Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 15
Graham Green: Fagnaðarhátíðin Ohalfont pressaði buxurnar sínar og bindið sitt. Síðan iagði hann sam- an strauborðið og setti það frá sér. Ohalfont var hár maður vexti og hélt sér vel. Hann bjó í leigukytru með húsgögnum við Sheperd’s Mark- et, og jafnvel í stuttum nærbuxunum var liann stórglæsilegur og fyrirmann- legur. Hann var orðinn fimmtugur, en leit ekki út fyrir að vera meira en 45 ára. Hann átti ekki grænan túskilding, en fortakslaust átti hann enn þá greið- an aðgang að fína samkvæmislífinu í Mayfair. Hann leit á flibbann kvíðafullur; hann hafði ekki komið út fyrir húss- ins dyr í meira en viku, að þvi undan- skildu, að hann hafði skotizt á bjór- stofuna niðri á horninu tvisvar á dag til þéss að borða samloku með svína- kjöti, á morgnana og kvöldin, og þá var hann alltaf í yfirfrakka og með ó- hreinan flibba. Hann gerði það upp við sig, að þar mundi ekki sþilla fyr- ir, þótt hann notaði hann einu sinni enn; hann var samt ekki á þeirri skoð- un, að maður ætti að spara að senda þvottinn á þvottahús; til þess að vinna sér inn peninga, yrði að eyða peningum, en hins vegar hreinn ó- þarfi að vera eyðslusamur. En af ein- hverri ástæðu var hann ekki trúaði^r á, að hann yrði fengsæll þennan kokk- teiltima. Hann ætlaði nú að bregða sér á kreik til þess að hressa upp á siðferðisþrekið, vegna þess að eftir að hafa ekki komið á veitingahús í viku, hefði verið svo vandalaust að láta allt reka á reiðanum; að halda sér innan dyra heima hjá sér í kytr- unni og skreppa á ölstofuna tvisvar á dag. Þetta var í maí, og skreytingarnar frá fagnaðarhátíðinni héngu úti í hvassviðrinu og nepjunni. Flöggin höfðu óhreinkazt af rigningardemb- um og sóti og blöktu yfir Piccadilly — auðnarleg í súgnum. Þau minntu Ghalfont á skemmtun, sem hann hafði ekki tekið þátt í. Hann hafði ekki blás ið í flautu eða kastað pappírsræmum; hann hafði sannarlega ekki dansað undir neinu orgelspili. Snyrtileg áferð hans bar vitni um góðan smekk, þar sem hann beið með lokaða regnhlíf- ina eftir grænu umferðaljósi; hann hafði tamið sér að bera höndina þann- ig, að eini slitbletturinn á erminni hans kæmi ekki í ljós, og fína, ný- straujaða klúbbhálsbindið hefði get- að verið keypt þá um morguninn. Það var ekki af skorti á föðurlandsást eða þegnskap, að hann hafði haldið sig innan dyra alla hátíðarvikuna. Enginn drakk minni konungs af meiri einlægni en Chalfont — það er að segja ef einhver annar en hann splæsti; en eðlishvöt, sem átti dýpri rætur en tilfinning fyrir formi, hafði varað hann við að vera á ferli. Of margt fólk, sem hann hafði eitt sinn þekkt (eða þannig skýrði hann það), hafði komið í borgina utan af landi; ef til vill langaði það til að líta inn til hans, og maður gat blátt áfram ekki boðið því heim í jafnauma kytru eins og hans. Þetta var skýringin á hlédrægni hans; hins vegar var það ekki skýring- in á því, hvað honum fannst hann fjötraður, meðan hann beið eftir því, að fagnaðarhátíðin liði hjá. Og nú var hann byrjaður á ný á sama, gamla leiknum. Hann kallaði það sjálfur gamla leik inn og strauk mjúklega snyrtilegt, grátt ofursta-yfirskeggið. Gamli leik- urinn. Einhver manneskja stikaði hratt fyrir hornið á Berkeleystræti og hnippti í hann glettnislega og sagði: „Sæll, gamli