Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 2
Hetja fyrir tíu árum Hst nú fyrirgefningar 146 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 38 ára gamall var Fuchida þjóShefia handahófi. Kaflinn, sem ég lenti á, var frásögnin í Lúkasar guðspjalli a£ hundraðshöfðingjanum. Mér fannst ég vera að lesa um sjálfan mig. Hundr- aðshöfðinginn sagði við Jesúm, að hann væri hermaður, það var ég einn- ig, og það var l£kt á komið með okk- ur, að við höfðum bæði yfirmenn og undirmenn. Þessi lestur hafði slík áhrif á mig, að ég hélt þegar í stað til New York til þess að láta innritast í félag, sem útbýtir Nýja testamentinu. Og síð-' degis dag nokkurn stóð ég á skrif- stofu í litlum bæ, sem er rétt uían við New York og braut allar brýr að baki mér með einni undirskrift. Eg held, að á þeirri stundu, þegar ég tók töskuna með- hinni heilögu ritningu undir höndina og hóf ferðalag mitt um heiminn til þess að útbýta Nýja testamentinu, hafi ég tekið djörfustu ákvörðun í iífi mínu.“ Þannig er frásögn Fuchida um sjálf- an sig. — Tuttugu árum áður hafði hann verið liðsforingi í sprengjusveit og vottað keisara sínum trú allt til dauðans. Hann stjórnaði sveit sprengjuflugvéla, og einn góðan veð- urdag í september 1941 fékk hann skipun um að mæta til fundar við yf- irmann japanska loftflotans. Þessi skipun var stutt og gagnorð: „Japan þarfnast yðar. Þér eigið að stjórna flughernum, sem á að eyðileggja Pearl Harbor. Notið tímann vel. Æfið flugmenn þá, sem þér þarfnizt og ver- ið reiðubúnir, þegar kallið kemur.“ Um leið og Fuchida baist þessi skipun, fékk vinur hans, Suzuki, sín- Framhald á 165. siðu. Á götunni stendur lítill maður með þunga skjalatösku undir hendinni. Hann ber umbúðamikil gleraugu og hjákátlega, gamla derhúfu, og útlitið léynir því ekki, að hann er Japani. Ósjálf- rátt verður vegfarendum á að brosa, þegar þeir ganga fram hjá honum, og hann endurgeldur bros þeirra, reynir að vinna trún- að þeirra og taka þá tali. Það bregst ekki, að í lok samræðunn- ar dregur hann lítinn pésa úr tösku sinni lotningarfullur á svip og stingur honum að vegfarand- anum um leið og hann kveður. í Þessi pési inniheldur Jóhannesar- i guðspjall, — en hver er þessi litli maður? Nafn hans er Mitsou Fuchida, og hann var kapteinn í flugher hans há- tignar, keisarans í Japan, og foringi flugflotans, sem gjöreyðilagði amer- íska Kyrrahafsflotann í Pearl Harbor í skyndilegri og óvæntri loftárás. Eftir þessa velheppnuðu árás varð hann þjóðhetja og var hafinn upp til skýjanna.------„En atómsprengjan, sem varpað var á Hiroshima, gerði mér Ijóst, hve hræðileg sú styrjöld var, sem ég hafði átt þátt í,“ — segir hann nú — „og ég bið um fyrirgefn- ingu vegna misgjörða minna. Hönd guðs sncrti við mér fáum klukku- tímum eftir að sprengjunni var varp að: Ég var skipaður foringi sérfræð- inga, sem fóru til Hiroshima til þess að kynna sér ástand borgarinnar eftir sprenginguna og upplýsa, hvers eðlis hún var. Vikum saman gengum við um rústir borgarinnar, og urðum vitni að hinum hryllilegu afleiðingum sprengjunnar. Og á hverju kvöldi héldum við heim til þess að skrifa skýrslur okkar um það, sem bar fyrir augu okkar. Samstarfsmenn mínir lét- ust einn af öðrum vegna áhrifa hinn- ar hræðilegu geislunar, sem þeir urðu fyrir. Að lokum voru þeir allir dánir — aðeins ég einn lifði. Dag nokkurn barst mér í hendurn- ar lítil bók, og ég sló upp í henni af Áður varpaSi hann sprengjum á fólk — nú réttir hann því Nýja testamentið.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.