Pressan - 29.07.1993, Page 42

Pressan - 29.07.1993, Page 42
UTVARP SJONVARP OG BIO 42 PRESSAN Fimmtudagurinn 29. júlí 1993 SJÓNVARPIÐ Sjáið: • Sky News Kynningarútsending að hefðbundinni dagskrá lokinni á Stöð 2. Til að fá smjörþefinn af því sem koma skal. • Ógnarblinda ★★★ See No Evil á Stöð 2 á föstudagskvöld. Myndin nær því að vera spennandi þó hún sé óneitanlega barn síns tíma. Eingöngu ætluð þeim sem umbera Miu Farrow. • Hlé ★★★★ klukkan 10:40 á laugar- dagsmorgun á RÚV. Enginn hefur gott af því að húka of lengi fyrir framan sjónvarpið. Allra síst börn. • Héðan til eilífðar ★★★★ From Here to Etemity á Stöð 2 á laugardagskvöld. Klassíker sem sópaði til sín átta Óskarsverðlaunum á sínum tíma. Burt Lancaster fékk meðal annars bónus fyrir góðan leik. • Af fingrum ffam ★★★ Impromptu á Stöð 2 á sunnudags- kvöld. Gleðistundir Chopin, Liszt, Delacroix, George Sand auk annarra af sama sauðahúsi. • Fólkið í landinu Líf mitt er línudans mánudagskvöld á RÚV. Hans Kristján Árnason ræðir við veitingamanninn ^Tomma Tomm. Gæti reynst áhugavert. Varist: • Morðóða vélmennið H Assassin á Stöð 2 á fimmtudags- kvöld. TitiUinn segir meira en mörg orð. • Forboðni dansinn H The Forbidden Dance á Stöð 2 á föstudagskvöld. Afleit ffammistaða fyrrum fegurðardrottningar á hvíta tjaldinu. Lambada dansar hún þó skammlaust. • Sendiráðið H Embassy II á Stöð 2 á laugardagskvöld. Ný þáttaröð um ástralska sendiráðið í Raagan. Rusl. • Líkamshlutar ★ Body Parts á Stöð 2 á laugardagskvöld. Enn ein myndin um vesaling sem fær græddan á sig óviðráðan- legan líkamspart. Klént. • Leiðin til Avonlea ★ Road to Avonlea á RÚV á sunnu- dagskvöld. Ósköp hugljúft, en fráleitt fyrir hvern sem er. KVIKMYNDIR Algjört möst: • Þríhymingurinn ★★★★ Ætla má að þar fari hálfklám- mynd um vændismenn og búksorgir þeirra sem maður sér kl. 11, einn. Fljótlega kemur í ljós að varlegt er að treysta auglýsing- um (og umsögnum kvikmyndagagnrýnenda), þvi hér getur að líta sérstaklega skemmtilega og hjartahlýja mynd um ástina og vald tilfinninganna yfir okkur. Regnboganum. • Á ystu nöf ★★★ Cliffhanger Frábærar tæknibrellur og bráðskemmtileg mynd. Það er bara galli að efnið sjálft er botn- laus þvæla. Stjörnubíói og Háskólabíói. • Dagurinn langi ★★★ Groundhog Day Brilljant handrit og Bill Murray hárréttur maður í réttri mynd. Sætur boðskapur sleppur undan að verða væminn. Stjömubíói. • Mýs og menn ★★★ O/ Mice and Men Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa útgáfu af sögu Steinbecks. Mest- megnis laus við væmni og John Malcovich fer á kostum. Há- skólabíói. • Siðleysi ★★★★ Damage Jeremy Ir- ons leikur af feiknarkrafti þingmann sem ríður sig út af þingi. Helst til langar Jtyn- lífssenur nema fyrir þá sem hafa byggt upp mikið þol. Regnboganum • Dagsverk ★★★ Nýstárleg heimild- armynd. Áhorfandinn verður þó að hafa gaman af skáldinu til að njóta. '7 leiðindum: • Við árbakkann ★★ A River Runs through it Líf þeirra er slétt og fellt og höfundurinn skrifar þessa sögu sjálfum sér og fortíð sinni til dýrðar. Kvikmyndin ber botnlausri sjálfsánægju Roberts Redford fagurt vitni. Háskólabíói. • Ósiðlegt tilboð ★★ Indecent Proposal Svo hæg að það er varla að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjarg- að verður. Bíóhöllinni og Háskólabíói. • Tveir ýktir ★ National Lampoon’s Loaded Weapon. Alveg á mörkunum að fá stjörnu. Sundboladrottningunni Kathy Ire- land er svo fýrir að þakka að myndin er eldd algjör bömmer. Regnboganum. • Lifandi ★★ Alive Átakanleg saga en persónusköpun er engin og mannátið eins huggulegt og kostur er. Háskólabíói. Bömmer: • Hvarfið ® The Vanishing Átakalítil fyrir hlé en mjög góður leikur Jeff Bridges bjargar tilþrifalitlum söguþræði. Sögubíói • Elskan ég stækkaði bamið ★ Honey I Blew up the Kid. Lærðu af mistökum þeirra sem sáu fyrri myndina og haltu þig heima. Sögubíói. • Skjaldbökumar 3 ® Three Ninjas Blessuð látið ekki krakk- ana plata ykkur á þessa dellu því hún er ekki 350 kr. virði. Þið finnið ykkur örugglega eitthvað skemmtilegra að gera. Bíóhöll- inni. • Meistaramir ★ Hún hékk ekki lengi í stórum sal á besta sýningartíma þessi. Og það þrátt fyrir að stúlknagullið Emilio Estevez sé í aðalhlutverki. Bíóhöllinni. KVIKMYNDIR Ekki einn einasti Ijós punktur Vil endilega rífast sem mest Helst reyni ég þó að vera svartsýnn að meira magni og endilega vil ég rífast sem mest.