Pressan


Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 20

Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 20
E R L E N T 20 PRESSAN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 MAÐUR VIKUNNAR Mary Robinson Vinsœll leidtogi Síðustu misserin hefur það tíðskast mjög í Evrópu og Bandaríkjunum að út- hrópa þjóðarleiðtogana. Nær undantekningarlaust fá þeir háðulega útreið í skoð- anakönnunum. Mary Ro- binson, forseti írlands, er undantekningin sem sannar regluna en samkvæmt nýleg- um skoðanakönnunum lýsa 93% Ira stuðningi við forseta sinn. Stjórnmálaskýrendur þar í landi segja hana hafa gjörbreytt hlutverki forseta- embættisins og það til hins betra. Henni heftir tekist að hafa áhrif á þjóðmálaum- ræðuna án þess að vera mál- pípa einhverra ákveðinna stjórnmálaflokka. Hún forð- ast að gagnrýna störf ríkis- stjómarinnar en höfðar þess í stað til samvisku þjóðar- innar og hefúr þannig áhrif á almenningsálitið. Mary Robinson ólst upp í Balina í Mayo-sýslu. Hún á tvo bræður og foreldrar hennar báðir læknar. Jafh- rétti kynjanna var í hávegum haft á heimilinu. Hún gekk í klausturskóla í Dublin og var eitt ár í framhaldsskóla í Par- ís áður en hún hóf nám við Trinity College í Dublin. Þar las hún lögfræði og varð prófessor í lögum einungis 25 ára en hvorki fyrr né síðar hefur svo ungri manneskju verið veitt prófessorsembætti við skólann. Árið f969 var hún kjörin til setu í öldungadeild þings- ins en því sæti hélt hún í 20 ár þó hún dytti tvisvar út af Dail, en svo kalla írar neðri málstofúna. Hún var áhrifamikill lög- fræðingur og barðist heiftar- lega gegn ýmsum lögum og reglugerðum sem henni þóttu óréttlátar. Þannig fékk hún í gegn að lögum sem bönnuðu hjónum í sama trúfélagi að ættleiða börn, var hnekkt. Þótt hún hafi setið á þingi fyrir Verkamannaflokkinn ber flestum saman um að hún sé mjög ópólitískur for- seti. Strax í byrjun kosninga- baráttunnar gerbreytti hún ímynd sinni. Fram að þeim tíma hafði hún látið lítið fyr- ir sér fara og vann að bar- áttumálum sínum bak við tjöldin. Eftir kosningarnar var eitt hennar fyrsta verk að opna forsetahíbýlin fyrir ýmsum þeim sem vinna að góðgerðar- og félagsmálum. Hún kemur 25 til 30 sinnum ffarn opinberlega í viku og í raun þykir ýmsum ráðherr- um og öðrum opinberum embættismönnum nóg um dugnað frúarinnar og finnst forsetinn hafa ýtt þeim út úr sviðsljósinu. Mary Robertson er kaþ- ólsk en Nick, eiginmaður hennar, er mótmælandi. Ættingjar hennar undu ráða- hagnum illa til að byrja með og neituðu að mæta í brúð- kaupið en nú er löngu búið að græða þau sár. Áhuga hennar á málefnum Norður írlands má engu að síður rekja til þessara hjónabands- aðstæðna. Hún hefúr lagt sig í líma við að gera samband írska lýðveldisins og Norður írlands sem alúðlegast. Það vakti mikla reiði meðal mót- mælenda þegar hún heim- sótti Gerry Adams, formann Sinn Fey, í Belfast. Mótmæl- endur fullyrtu að hún væri að lýsa yfir stuðningi við IRA en Mary Robertson vísar þessum ásökunum á bug. Sömu fjölmiðlar og átöldu hana einna mest fýrir fund- inn með Gerry Adams létu þess í engu getið þegar hún varð fyrst forseta Irska lýð- veldisins til að hitta Elísa- betu Englandsdrottningu. THE WASHINGTON POST Hýrir og herinn í hálfa öld áður en Bill Clinton varð