Pressan - 29.07.1993, Side 35

Pressan - 29.07.1993, Side 35
ALHEIMSNAFLINN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 PRESSAN 35 Útsendgrar l"D í heims- reisu á Islandi Greinar um ísland birtast æ oítar á síðum erlendra blaða og nú síðast mátti rekast á eina slíka í ágústhefti t j breska trendblaðsins i- t |; D. I hvert sinn má ætla að smágreinar sem þessar hafi heilmikið kynningar- gildi íyrir land og þjóð, jafnvel þótt þær reynist alla jafna afar keimlíkar, en af umfjöllun má glöggt greina að gestgjafar eru duglegir við að sýna biaða- mönnum og ljósmyndur- um íslenskt skemmtanalíf, íslenskt hraun, íslenska ” auðn og íslenskt Blátt lón. í stuttu máli kemst greinar- höfundur i-D að þeirri niður- stöðu að ýmislegt annað sé að finna á íslandi en heitir hverir og Björk Guðmundsdóttir og verður honum tíðrætt um menningarlega uppsveiflu í landinu, sérstaklega á sviði tónlistar og kvikmyndagerðar. Hann segir margt hafa breyst síðan útsendarar blaðsins voru staddir á landinu síðast, árið 1988, en þá hafi íslenskir drykkjusiðir, frjálsar ástir og handalögmál borið hæst. Ef til vill hefur þjóðarsálin ekki breyst, segir í greininni, en svo sannarlega hefur margt annað tekið stakkaskiptum. Það fer þó ekki framhjá blaðamanni, frekar en öðrum sem sækja landið heim, að amerísk menning er áberandi og neytendagleði í algleym- ingi. Orðrétt segir í greininni: „...íslendingar keyra um á amerískum bílum, reykja amerískar sígarettur, tala ensku með amerískum hreim, klæðast sportfatnaði frá Kaliforníu og evrópskum hönnuðum...“. Hann nefnir norður-evrópska strauma í tónlistarvali og dansstíl, en er þó nógu kænn til að skyggnast undir yfirborðið þar sem hann tekur púlsinn á því sem er að gerast í bænum. Tímaritið Núllið segir hann endurspegla ágætlega ólíka strauma á sviði tísku, tónlistar og annarra lista. Björk sé þar að vísu áberandi og þjóni sem nokkurs konar menningar- sendiherra fyrir fsland en fleiri séu til kallaðir og skapi ólíkir listamenn mikla breidd í ís- lensku menningarlífi. Auk þess segir hann skemmtanlíf Reykvíkinga ekki hafa verið svipur hjá sjón fýrir fimm ár- um miðað við það sem nú er. Þá hafi ekki verið um annað að ræða en dverg- staðinn Casablanca en nú megi hins vegar velja um hipp-hopp staði á borð við Tunglið og Rósenberg- kjallarann. Þegar kemur að upp- sveiflu í kvikmyndagerðinni eru nefndar til sögunnar nýj- ustu bíómyndirnar; Veggfóð- ur, Sódóma Reykjavík og Börn náttúrunnar. Blaðamaður misstígur sig að vísu lítillega þegar hann skýrir frá því að Börn náttúrunnar hafi hlotið Óskarsverðlaun sem besta er- lenda kvikmyndin á síðasta ári og gæti hvort heldur sem er verið um að kenna slakri athyglisgáfu hans eða gloppóttum upplýsingum gestgjafanna. En sé slíkum 1 smámunum sleppt þá má almennt lesa milli línanna að hann hrífist af elju og ár- angri íslenskra kvikmynda- gerðarmanna. Stutt landslagslýsing í lok greinarinnar er svo til sönn- unar þess að skemmtana- fíkillinn hefur í það minnsta farið Reykjanes- rúntinn, sennilega undir handleiðslu Þorsteins Högna Gunnarssonar, Jökuls