Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 19

Pressan - 29.07.1993, Blaðsíða 19
SKOÐANIR Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 PRESSAN 19 DAS KAPITAL STJÓRNMÁL Að fjárfesta í myndlist Útskúfað úr sœluríkinu t Segjum sem svo að einhver vel eínaður gyðingur á dögum Krists hafi verið myndlistar- ahugamaður. Hann keypti gott málverk eítir frægan sam- tímalistamann á eina krónu. Ávöxtunarkrafa ættmenna Gyðingsins er sú sama og er á húsbréfúm um þessar mund- ir, þ.e. 7% ávöxtun á ári. Hvers virði er myndin í dag? Við því eru tvö svör. Svar Gyðingafjölskyldunnar er kr. 3,6 x 10 í 58. veldi en til að auðvelda lesturinn þýðir þetta kr. 3,6 með 58 núllum fyrir aftan. Myndin er því ómetan- leg. En markaðurinn segir: Fyrir þessa mynd er hægt að greiða 50 milljónir dollara en það eru kr. 3,6 með 9 núllum fyrir aít- án. Á íslensku telst það vera kr. 3,6 milljarðar. Ekki eru allir listamenn svo heppnir, að þeim takist að selja verk eftir sig. Vincent van Gogh seldi aðeins eina mynd eftir sig á ferli sínum. Hann var þó listaverkasali í upphaíi starfsferils síns. Verk Van Gogh seljast á því verði sem neíht var hér að framan. Mið- að við 7% ávöxtunarkröfu hefði Van Gogh fengið um 2 milljónir fyrir verk sitt þegar hann seldi það. En hann seldi „Sólblómið“ á mun lægra verði. Kaupandinn gerði því góð kaup. Þetta einfalda dæmi segir bss það að fjárfesting í mynd- list er mjög vandasöm. Ánn- ars vegar er um að ræða harða arðsemiskröfú á eign sem ekki skapar arð og hins vegar hug- lægt mat markaðarins, sem eru allir hugsanlegir kaupend- ur. Og þessir erfiðleikar koma ekki í veg fyrir mikil viðskipti með listmuni. Verðið, sem greitt er fyrir listaverk, er ótrú- lega hátt að mati venjulegs fólks en þeir sem kaupa slík verk gera það eftir að hafa keypt nauðþurftir og telja það ekki eftir sér. En hvað ber að hafa í huga þegar keypt eru listaverk? Sjónarmiðin eru mörg. Fyrsta skilyrðið er að eigendur hafi ánægju af verkinu. Annað skilyrði er að verðið sem greitt er fyrir það sé í einhverju sam- ræmi við það sem aðrir myndu greiða fyrir það. Til þess eru uppboð, því á upp- boðum geta listunnendur miðað boð sín við aðra. En mörg listaverk koma ekki til sölu á uppboðum og þá verð- ur að finna samanburð við önnur verk. Þá er og nauðsyn- legt að ný verk í safni séu í einhveiju samræmi við önnur verk í safninu því slíkt eykur heildarverðgildi listaverka- safna. Sjónmennt á íslandi er ekki gömul. Að vísu reyndu forfeð- ur vorir að skreyta kirkjur sín- ar eins og efni leyfðu. Elstu ís- lensku listmálararnir eru frá lokum síðustu aldar. Aðrar þjóðir eiga sér hins vegar margra alda hefð í myndlist. Frumherjarnir í íslenskri myndlist teljast frá þessari öld. Verk Ásgríms Jónssonar, Jóns Stefánssonar, Þórarins B. Þor- lákssonar og Jóhannesar Kjar- val eru eftirsótt af söfnurum og seljast góð verk á háu verði. En vandinn er sá, að bestu verk þessara manna eru kom- in í opinber söfn og koma ekki á markað framar. Fáir ís- lenskir málarar hafa orðið eft- irsóttir á alþjóðlegum mark- aði. Þar ber helst að telja Svav- ar Guðnason, Þorvald Skúla- son og Erro. Stöku sinnum koma þó fram góð verk úr einkaeigu eða erlendis frá og eru boðin til sölu. Þannig var tímamóta- verk eftir Jón Stefánsson lengi til sölu í Gallerí Borg án þess að nokkur sýndi því áhuga. Listasafú íslands keypti það að lokum. Erlendis eru