forseti Bandaríkjanna var samkynhneigðum körlum og konum meinað að gegna herþjónustu ef kynhneigð þeirra var kunn. Þessari gömlu reglu var breytt í síðustu viku af Clinton. Nú er gerður greinarmunur á kynhneigð homrna og lesbía og kynferðislegu atferli þeirra. Kynhneigð homma og Iesbía er þeirra einkamál og má ekki útiloka slíkt fólk frá herþjónustu nema að þeir flíki kynferðislegu atferli sínu. Þessi breyting er ekki eins róttæk og Clinton hafði upphaflega ætlað og það hefúr hann viðurkennt. Kynferðislegt atferli samkynhneigðra, hvort heldur er prívat eða opinber, er enn brottvísunarsök úr hemum. Þrátt fyrir það er reglubreytingin mikilvægt skref í áttina frá óréttlátri og úreltri stefnu og hefð sem ávítti og lítil- lækkaði karla og konur sem þjónað hafa landi sínu af einurð og stolti. Þeir sem gagnrýna hina nýju stefriu segja hins vegar að lítil breyting hafi orðið því samkynhneigðir séu í raun beðnir um að fela hvaða mann þeir hafi að geyma. Og gagnrýnendur hafa rétt fyrir sér en lítið er betra en ekkert og verra væri ef gamla hefðin yrði tekin upp að nýju. Orlögin flúin Múslímakonur víða um heim eru orðnar langþreyttar á harðræði ofstækisfullra karlmanna sem drottna yfir þeim með harðri hendi og ráða lífi þeirra frá fæðingu til dauða. Margar grípa til þess ráðs að flýja fjölskyldur sínar og leita skjóls meðal Vesturlandaþjóða, sem þó hafa tak- markað bolmagn til að liðsinna þeim. ÞRÆLAR EIGINMANNA SINNA. Bældar múslímakonur huldar frá toppi til táar. Það er ekki ofsögum sagt að fullyrða að réttur múslíma- kvenna sé fótum troðinn um allan heim. Þeim er hvorki heimilt að giftast mönnum að eigin vali né heldur skilja við þá þegar sambúðin verður þeim um megn. Mennirnir hafa hins vegar fullt leyfi til að stunda fjölkvæni og þegar þeim geðjast ekki lengur að konum sínum geta þeir af- neitað þeim og útskúfað með orðunum einum, án þess að konurnar fái rönd við reist. Konurnar eru eign eigin- manna sinna og þeir halda undantekningarlaust forræði yfir börnum sínum ef til skiln- aðar kemur. Auk alls þessa eru múslímakonur víða neyddar til að hylja sig með kuflum og slæðum frá toppi til táar og guð forði þeim ef þær voga sér að tala við annan mann en sinn eigin. Samfara uppgangi trúarof- stækismanna um allan heim óttast múslímakonur nú enn meira harðræði karlpenings- ins. Æ fleiri taka frelsið í vestri framyfir ánuðina í austri og grípa til þess ráðs að flýja fjöl- skyldur sínar og leita á náðir vesturlandabúa. Og lái þeim hver sem vill. Fórnarlömb nauðgara hneppt í fangelsi Það er sama hvert litið er í heimi múslíma, alls staðar er réttur kvenna fótum troðinn. Og ótrúlegt en satt, hin síðari ár hafa víða orðið breytingar sem leitt hafa til þess að staða kvenna hefur enn versnað. I ýmsum löndum tíðkast að karlmenn fremji morð til að halda heiðrinum og undan- tekning er ef þeir eru dregnir fyrir dómstóla fyrir slík morð. Ef faðir telur eiginkonu sína eða dóttur hafa smánað fjöl- skylduna hefúr hann rétt til að refsa viðkomandi og ef vill, drepa. Árið 1990 var kveðinn upp úrskurður í írak sem heimilar karlmönnum að myrða eiginkonur sínar, dæt- ur eða systur fyrir hjúskapar- brot eða hórdóm og sam- kvæmt núgildandi hegningar- lögum í Pakistan er það nú skilyrði að konur séu grýttar til