“ Fyrsti þátturinn fór í loftið síðastliðinn sunnudag en við- brögð hlustenda reyndust lítil og fáir létu í ljós skoðanir sín- ar. Guðjón telur ástæðuna einkanlega vera þá að íslend- ingar séu hræddir við að tjá sig opinberlega en hann legg- ur áherslu á að auka skoðana- skipti meðal hlustenda og hvetur þá til að hringja inn og segja álit sitt. Markmiðið með því segir hann fyrst og fremst vera það að fá fólk til að hugsa um það sem er að gerast í þjóðfélaginu hveiju sinni. Útvarpsþáttur Guðjóns er hálfgerð aukabúgrein en að deginum starfar hann að markaðsmálum hjá Sldfúnni. Þar er hann svokallaður „plugger“ sem sér um að koma tónlistarefni á útvarps- stöðvarnar. Með þessu starfs- fyrirkomulagi er ljóst að Guð- jón Bergmann er á launaskrá hjá keppinautum, hjá Jóni Ól- afssyni, eiganda Skifunnar og einum af eigendum Bylgjunn- ar, annars vegar og Baldvini Jónssyni, aðaleiganda Aðal- stöðvarinnar, hins vegar. „Ég læt það ekJd hafa nein áhrif á mig og kem til með að láta uppi skoðanir mínar á báðum þessum mönnum ef svo ber undir“, segir Guðjón að end- ingu og ullar framan í at- vinnuleysið. GENGIÐ BLOOD IN BLOOD OUT SAGABÍÓ *« Á sólríkum sumardegi verður gagnrýnandinn að fara í bíó, hvort sem honum líkar betur eða verr, lesendur PRESSUNNAR verða að fá línuna í helstu kvikmynda- viðburðum höfúðborgarinn- ar viðstöðulaust. Honum er þetta alla jafna ljúft og skylt, en þó kemur fyrir að hann verður að beita sig hörðu til þess að uppfylla skyldur sínar við lesendur, eldd síst á sumr- um þegar úrvalið er heldur lakara en endranær. En vopnaður poppkorni og kóki hlammar hann sér niður á áhorfendabekJdnn og verður ekki um sel, því engir aðrir eru í salnum en hann. Kvilcmyndin Gengið er afar sérstætt verk fyrir margra hluta saJdr. Aðalsögupersón- urnar eru hálfbræður tveir og frændi þeirra. Þeir hálfbræð- ur eru synir konu sem ættuð er frá latnesku Ameríku, faðir annars er hvítur en faðir hins er af sama kynstofni og móð- irin. Frændi þeirra bræðra er alfarið af spönskumælandi ættum. Sagan gerist í austur- hluta Los Angeles, þar sem spönskumælandi menn búa gjarnan og allt veður í gengj- um og Jdíkum. Annar bróðir- inn, sem er listfengur mjög, verður fyrir því óláni að „í heildina tekið er kvikmyndin Geng- ið einhver versta mynd sem gagn- rýnandinn hefur séð og íþeim skiln- ingi er hún gagn- legt dœmi um kvik- mynd þar sem ekki finnst einn einasti Ijós punktur.“ tali tekur. Inn í hann er blandað endalausu ofbeldi og morðum, öfúguggatali og al- mennu ógeði sem tengist fangelsum. Myndin er upfull af dulspekilegum táknum, jafnt úr trúarbrögðum ind- jána sem kaþólskum, í óskipulegum hrærigraut. Miklum tíma er eytt í að út- mála göfugt hlutverk frímúr- arareglu tukthúslima, La Onda, og sldlst manni einna helst að þar sé á ferðinni upp- hafið að frelsishreyfingu spænskumælandi Banda- ríkjamanna, sem stefna að því að láta hina svörtu og hvítu murka lífið hvorir úr öðrum, þar til hinir brúnu taki end- anlega völdin í henni Amer- íku. Boðskapur myndarinnar er með öðrum orðum enn vidausari en söguþráðurinn. Leikur í myndinni er með afbrigðum slæmur. Ber þar mest á taumlausum ofleik. Liggur við að engin samtöl í myndinni fari fram nema í hástefndum öskrum. Þeir sem ekki eru að öskra í það og það skiptið eru eins og illa gerðir hlutir og vita ekki í hvaða