kaup listasafna studd af mjög fjár- sterkum sjóðum. Carlsberg sjóðurinn í Danmörku styður við listaverkakaup danskra safna. Með því að drekka danskan bjór styðja menn dönsk listasöfn. Blankheit og áunnin fátækt hefur neytt marga til að selja ættargripi og hafa slík verk fengist á góðu verði í kxepp- unni. Og margir nýríkir telja að staða þeirra í lífinu verði best undirstrikuð með stórri Kjarvalsmynd yfir stofusófa og konumynd eftir Gunnlaug Blöndal í svefnherbergi. Þeir sem hafa áhuga á að fjárfesta í myndlist verða því að einbeita sér að samtímalist. Þá má ekki láta skreytilist rugla sig í ríminu og hjálpsemi við myndlistarmenn á ekkert skylt við fjárfestingu. Mörg einkasöfn líða fyrir slíka hjálp- semi og hafa því hvorki list- rænt né fjárhagslegt gildi. Því verða fjárfestar að afla sér þekkingar á samtímamyndlist. Hér á landi hafa margir ein- staklingar verið iðnir við lista- verkakaup. Af söfnurum, sem nú eru látnir, ber að nefna Markús ívarsson, vélsmíða- meistara, stofnanda HÉÐINS HF. Hann gaf hluta af safni sínu til Listasafns íslands og er gjöf hans til sýnis núna. Þeir safnarar sem helst ber á í dag eru kaupsýslumennirnir Sverrir Sigurðsson og Þor- valdur Guðmundsson. Hvor um sig eiga þeir og konur þeirra, sem báðar heita Ingi- björg, ómetanleg söfn, sem þó eru gjörólík. Sverrir hefur safnað verkum eftir samtíma- listamenn en Þorvaldur eftir fumherjana. Smekkur þeirra er nánast óbrigðull. En ávallt standa menn and- spænis eftirfarandi þversögn: Öll góð list er þjóðleg. Öll þjóðleg list er vond. ísland er fagurt land og hér er gott að búa. Heilsugæsla er með því besta sem þelddst, bil milli fátækra og auðugra með minnsta móti og hér líður enginn skort. Réttindi manna eru vel tryggð og félagsmálayf- irvöld vaka yfir velferð full- orðinna og barna. Vinnulög- gjöftn tryggir öllum sann- gjarnt framlag fyrir vinnu sína og réttindi kvenna og barna eru tryggð. Svona hljómar frasinn. Víst er um það. Bærilega er séð um að hag kvenna og barna sé borgið. En bara ef einhver kvartar. Og ef enginn kvartar, þá er allt í lagi. Á síðustu árum hafa verið fluttar hingað til lands á fjórða hundrað konur, án nokkurrar þekkingar á íslensku samfélagi og tungu, langflestar frá þeim löndum þriðja heimsins þar sem undirgefai við karlmenn er ráðandi þáttur í menningu og þar sem tíðkast að selja gjafvaxta stúlkur mansali. Ekki er að efa að hér á landi hafa sumar þessara kvenna notið ástúðar maka síns og hafa höndlað hamingjuna. Hitt er því miður jafnvíst að stórum hluta þessara kvenna hefur verið haldið sem þræl- um og þær mátt þola harð- ræði og einangrun. Flestum kvennanna hefur væntanlega verið tjáð að hér biði sæluríkið þar sem smjör drypi af hverju strái og efnaleg framtíð væri björt. Sumar hafa kannski ekki fengið neitt að vita, bara verið sagt að koma sér burt þegar íslenski kaupandinn var búinn að reiða verðið af hendi. Hingað koma þær, án nokkurrar vitn- eskju um rétt sinn og mögu- leika sína á að lifa lífi með reisn. Tungumálið er óskiljan- legt og allur gangur er á því hvort þær kunna eitthvert hrafl í ensku. Námsflokkarnir hafa unnið merkt starf í ís- lenskukennslu fyrir þessar konur en þangað sækja vænt- anlega helst þær sem við best- ar aðstæður búa; hinar sem eru fórnarlömb ofbeldis og innilokunar koma hvergi. Ef að líkum lætur eignast þessar konur börn með íslenskum eiginmönnum, væntanlega