bana fyrir slíkt athæfi. í Pakistan er réttvísin óskilj- anleg með öllu eins og svo víða annars staðar. Þar í landi eru konur sem verða fyrir því að vera nauðgað og segja allt af létta, oftar en ekki hnepptar í fangelsi fyrir að drýgja „zina“, það er stunda kynlíf utan hjónabands. Til að sanna að nauðugun hafi í raun og veru átt sér stað þarf kona að geta kallað fram fjögur vitni, karlmenn að sjálfsögðu. Sam- kvæmt pakistönskum lögum hefur vitnisburður konu að- eins helmings vægi á móti vitnisburði karls og í nauðg- unarmálum hefúr ffamburð- ur konunnar nákvæmlega enga þýðingu. I Saudi Arabíu er konum ekki heimilt að aka bíl, gifast þeim sem þær vilja eða ferðast án skriflegs leyfi karlkyns umsjónarmanns. Á Indlandi varð sú breyting á 1986 að fráskildar múslíma- konur misstu rétt sinn til framfærslueyris og því verða þær nú að treysta á-guð og Íukkuna. Árið 1984 gengu í gildi hjúskaparlög í Alsír sem breyta stöðu kvenna svo um munar. Þannig hafa alsírskar konur nú glatað rétti sínum til að giftast þeim sem þær vilja og skilja að eigin frumkvæði. Síðast en ekki síst hafa þær misst forræðið yfir börnum sínum. Þeir sem aftur á móti standa með pálmann í hönd- unum í kjölfar gildstöku nýju hjúskaparlaganna í Alsír eru karlmenn. Samkvæmt lögun- um er körlum nú bæði heim- flt að stunda fjölkvæni að vfld og útskúfa konum sínum ef þurfa þykir. Kynfæri stúlkubarna skorin burt Það er ekki aðeins komið illa fram við múslímakonur eftir að þær eru komnar til vits og ára því í tæplega 30 löndum eru stúlkuböm „um- skorin“ á grimmilegan hátt. Umskurður kvenna er fyrst og fremst stundaður í Mið Afr- íku, frá Senegal tfl Sómalíu og allt norður til Egyptalands. En sami háttur er hafður á miklu víðar og sem dæmi má nefna Yemen, Oman, Malasíu og Indónesíu. Meðal múslíma er umskurður óumflýjanlegur og er litið svo á að með hon- um verði konur fulltíða og fullgildir þegnar í íslömsku samfélagi. Margar Afríku- þjóðir líta svo á að enginn kæri sig um að kvænast konu nema hún sé umskorin. For- eldrar taka því ekki áhættuna, en auk þess sem kona er álitin einskis virði ef hún gengur ekki út vill engin fjölskylda verða af því sem hún fær í staðinn þegar stúlkan giftist. • Umskurður er gerður á u.þ.b. tveimur milljónum múslímastúlkna á ári hverju, sumum nýfæddum en öðrum jafnvel komnum á gelgju- skeið. Aðgerðin reynist mörg- um stúlkum afdrifarík og sumar kostar hún lífið. Um- skurðinum má skipta niður í þijú stig, eítir því hversu langt er gengið. Með „vægustu“ aðgerðinni er hluti af snípnum fjarlægð- ur. Annað stigið felur í sér að snípurinn er skorinn burt í heilu lagi og að auki hluti skapabarmanna eða þeir jafn- vel fjarlægðir með öllu. í þriðja og grimmflegasta tflvik- inu eru öll kyn- og æxlunar- færi konunnar fjarlægð. Að því loknu eru ytri sköpin saumuð saman og aðeins skil- ið eftir agnarsmátt op til að hleypa út þvagi og blóði. Um 20 prósent múslíma- stúlkna lifa umskurðinn ekki af og margar hinna veikjast þær ýmist af blóðeitrun eða stífkrampa. Flestar kvennanna þjást af einhverskonar sýking- um og margar eiga ævilangt við ýmisskonar líkamleg veik- indi að stríða. Það er ekki að- eins að umskurðurinn valdi múslímakonum ólýsanlegum þjáningum heldur óttast vest- rænir vísindamenn nú að hann geti