14

Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 14
F R E TT I R 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 Er bonkastjórastarfiö hlutastarf? BANKASTJÚRAR IAUKASTORFUM A TRYGGVI PÁLSSON Stjórnarfor- maður Kreditkorta hf., í stjórn Fjárfestingarfélags fs- lands, Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélagsins og varastjórn Féfangs. Hefur einnig unnið talsvert fyrir Verslunarráð íslands og sit- ur nú í Landsnefnd alþjóða Verslunarráðsins. MEDAN MILLJARU ÚTLÁN TAPAST Bankastjórar geta tvöfaldað laun sín með setu í stjórnum og nefndum, sem þeir sinna í vinnutíma bankans. SÓLON R. SlGURÐSSON stjórn arformaöur Kaupþings hf., í stjórn Lýsingar hf., Þróun- arfélags fslands hf., Hótels íslands, Verslunarráðs lands og Greiðslumiðlunar hf. (VISA). Viðskiptabankarnir hafa tapað stórum upphæðum undanfarin ár, afskriftir hafa numið milljörðum króna og vextir eru háir. Aðeins á síð- asta ári þurftu stóru bankarnir þrír að afskrifa yfir þrjá millj- arða króna vegna tapaðra út- lána. DV reiknaði út að Landsbankinn hefði afskrifað 1700 milljónir króna í íyrra, íslandsbanki 1100 milljónir og Búnaðarbankinn 250 millj- ónir. Frjáls verslun segir af- skrifúð útlán banka og spari- sjóða nema 18 milljörðum á síðustu 6 árum. Á sama tíma virðast banka- stjórarnir vera störfúm hlaðn- ir utan bankanna, í alls kyns dótturfyrirtækjum, hlutdeild- arfélögum og öðrum félögum og nefndum. Þá hefur oft ver- ið nefnd laxveiðiástríða þeirra, sem ýmist er skýrð sem öflun viðskiptasambanda eða sem launauppbót. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR eru laun bankastjóra með skattskyld- um hlunnindum nálægt 400 þúsund krónum á mánuði. Tekjur þeirra eru þó mun 1/flLUR VflLSSON Virðist einbeita sér að rekstri bankans. SVERRIR HERMANNSSON Stjómar- formaður Lýsingar hf. og Hamla hf. og í stjórn Kredit- korta hf. hærri og flestir eru þeir með á milli 700 og 800 þúsund krónur á mánuði. Sumir hafa þó enn hærri tekjur og þannig hafði Björgvin Vilmundar- son, bankastjóri Landsbank- ans, um 1100 þúsund krónur á mánuði á árinu 1991, ffam- reiknað til dagsins í dag. Það er því ljóst að þeir hafa aðrar tekjulindir en bankastjóra- launin ein. HALLDÓR GUÐBJARNARSON stjórn- arformaður Lindar hf., í stjórn Landsbréfa hf. og Hamla hf. Flestir þekkja umræðuna um laxveiðiferðir bankastjóra og bankaráðsmanna á kostn- að bankanna eða dótturfýrir- tækja þeirra. Þekkt dæmi er að á sama tíma og verið var að segja up 70 einstaklingum í Landsbankanum og boðaðar voru ffekari uppsagnir vegna „kostnaðaraðhalds" bárust fréttir af kostnaðarsömum veiðiferðum bankastjóra og BRYNJÓLFURHELGASON (aðstoðar- bankastjori) í stjórn Lýsingar hf. og Landsbréfa hf. RAGNAR ÖNUNDARSON Situr f banka- og framkvæmdastjórn íslandsbanka. Er auk þess stjórnarformaöur í Glitni hf. og Draupnissjóðnum hf. og í stjórn Kreditkorta hf., Iðnþró- unarsjóðs og Fiskveiöisjóðs ís- lands, auk nefndarstarfa. STEFÁN PÁLSSON Situr í stjórn Lýsingar hf., Hótels íslands hf., Kaupþings hf. og Trygging- ar hf. BJÖRN BJÖRNSSON Stjórnarfor- maður Verðbréfamarkaðar ís- landsbanka hf. og í stjórn Glitnis hf. og Greiðslumiðlunar hf. (VISA) bankaráðsmanna. Þrátt fýrir mikinn þrýsting varð engin breyting á fyrirætlunum þeirra og Steingrímur Her- mannsson, bankaráðsmaður með meiru lýsti því, yfir að hann liti á þetta sem launa- uppbót