Pressan


Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 36

Pressan - 29.07.1993, Qupperneq 36
MAÐURINN E R GUÐ 36 PRCSSAN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 NÁIN KYNNI Merkilegt nokk halda þeir sem ég hef talað við undanfarið að ég hafi haft náin kynni af útlendingum, heilsársffíum og barbíkjúum. Þetta er náttúrulega allt helber lygi. Og við það stend ég eða einsog skáldið sagði: „ðer is noþþing læk a hól dei fissing in nordriver wiþþ ðí fúkking feimús.“ Þessvegna er það glapræði af minni hálíú að viðurkenna að ég eigi nokkra vini hvað þá vinnu einhversstaðar, ég var rek- inn úr þeirri síðustu sem ég var ráðinn í. Þeim líkaði við mig en ég átti ekki bara heima þar núna: „Niðurskurður sérðu“. Enn og aftur gleður það mitt litla auma hjarta þegar berast fregnir af því að ffægar perspírur ætli að væta tær sínar hér á landi vatns og vökva. Svona rétt til að slappa af ffá amstri þess að eyða þeim örfáum krónum, þeir vertsla að visu með dol- ares þarna súður ffá, sem þær hafa eignast með því að færa okkur ffegnir af því hvernig allir eru að drepa hina og hvernig við eigum að koma okkur í form eftir að horfa á allar þessar beinu útsendingar trekk í trekk. Enda er ég í dag í topp formi, fáviskunni vísari og seðlun- um færri. Það sem mér þótti verst við þessar fréttir var að þessar ffægu spírur komust ekki hingað til lands á rellunni sinni af því hún dreif ekki. Rigning á leiðinni. Hefðu þau hætt við ef ekki hefðu fundist vöðlur í réttri stærð á íslandi? Norðurárhæfar? Gleymst að bóka Norðurá? Var dagskráin ekki nógu spennandi? Vigdís forseti lands og þjóðar? Hæstvirtur forsætisráðherra? Sem minnir okkur öll á það: Er búið að bjóða öllum á fimmtugsafmæli íslensku þjóðar- innar á næsta ári? Hafa allir tíma til að koma? Er þetta ekki í miðju sumarleyfi ffamámanna þjóðarinnar? Ætli Tedd og Djein og allir hinir Tarsanarnir hafi bara simplí tæm að sinna þessu smáverkefhi? „Elskan ég finn ekki boðskortin" dæmi, „mér var ekki boð- ið.“ Væl-væl-væl dæmi. Eða hafi það verið þessi falski héri sem fannst í tollinum hjá einum framkvæmdasjóðsstjóra landsins að Djein nennti hreinlega ekki hingað til lands. „Not túnæt darling æ hef got a pein“. Þetta er orðið helvíti á jörðu fyrir mig að reyna að sannfæra þessa fáu nánustu að mér var ekki boðið í Nordriver í staðinn fyrir spírurnar að vestan. Náttúrulega berst ég mikið á og segi: „Ég vissi að þau myndu ekki koma, hvað haldið þið að ég nenni að fara að dorga með þessu nýríka pakki. Ég er miklu ríkari en þau. Ég er íslenskur og ég nota bara Norður Atlants- hafið, það er mildu stærra en Norðurá." Þetta sagði ég vitandi að viðmælendur mínir vissu ekki að þjóðarauður okkar lægi í fiskveiðum íslendinga en ekki lax- veiðum eða ísbjarnardrápi. Ég hafði slegið um mig svo um munaði þama í röðinni að fá að heilsa upp á Tedd og Djein. „Og svo legg ég til að við tökum upp nýjan þjóðsöng. Sitja svangir bræður tveir með þeim kaktusi og bakkus.“ Ég hefði sérdeilis stungið uppí alla nálæga og þá sérstaklega mig. Augnablikið hafði nálgast að ég hefði fengið að berja virkilega ffægt fólk á skjánum með sönnum Islendingum og því öllu síðan ffestað. Er þetta allt blekking og plat? O ekki. Fimmtugsafmælið á næsta ári. Einar Ben. Synir Raspútíns Synir Raspútíns er Iveggja ára gömul hljómsveit meö sex manns innanborðs, þar af tvo söngvara. Strák- arnir eru nvbúnir að láta útbúa myncfband meö lagi sínu „Fjötrar" en það hefur fengið nokkuð mikla spilun í úfvarpi án þess að vera komið út á hljómdiski. „Við hljóðrituðum lagið hjá Tomma í Stúdíó Sýr- landi sem vi settum það á kart svo sendum til út- varpsstöðvanna. Lagið er komið á play-lista hjá Að- alstöðinni og við vitum að Dað §r mikið beðið um Dað. I vetur spiluðum við töluvert á skólaböllum og í félagsmiðstöðvum og fundum að krakkarnir kunnu orðið textann á aginu svo það var ekki spurnina, við urð- um að koma því frá okkur í ein- hverri mynd", segja Baldvin A. Baldvins- son trommuleik- oa aðalr- d d a r i bandsjns og Ol- afur Þ. Krist- Hafþór^Kristinn, Kolbeinn, Valur, Ölafur og Baldvin. Ólíkir karakterar sem hristast vel saman. jánsson bassaleikari í samtali við PRESSUNA. „Það er ekki hægt að lýsa tónlistinni okkar eða setja hana í einhvern flokk, en ef éa ætti að