átt sinn þátt í út- breiðslu alnæmis og eigi með- al annars sök á sjúkdómsfar- aldrinum í Afríku. Ástæðan er sú að kynmök í kjölfar um- skurðar kvenna hafa undan- tekningarlaust miklar útvortis og innvortis blæðingar í för með sér. Leynileg baráttusamtök múslímakvenna íslömskum ofsatrúarmönn- um hefúr vaxið mjög ásmegin undanfarin ár, öðrum þjóð- unt heims tfl mikillar skelfing- ar, enda öllum ljóst að þeir eiga við ramman reip að draga. Ofsatrúarmennirnir svífast einskis til að auka ítök sín í öðrum löndum og meðal þess sem Alsírbúar hafa tekið upp á til að vekja athygli á máistaðnum er að myrða þar- lenda menntamenn. Músl- ímakonur eru skelfingu losm- ar vegna uppgangs trúarof- stækismanna og óttast hið versta. Því grípa æ fleiri til þess ráðs að flýja heimkynni sín og leita á náðir vestrænna þjóða. Konurnar, sem flestar eru ungar að árum, snúa baki við fjölskyldu sinni af ýmsum ástæðum. Flestar eru þó að forða því að verða giftar nauð- ugar og enda sem þrælar eig- inmanns síns. Konurnar leita á náðir vestrænna stjórnvalda sem þó hafa takmarkað bol- magn til að veita þeim aðstoð. Yfirvöld vestrænna ríkja óttast að verði múslímakonum hleypt inn löndin í stórum stíl kunni það að hrinda af stað flóðbylgju sem ógerningur verði að stöðva. Og víst er eðlilegt að menn hafi áhyggj- ur. Áætlaður fjöldi múslíma í heiminum er um einn millj- arður og gróflega ályktað og af dæmalausri svartsýni, gætu Vesturlandabúar átt von á því einn daginn að 500 milljónir múslímakvenna tækju upp á því að flýja að heiman og óska hælis þeirra á meðal. Vandinn er stór og það var því ekki af ástæðulausu sem baráttusamtök múslíma- kvenna voru stofnuð í Frakk- landi. Samtökin hafa aðsetur í smáþorpi í franska héraðinu Provence, en nafninu er hald- ið vandlega leyndu af ótta við ofstækisfulla múslíma sem svífast einskis þegar konur eru annars vegar, eins og dæmin sanna. Sú sem kom samtök- unum á fót er Marie-Aimée Hélie-Lucas frá Alsír. Af ein- stakri elju hefur henni tekist að koma fjölmörgum músl- ímakonum tfl hjálpar einkum konum sem búsettar eru í Frakklandi, en þær eru effir sem áður í heljargreipum eig- inmanna sinna, enda þótt þær búi á meðal annarra þjóða. Hélie-Lucas, sem sjálf flúði trúarofstækið í heimalandi sínu, hefúr greitt götu kvenn- anna með ýmsu móti, veitt þeim uppfræðslu um samfé- lög Vesturlanda og aðstoðað þær við að leita réttar síns. Enda þótt langt sé í land hjá baráttusamtökunum hefur mikið áunnist. Þannig eru æ fleiri múslímakonur í Frakk- landi farnar að gera sér grein fyrir því að það er ekki sjálf- sagt mál að þær sætti sig við illa meðferð af hendi harð- stjóranna eiginmanna sinna. Með hjálp Hélie-Lucas og samstarsfólks hafa niðurbæld- ar múslímakonur uppgötvað að þær búa við annars konar lögkerfi á Vesturlöndum og hafa því fullan rétt á að lifa sómasamlegu og hamingju- ríku lífi án yfirboðara. Þær eru smám saman farnar að gera sér grein fyrir því að þeim er heimilt að skilja við eigin- menn sína og halda forræði yfir börnum sínum að auki. Börnin eru með öðrum orð- um ekki eign feðranna og þær að sama skapi ekki eign eigin- manna sinna. Það er meira en þær höfðu nokkurn tíma þor- að að láta sig dreyma um. Byggt á Vanity Fair.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.