vel yfir þúsund börn. Mörg þeirra bama eiga fýrir höndum lang- dregna og þjáningarfulla göngu um skólakerfi, sem byggir á tungumáli sem þau hafa aldrei náð tökum á. Þau verða údendingar í eigin landi og líklega jafn miklir útlend- ingar í landi móðurinnar sem hefur alið þau upp, einangruð og niðurlægð. Einhverra hluta vegna er málum svo háttað hér á landi að til þess að geta selt gestum og gangandi kók og prinspóló þarf verslunarleyfi. Ef sölu- maðurinn hefúr ekki slíkt leyfi þá er bara lok lok og læs. Hins vegar hefur ekki verið amast Meðferð okkar á þessum konum og börnum þeirra er skýlaust brot á mannréttinda- sáttmálum sem við emm aðil- ar að. Við neitum mörgum kvennanna um möguleika til að lifa hamingjusömu lífi með því að leyfa að þær séu hnepptar í þrældóm. Við smántnn réít þeirra og barna þeirra til að aðlagast okkar samfélagi og til að halda tengslum við menningu upp- mnalands kvennanna. I flestum tilvikum dugar að bjóða nýbúum upp á fræðslu. Ef um er að ræða fólk sem hefúr verið selt í þrældóm, þá duga engin vettlingatök. Dræm þátttaka á þeim nám- skeiðum sem boðið hefúr ver- ið upp á fýrir þessar konur og börn þeirra sýnir, svo ekki verður um villst, nauðsyn þess Þau verða útlendingar í eigin landi og líklegajafn miklir útlendingar í landi móðurinnar sem hefur aliðþau upp, ein- angruð og niðurlœgð. við því að hér starfi menn við milligöngu um kaup á fólki. Þessir menn hafa auglýst þjónustu sína á áberandi hátt, án nokkurrar íhlutunar yfir- valda. Og allt er á sömu bók- ina lært í þessum efnum: Þeg- ar eigandinn hefur fengið vöru sína 'afhenta er enginnn sem fylgist með líðan kon- unnar. Hundaeigendur þurfa hins vegar að uppfylla ýmis skilyrði til að fá endurnýjað leyfið fýrir hundinum. að unnt sé að skylda fólk til að fá fræðslu svo von sé til að það nái rétti sínum gagnvart þrælahaldaranum. Sómölsk kona sem hér býr benti á þetta nýverið í blaðagrein og upp- skar að launum hótanir og of- sóknir. Island er nefnilega svo gott land. Hér er hugsað vel um hvítt mannfólk, hunda, ketti og ísbirni. Ertu ekki hvít? Það er þinn hausverkur, væna mín. Höfundur er lögfræðingur. FJÖLMIÐLAR Þjófnaður í beinni útsendingu „Á Stöð 2 og Bylgjunni gerist ítrekað að frétt er stolið eins og hún leggur sig og hún endurflutt óbreytt án nokkurra skýr- inga. “ Fátt fer meira í taugarnar á mér en að sjá blaðamenn skrifa góða frétt og horfa svo upp á annan fjölmiðil taka hana upp óbreytta án þess að geta þess hvaðan hún er kom- in. Fréttaneytendur taka ef til viO ekki eftir þessu, en sumir fjölmiðlar — og ekki síður sumir fréttamenn — virðast beinlínis gera út á fréttaöflun af þessu tagi. Hún er ekki að- eins ódýr, heldur líka ómerki- leg og óheiðarleg. Það eru t0 undantekningar. Það hefur gerzt nokkrum sinnum að Stöð 2 skúbbar fréttastofu Sjónvarps, en sú síðarnefnda greinir frá málinu hálftíma seinna í sínum frétt- um. Þá er — undantekninga- laust, að því er mér sýnist — vísað í fféttir keppinautarins. Það er sjálfsagt mál og frétta- stofa Sjónvarps verður stærri af. Þetta gerist reyndar einnig í seinni kvöldfréttum útvarps- ins. Annað tilfelli eru „stutt- fféttir“ DV, þar sem oftast, en þó ekki alltaf, er getið heim- Oda fýrir fréttunum. Verstu brotin í þessa veru fúOyrði ég að séu á Stöð 2 og Bylgjunni. Þar gerist ítrekað að frétt er stoOð eins og hún legg- ur sig og hún endurflutt óbreytt án