Tóm- assonar og Kristins Sæ- mundssonar, og því ályktar hann, líkt og fjölmargir aðrir á undan honum, að. aðdráttarafl landsins felist í andstæðúnum. n lceland L o ð n u Gangandi gólfmott- ur eru þeir stundum kallaðir, karlmenn- irnir sem sést ekki í fyrir hári. Þeir vekja óhug hjá sumum og ógeð hjá öðrum — aðallega konum. Fáum stendur ná- kvæmlega á sama. Sumir halda því jafnvel fram að von- laust sé að umbera loðinn skrokk. Það þýði ekki einu sinni aðreyna... Þaö er kannski ekki síst þess vegna sem karlmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til aö fela feldinn og leggja sig í líma við að fjarlægja hann. Einstakir líkamshlutar eru grónari en aðrir og þá getur verið vandkvæöum bundið að losna við flyksumar. Einfaldur rakstur dugar til dæmis skammt, ef til vill aöeins yfir daginn. Ef rakstur ekki dugar má reyna vaxmeðferö. En hún hefur víst líka brugðist vonum margra og veruleg hætta er á aö skinnið hrein- lega hverfi með hárinu. Það er eiginlega ekki gott heldur. Þegar allt um þrýtur má reyna eyðingu hára með rafmagns- nál. Slíkt brottnám óæski- legra hára er framkvæmt T nokkrum þrepum og er mis- jafnt hversu oft þarf að koma til meöferðar. Það tekur þjálf- aða manneskju 10 sekúndur að fjarlægja hvert hár. Á einni klukkustund geta því horfið 360 - 420 sprotar. En flestir gefast víst upp á þessu líka, feldurinn er skárri en sárs- aukinn. En þeir sem ekki þekkja til vita ekki hvert vandamálið er.... loðið bak kemur hverri stúlku til dæmis mikið á óvart. Hið rétta kemur ekki í Ijós fyrr en á ögurstundu.... Þótt flestum konum þyki apar sætir er ekki endilega gefið að þærvilji sofa hjá þeim. Loðið bak er einhvern veginn ekki eðlilegt. Það lítur ekki út fyrir að hárið hafi vaxið; miklu heldur að manninum hafi ver- ið dýft ofan í risastóran lím- brúsa og svo velt upp úr skít- ugu gólfi á hárgreiðslustofu. Samvaxnar augabrúnir vekja ekki mikinn ugg í brjósti og geta verið þolanlegar. Meira að segja karimannlegar. Sumar konur hrífast jafnvel. Auðveld leið til að losna við ofvöxt er notkun á gamla góða plokkaranum. Áhætta: engin. Konur stunda þetta. Þekktir þolendur: Matt Dill- on, Tom Cruise og Egill Skallagrímsson. Hvimleið hár hanga niður úr nösum. Konur horfa oftar en ekki framhjá slíkum galla, en eiga það til að undrast of- vöxtinn. Snyrta ber með klippum og aldrei plokka. Nota frekar rafnál til verks- ins. Þekktir þolendur: Sadd- am Hussein og Peter Weller í Robocop. Brúskar út úr eyrum. Getur vakið ógeð kvenna, sérstak- n al| lega vegna þess að eyma- mergurinn festist gjarnan í þeim. Kostir eru þeir að flug- ur og aðrar smápöddur eiga ekki greiða leið inn í eyrað. Einnig dempar brúskurinn all- an óæskilegan hávaða. Brúsk þennan ber að fjar- lægja með hraði með klipp- um, vaxi eða rafríál. Slíkt ætti þó enginn annar en kunnáttumaður að reyna. Þekktir þolendur: Gvendur Jaki og tískuljósmyndarinn Fransesco Scavullo. Loðin framvaröasveit. Alveg fram á tær. Konur taka seint eftir þessu og eru þá orðnar svo ástfangnar að þeim stendur nokk á sama. Loðnir fætur draga úr þörf fyrir sokka.... engar