reyna þá mynai ég helst kalla þetta einhvers konar nostalgíu. Við erum aðallega með okkar tónsmíðar en á böll- um spilum við líka covera og þá eldri tónlist. Hljóm- sveitin er undir áhrifum frá The Who, David Bowie, Donovan, Dylan, Led Zep- pelin, og síðast en ekki síst Bjartmari. Þetta er svona sambland af uppáhalds- tónlist okkar strákanna í bandinu, við erum gjörólík- ir karakterar og útkoman verður skemmtileg súpa. Annars eru framtíðar- plönin þau helst að spila og spila meira « og koma okkur á framfæri" segir Bald- * vin. Að sögn strákanna 1 seqjast þeir frekar einbeita sér að sukki « og kvennafari heldur en ™ starfsemi þeirri líkri sem rússneski munkurinn Grig- ori Yefimovich Raspútín helst vann að, þ.e. að stöðva blæðingar í fólki með hugarafli. „Við búum ekki yfir sama kyngimagnaða krafti og hann, þvi er nú verr, en hann er kúl karlinn og við notum hann á auglýsing- aplakatið okkar". tvifarar Kiefer Suther- land leikur í v o n d r i mynd í Saga-bíó, en Matthí- as Johann- essen er rit- stjóri á vondu blaði í Reykjavík. Að öðru leyti eru þeir eins, hakan, munn- svipurinri, eyrun og nefið. Meira er segja borandi augnsvipur- inn er eins, svo og hársveipurinn, þótt efnismeiri sé hjá leik- aranum. I_____________________I POPP Sttilld úr stórverksmiðju U2 ZOOROPA ★ ★★★ U2 er engin venjuleg hljómsveit. Umgjörð og fylgi þessara fjögurra fra frá Dubl- in hefur vaxið svo gjörsam- lega yfir alla normal staðla að frekar mætti kalla U2 verk- smiðju, stórverksmiðju sem dælir út dópi fyrir fólkið í formi dægurlaga og stórbrot- inna sýninga. Eins og með aðra á þessari stærðargráðu frægðarinnar missir maður tilfinninguna fyrir „mannlega þættinum“, meðlimirnir eru orðnir að hálfgerðum hálf- guðum, vélmennum. Nýjasta plata íranna ýtir undir þessa vélrænu ímynd. Hún er tor- meltasta, myrkasta og dýpsta plata U2 til þessa. Platan er tæknilega fullkomið skrímsli en í leiðinni er hún með allra bestu plötum U2 til þessa. Það er virðingarvert að hljómsveit í þessari yfirvigt skuli enn taka áhættur. Á Zo- oropa er ekki eitt einasta lag sem við fyrstu hlustun hljóm- ar „líklegt til vinsælda11. Þó Actung Baby væri tormelt voru þar þó lög sem gripu mann strax. U2 hafa gengið enn lengra í þungum laga- smíðum og dimmum raf- „Það var svo mikil snilld aðfá Johnny Cash til að enda plötuna á hinufrá- bcera lagi „The Wanderer“. Mað- urinn erguð.“ eindavæddum hljómi. Fólk þarf að hlusta oft áður en lög- in fara að smjúga inn, en það er líka einkenni verulega góðra laga. Hér er nóg af þeim. Þegar dulargerfinu hef- ur verið svift af lögunum við ítrekaðar hlustanir standa oft- ast eftir gómsætar dægurlaga- perlur. „Babyface“ er léttur ástaróður inn við kjötmikið beinið, „Stay (Faraway, so close!)“ ljúfsár ballaða og „Daddy’s gonna pay for your crashed car“ poppað fönk í ætt við Talking Heads. Platan er full af óvæntum glaðning- um. Gítarhetjan The Edge tuðar „Numb“, fáránlega ein- falt en ávanabind- andi lag sem ír- arnir gáfu út á smáskífu. Tveir misgamlir gaml- ingjar setja ótví- ræðan svip sinn á plötuna. Fyrstan er auðvitað að telja hljóðgerfla- snillinginn Brian Eno sem á mik- inn þátt í vélræn- um og mystísk- um undirtóni plötunnar. Það var svo mikil snilld að fá Johnny Cash til að enda plötuna á hinu ffábæra lagi „The Wanderer“. Maðurinn er guð. U2 aðdáendur verða síður en svo sviknir af lögun- um á þessari plötu, en þeir verða að hafa meira fyrir því að grípa þau en áð- ur. Þó Bono sé leiðinlegur dverg- ur að sjá virðist heilmikið vera að gerast í hausnum á honum. Textar Zoorópu eru oft skemmtilega myndrænir og íhugulir. Bono imprar á ýmsum málum sem tengjast þróuninni í Evrópu. Hann imprar á, en predikar ekki, enda ekki með neinar lausnir í rassvasanum. U2 nota óreiðu nútímans, upplýsinga- flóðið og ofstækið sem bensín á eigin poppbíl: kreista núið í eigin rokksúpu. Ég ætla ekki að segja meira, læt Bono hafa síðasta orðið úr nýlegu við- tali. „Fólk býst við of miklu af U2. Við berum ekki ábyrgð á öðru en tónlistinni. Við eydd- um níunda áratugnum í að reyna að díla við peninga, stjörnustaðalinn og allt kjaft- æðið. Núna höfum við fúnd- ið út að þetta skiptir engu máli. Tónlistin er það eina sem skiptir máli...“

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.