djöfsi“, og var horfin, en skildi eftir minningu um mörg gáskafull olnbogaskot í gamla daga á skemmtistöðunum, Merdý og The Boob-klúbbnum. Hann gat nefni- lega ekki leynt þeirri augljósu stað- reynd, að hann gerði hosur sínar grænar fyrir konum. Hann kærði sig ekki um að leyna því, og þess vegna virtist — jafnvel honum sjálfum — vera riddaramennska og léttleiki yfir öllu lífsstarfi hans. Þetta leyndi þeirri staðreynd, að konurnar vorú ekki eins ungar og á var kosið, það leyndi líka því, að það voru konurnar (Guð blessi þær fyrir það), sem borguðu fyrir brúsann. Þetta leyndi þeirri stað reynd, að nú var orðið mjög langt síð- an hann þekkti til á Merdý og The Boob. Meðal kunningja hans var fjöld inn allur af konum, en varla nokkur karlmaður. Enginn hafði meiri hæfi- leika en hann af langri gruggugri reynslu að segja sögur af því, sem gerist í fínum reyksölum, en fínn reyksalur, þar sem Chalfont var vel- kominn, fyrirfannst ekki nú á dögum. Ohalfont gekk yfir götuna. Þetta var ekki þægilegt líf, það tæmdi hann af taugaorku og likamsþrekí. Hann þurfti mjög mörg sjerríglös til að geta haldið þessu áfram. Sjálfur varð hann alltaf að borga fyrsta sjerríglas- ið. Það borgaði hann af þeim þrjátíu pundum, sem hann hafði ætlað sem útgjöld fyrir tekjuskatti. Hann stakk sér inn um aðaldyrnar, leit hvorki til hægri né vinstri, því að ekki hefði GRAHAM GREEN. verið vel gott, að dyravörðurinn héldi, að hann væri að táldraga einhverja dömuna, sem bifuðust þyngslalega eins og selir í fljótandi fiskisafnsbirtu anddyrisins. En sætið, þar sem hann sat venjulega, var upptekið. Hann sneri sér frá til að leita að öðrum stól, þar sem hann gat sýnt sig í svona hófi: forláta klúbbbindið, dökkbrúnan hörundslitinn, þetta gráa fyrirmannlega hár, spengilegan, glæsi legan líkamsvöxtinn, svip uppgjafa- landsstjóra frá nýlendunum. Hann virti fyrir sér með leynd konuna, sem sat í stólnum hans: Hann hélt, að hann hefði séð hana einhvers staðar, minkapelsinn, of þéttholda líkamann, dýran klæðnaðinn. Hún kom kunn- uglega fyrir sjónir, en andlitið var hversdagslegt og venjulegt eins og manneskju, sem maður mætir á hverj um degi á sama stað. Hún var almúga- leg, hún var glaðvær og eflaust rík. iHann gat ómögulega munað, hvar hann hafði séð hana. Hún mætti augnaráði Chalfonts og blikkaði hann. Hann roðnaði, varð skelfdur. Ekkert þessu líkt hafði nokkru sinni komið fyrir hann. Dyra- vörðurinn gaf þessu gætur, og Chalf- ont skynjaði hneyksli á næstu grös- um, sem svipti hann þessum veitinga- stað, þar sem hann var öllum hnútum kunnugur, þessu síðasta veiðisvæði hans, vísaði honum kannske úr May- fair fyrir fullt og allt niður í ein- hvern ömurlegan stað í Paddington, þar sem hann gat ekki beitt hinum minnstu tilburðum í riddaramennsku. — Ber ég þetta svona á mér, hugsaði hann, ber ég þetta svona á mér. Hann flýtfi sér yfir til hennar, áður en hún gat komið því við að blikka aftur. „Fyrirgefðu", sagði hann, „þú hlýt- ur að muna eftir mér. En hvað það er langt síðan . . . “. „Mér finnst ég kannast við andlit- ið, góði“, sagði hún, „fáðu þér kokk- teil“. „A, ja“, sagði Chalfont, „ég hefði kannske ekki á móti einum sjerrí, frú T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 159

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.