kaldar tær. Fjarlægist með vaxi eða raf- nái og því fylgir engin áhætta. Þekktir þolendur: Robin Williams og Bilbo Baggins úr Hobbit. Loöna lófa getur engin þol- að. Nema aö um peninga sé að ræða... Engin leið aö losna viö slíkt, nema ef væri að höggva höndina af við úlnlið. Ef það er þess viröi. Þekktur þolandi: Drakúla greifi. POPP FIMMTU DAGUR I N N • Bogomil Font og millj- ónamæringarnir bjóða til sundlaugarpartýs í Úthlíöar- laug í Biskupstungum. Menn eru hvattir til að mæta í baðfötunum. • Deep Jimi and the Zep Creams drengirnir síkátu verða t hömlulausu verslun- armannahelgarstuöi á Hressó. • Stjórnin með sína frægu sveiflu á Gauki á Stöng. • Cuba Libra í suðrænni sveiflu á Fógetanum. • ET-Bandið, Einar og Torfi, í kántrístuði á Dansbarnum. • Bogomil Font og millj- ónamæringarnir troða upp á Ömmu Lú. • Svartur Pipar á Gauki á Stöng með Margréti söng- konu hina bráðskemmtilegu í broddi fylkingar. • Hermann Arason trúba- dor á Ijúfu nótunum á Fóg- etanum, á meðan þeir allra höröustu sleppa fram af sér beislinu úti í sveit. • ET-Bandið á Dansbarn- um, þó ekki í kántrístelling- um aö þessu sinni. • Rokkband James Olsen með færeysku ívafi treður upp á Tveimur vinum. Band- ið er sérstaklega saman- soöiö í tilefni verslunar- mannahelgar. LAUGARDAG U RI N N 3 1 . JÚLÍ • Svartur Pipar og Margrét söngfugl gleðja gesti og gangandi á Gauki á Stöng. • Hermann Arason af nýj- um þjóöflokki trúbadora kyrjar söngva á Fógetanum. • ET-Bandiö, Einar og Torfi, koma mönnum í verslunar- skap á Dansbarnum. • Rokkband James Olsen, aðeins til þessa helgi, skemmtir á Tveimur vinum. SUNNUDAGURINN | 1 . ÁGÚST • Svartur Pipar á Gauki á Stöng. • Einar Jónsson úr trúba- doraflórunni, skemmtir á Dansbarnum. • Hermann Arason trúba- dor á Fógetanum. • Rokkband James Olsen treður upp á Tveimur vinum. Bandið leysist upp að lok- inni verslunarmannahelgi. MÁNUDAGURINN | 2. ÁGÚST • Sniglabandið rekur endahnútinn á verslunar- mannahelgina á Gauki á Stöng. • Einar Jónsson trúbador treöur upp á Dansbarnum. SVEITABÖLL FIMMTUDAGURINN| 29. JÚL( • Sjallinn, Akureyri. Rokka- billýband Reykjavíkur tekur lagið í Sjallakránni. FÖSTUDAGURINN | 30. JÚLÍ • Miðgarður, Skagafirði. Lipstick Lovers, Stjórnin og Pís of keik leggjast á eitt um að koma mönnum í dæmalaust stuö. • Sjallinn, Akureyri. Dreng- irnir knáu í SSSól eru ný- komnir úr laxveiði og mæta því ef til vill í vöölunum. Stúlkur upp með veiðigler- augun. LAUGARDAG U RIN N| 3 1 . JÚLÍ • Valaskjálf, Egilsstöðum. Bogomil Font og milljóna- mæringarnir hrista upp I fólki. • Miðgarður, Skagafirði. Stjórnin, Pís of keik og Lipstick Lovers endurtaka tjúttiö frá því á föstudag. 3Hf • Sjallinn, Akureyri. Bræð- urnir í Pelican í nostalgíu- vímu. • Krúsin, ísafirði. Rokk- bændur að vestan skemmta heimamönnum. SUNNUDAGURINN | 1 . ÁGÚST • Valaskjálf, Egilsstöðum. Bogomil Font og milljóna- mæringarnir í mambós- veiflu. • Sjallinn, Akureyri. Pelic- an bræöur skemmta. • Krúsin, ísafirði. Rokk- bændur ættaðir aö vestan sjá um verslunarmannahelg- ina.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.