nokkurra skýringa. Þeir, sem fá DV í hendur fýrir klukkan tólf, ættu að renna augunum yfir fréttasíður blaðsins og hlusta svo á út- varpsfréttir Bylgjutinar á há- degi. Ég hef ekki gert vísinda- lega úttekt á þessu, en það ger- ist reglulega að ég get fylgt texta fféttamannsins á síðunni í DVþegar fréttin er lesin í út- varpi. Engu bætt við og ekkert frekar unnið í málinu — ffétt- in bara endursögð án þess að DV sé nefnt á nafn. Við á PRESSUNNI þekkj- um þetta líka ágætlega og í þeim tilfellum eru það oftast Bylgjan og Stöð 2 sem eiga í hlut. Dæmin eru nokkur: Ný- leg frétt okkar um bótamál í Hæstarétti, þar sem fatlaður drengur átti í hlut, var komin samdægurs í hádegisfréttir Bylgjutmar þar sem lesið var upp úr skýrslu sem frétta- menn höfðu hvergi séð nema í PRESSUNNI. Forsíðufrétt um fórnarlamb Jóhanns J. Ingólfssonar og réttleysi fóm- arlamba nauðgara var sömu- leiðis samdægurs í hádegis- fféttum Bylgjunnar í höndum Vilborgar Davíðsdóttur sem las orðrétt upp úr blaðinu. Grófasta tilfellið er líklega þegar HaUur Hallsson endur- flutti samdægurs sem fyrstu frétt á Stöð 2 forsíðumál PRESSUNNAR í byrjun febrúar um unga konu sem missti eiginmann sinn vegna læknamistaka. Hallur bætti engu við nema myndefni og las orðrétt upp úr frétt blaðs- ins án þess að nefna það. Hver er skýringin á þessum vinnubrögðum? Svona utan frá séð gizka ég á að fóOdð hafi einfaldlega ekki haft neitt ann- að. Það var að nálgast „dead- line“ og eitthvað varð að bjóða hlustendum. Þetta er líklegri skýring hjá Bylgjunni, þar sem fáir og oft fremur óvanir fréttamenn þurfa að fylla fréttatíma á klukku- stundar ffesti. Á Stöð 2 er fólkið reyndara og tíminn til fréttaöflunar mun meiri. Þar sem þessi þjófúaður virðist þó bundinn við einstaka fféttamenn ffem- ur en fréttastofuna sem heOd verður ekki komizt hjá því að álykta sem svo, að jafnvel reyndir fréttamenn séu svo slappir og litlir í sér að þeir geti ekki viðurkennt fýrir sjálf- um sér og öðrum að þeir eru hættir að geta framleitt al- mennilegar fféttir af sjálfsdáð- um,_____________________________ Karl Th. Birgisson A UPPLEIÐ t ■i Davíð Oddsson forsætisráðherra Það er ffábær hugmynd að reyna að tala vextina nið- ur í kaffiboði með banka- stjórum landsins. Miklu skemmtilegri aðferð en handaflsleiðin sem ekki má nefna. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri Að einhver skyldi muna effir honum þegar kom að því að útdeila hótunarbréf- um vegna ísbjamardrápsins er sérlega hugulsamt. Ólafur Wernersson framkvæmdastióri Það hlýtur að þurfa að taka ofan fýrir þeim mönn- um sem þora að skrifa blaðagrein eft ir blaðagrein (tneð myndum) þar sem þeir skora á þjóðina að byrja aftur að lána til fisk- eldisins eftir að við erum búin að tapa 10 mOljörðum áþví. Á NIÐURLEIÐ i Hörður Einarsson útgefandi Dapurlegt hlutskipti að birtast 15 árum eftir Vídeó- són og þykjast enn ætla að gera eitthvað sniðugt í ljós- vakamálum. Sverrir Hermannsson bankastjóri iOa er komið fýrir þessum helsta kjaftaski landsins að koma andlaus út af fýndn- asta fundi ársins þar sem vextirnir voru talaðir niður og hafa ekkert eftirminni- legt tilsvar á takteinunum. Þórður Friðjónsson þjóðhagstofustjóri I hvert skipti sem hann opnar munninn er hann á niðurleið. Yfirlýsing hans um að verðhækkanirnar séu hættumerki er ekki beinlínis ffumleg.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.