átt þeir eiga að horfa á meðan. Stundum er leikur- inn svo hallærislegur að unun er á að horfa. Persónusköpun er engin, líkt og myndin sé ein persóna. Leikmyndir, fatnaður, kvikmyndataka og önnur gerð myndarinnar er allt á sömu bókina lært, sljótt, heimskulegt og illa gert. I fýrstu heyrist manni tónlistin í myndinni vera áheyrileg suður-amerísk tónlist en svo kemur í ljós að hún er afar lé- leg stæling á tónlist við kvik- myndina um La Vida og Sanzes fjölskylduna eftir sög- um Oskar Lewis, sem gerð var fýrir nokkrum árum. í heildina tekið er kvik- myndin Gengið einhver versta mynd sem gangrýn- andinn hefur séð og í þeim skilningi er hún gagnlegt dæmi um kvikmynd þar sem ekki finnst einn einasti ljós punktur. Verst af öllu er þó að myndin er um þrír tímar að lengd. Sjálfsagt er að vara fólk við þessari rnynd, hvort sem veðrið er gott eða vont, nema þá sem haldnir eru sjálfskvalalosta. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON óvinaklíka kastar honum á brunahana og er hann slæm- ur í baki það sem eftir lifir myndar og notar mikið kvalastillandi lyf. I þessum átökum er einn úr óvinalið- inu drepinn og lendir hinn bróðirinn í fangelsinu San Quintin til langdvalar. Frændi þeirra bræðra fer hins vegar í herinn og gerist lög- reglumaður upp úr því. Sá bróðirinn sem í fangelsinu dúsir kynnist samtökunum La Onda, sem er einskonar ffímúrararegla tukthúslima af spænskumælandi ættum. Bróðirinn í fangelsinu losnar þaðan um sinn og lendir óð- ara í vopnuðu ráni. Frænd- inn, lögreglumaðurinn, er á vakt og skýtur fótinn undan æskuvini sínum, sem fer aftur í fangelsið og gerist um síðir formaður La Onda samtak- anna. Myndin endar síðan á því að frændinn, lögregl- umaðurinn, og bróðirinn, sem var listfengur og slæmur í baki, horfa á listaverk sem sá bakveiki hefur málað á vegg, en þá er hann orðinn skárri í bakinu. Eins og að framan greinir er söguþráðurinn í þessari kvikmynd svo vitlaus að engu Maður með viðhorfer heitið á nýjum útvarpsþætti sem hljóma mun á Aðalstöðinni á sunnudagskvöldum í ffamtíð- inni. Umsjón með þættinum hefur Guðjón nokkur Berg- mann, en hann kannast dygg- ir hlustendur Sólarinnar vel við. Nafn þáttarins mun svo sannarlega vera réttnefni því að eigin sögn er Guðjón mað- ur með ákveðnar skoðanir; sannkallaður veisluhrellir. „Ég kýs helst að vera á móti öllum Guðjón Bergmann er maður með skoðanir. Nýr útvarpsþáttur á flðalstöðinni. skoðunum í þeim tilgangi að sjá allar hliðar málsins og komast að niðurstöðu. Ef ekki er litið tiJ aJlra átta er hætta á því að menn einblíni aðeins á eina hlið og þá kemur það rétta ef til vill aldrei í ljós“, segir Guðjón, sem hefur ein- faldlega unun af því að skiptast á skoðunum. Innihald þátt- anna snýst um málefni líðandi stundar. Með það í huga fer Guðjón yfir þau atriði sem hæst ber í f j ö 1 m i ð 1 u m hverju sinni en einnig varpar hann fram spurningum um eitt og annað, til dæmis mun hann halda því fram að komm- únismi hafi aldrei verið til og að maðurinn hafi ekkert eðli. „Ég tala um það sem mér dettur í hug hverju sinni þeg- ar ég renni yfir fyrirsagnir dag- blaðanna. Ef mér líst illa á eitthvað læt ég það flakka og ef mér líst vel á eitthvað læt ég það líka flakka. IV Aslaug Bio allan solar- hringinn Áslaug Snorradóttir er útlitshönnuður. 08:00 Einkaspæjarinn Chesty Morgan. 10:00 Vacas. Spænsk kvik- mynd. 12:00 Stúlkan í eldspýtna- verksmiöjunni eftir leikstjórann Aki Kur- usmaki. 14:00 No end eftir Kies- lowski. 16:00 Tattóveraða konan. Japönsk kvikmynd. 18:00 Átveislan mikla, Swe- et Movie. 20:00 Tetso the Body Hammer. Japönsk kvikmynd. 22:00 Time of the Gypsies. Ungversk kvikmynd. 24:00 Dr. No, James Bond. 02:00 Anita Barber. Þýsk kvikmynd eftir Rosa von Prunheim. 04:00 Gimli Hospital. 06:00 Hvíti víkingurinn. Is- lensk kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.