við bankaráðslaunin. Bankastjórar íslands- banka störfum hlaðnir Hluthafar íslandsbanka JÓHANN ÁGÚSTSSON (aðstoðar- bankastjóri) Stjórnarformaöur Greiöslumiðlunar hf. (VISA) voru hreint ekki ánægðir á síðasta aðalfundi. Þar kom í ljós að rekstrartap var 177 milljónir í fýrra og ríflega 1,5 milljarður var lagður inn á af- skriftareikning. Á síðustu þremur árum hefur bankinn lagt þrjá milljarða á afskrifta- reikning og endanlega afskrif- uð útlán á sarna tíma nema 2 milljörðum króna. Yfirmenn íslandsbanka JÓN AOÓLF GUÐJÓNSSON Situr í stjórn Lýsingar hf., Kaupþings hf. og Kreditkorts hf. gegna margvíslegum störfum öðrum en að stjóma bankan- um, fyrir utan Val Valsson bankastjóra sem virðist ein- beita sér að rekstri bankans. Ragnar önundarson situr í banka- og framkvæmdastjóm Islandsbanka. Auk þess er hann stjórnarformaður í Glitni hf., og Draupnissjóðin- um hf. og situr í stjóm Kredit- korta hf., Iðnþróunarsjóðs og Fiskveiðisjóðs Islands. Ragnar tók einnig nýlega sæti í nefnd á vegum Seðlabanka til að kanna með hvaða hætti vöxt- um verður náð niður í land- inu. Tryggvi Pálsson hefur einnig næg verkefni á sinni könnu. Hann er stjórnarfor- maður Kreditkorts hf. og er auk þess stjómarmaður í Fjár- festingarfélagi Islands, Verð- bréfamarkaði Fjárfestingarfé- lagsins og er í varastórn Fé- fangs. Þá hefur hann unnið talsvert fýrir Verslunarráð ís- lands, var stjórnarmaður þar en situr nú í Landsnefnd al- þjóða Verslunarráðsins. Bjöm Bjömsson er ekki al- veg eins önnum kafinn en er þó stjórnarformaður Verð- bréfamarkaðar íslandsbanka hf. og stjórnarmaður í Glitni hf. og Greiðslumiðlun hf. (VISA). Landsbankastjórar koma viða við Staða Landsbankans er langverst af stóm bönkunum þremur. Talið er að rekstrar- tap bankans hafi verið rnilli 2 og 3 milljarðar króna í fyrra, eftir því hversu mikið verður á afskriftareilcningi útlána. Rík- ið lagði nú í mars 4,2 milljarða til bankans en staða hans er enn afar bágborin. Af bankastjórunr Lands- bankans skal fyrstan telja Björgvin Vilmundarson. Hann er stjórnarformaður Landsbréfa hf. og Fiskveiði- sjóðs íslands. Auk þess situr hann í stjórn Kreditkorta hf. og Hamla hf. Sverrir Hermannsson er stjómarformaður Lýsingar hf. og Hamla hf. og situr auk þess í stjórn Kreditkorta hf. Hall- dór Guðbjarnason er svo stjórnarformaður Lindar hf. og situr auk þess í stjórn Landsbréfa hf. og Hamla hf. Aðstoðarbankastjórarnir Brynjólfur Helgason og Jó- hann Ágústsson koma einnig við sögu. Brynjólfur situr í stjórn Lýsingar hf. og Lands- bréfa hf. og Jóhann er stjórn- arformaður Greiðslumiðlunar hf. (VISA). Duglegir Búnaðarbanka- stjórar Af stóm bönkunum þrem- ur er staða Búnaðarbankans vænlegust. Rekstur hans hefúr verið nokkuð góður hin síðari ár og afskriftir tapaðra údána hafa verið mun minni en ann- arra. Bankastjórar Búnaðarbank- ans eru þó miklir dugnaðar- forkar eins og starfsbræður þeirra. Sólon R. Sigurðsson er þannig stjórnarformaður Kaupþings hf. og situr auk þess í stjórn Lýsingar hf., Þró- unarfélags Islands hf„ Hótels íslands, Verslunarráðs íslands og Greiðslumiðlunar hf. (VISA) Stefán Pálsson situr í stjóm Lýsingar hf„ Hótels íslands hf„ Kaupþings hf. og Trygg- ingar. Jón Adólf Guðjónsson er svo stjórnarmaður í Lýs- ingu hf., Kaupþingi hf. og Kreditkortum hf. PálmiJónasson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.