Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 9
veifið. Þessi mun hafa verið venja Weyvadtsfólksins. Níels Emil mun lítið hafa verið heima á'Djúpavogi þetta sumar, því að honum hafði verið falið að gegna sýslumannsembætti í Suður-Múlasýslu um stundarsakir, þar eð Olivaríus var hoi'finn af landi brott og setztur í embætti á Borgundarhólmi. Um réttaleytið var Friðrika enn á Teigarhorni, ásamt tveimur systkinum sínum, Henriettu, níu ára, og Henkel, átta ára. Sunnudaginn 22. september ætluðu þau að láta sumardvölinni lokið. Riðu Weyvadtshjónin þá inn að Teigarhorni með lausa hesta handa þeim. Bátur var einnig sendur inn eftir úr kaupstaðnum, og átti að flytja heim á honum ýmislegt það, sem notað hafði verið á Teigarhorni um sumarið, en eigi þótti þar þörf á að vetrinum. Á bátnum var margt fólk. Þar var fyrirliði sýslumaðurinn ungi, Níels Emil Weyvadt, sem nú var raunar ferðbúinn til Reykjavíkur, þar sem hann ætlaði að gerast fulltrúi Árna Thorsteinssonar landfógeta. I för með honum voru bróðir hans, Jó- hann Pétur, fimmtán ára, ungur und- irkaupmaður á Djúpavogi, Albert Meilby, ættaður frá Vopnafirði, tveir danskir beykjar úr kaupstaðnum, Lihnert og Frederiksen, þrettán ára gömul stúlka, Jakobína Jakobsdóttir, barn vinnuhjúa þeirra Weyvadts- hjóna, og ellefu ára gamall piltur, Jón Jónsson, bóndason frá Borgargarði. Þetta hefur bersýnilega verið skemmtiför öðrum þræði, enda glatt á hjalla í bátnum. Nú var staldrað við um hrið við Skútur í ís á höfninni í Djúpavogi fyrir rúmum áttatiu árum. góða skemmtun inni á Teigarhorni, og ekki var hugsað til heimferðar, fyrr en komið var nærri sólsetri. Leið- in var stutt, bæði á sjó og landi, svo að eklcert lá á. Þegar til kom, kusu Friðrika, sem annars hafði ama á sjó- ferðum, og börnin, sem hjá henni höfðu verið á Teigarhorni, fremur að fara heim í hinum glaða hóp á bátn- um en með foreldrum sínum. Faðir þeirra hafði ætlazt til annars, en lét þetta eftir, þótt fr'am kæmi, að hon- um var það á móti skapi. Aðeins ein dóttirin, Andrea, kaus að verða for- eldrum sínum samferða heim, en ekki er vitað, hvort hún hafði far- ið landveg eða sjóveg inn að Teigar- horni um daginn eða jafnvel verið þar hjá Friðriku og hinum systkinunurr. Nokkuð af grjóti var til kjalfestu í bátnum, og talsvert af farangri var borið í hann. En þótt tíu manns værr á honum og einn hundur að auki, virðist ekki hafa verið álitið, að hann væri hlaðinn um of. Þetta var allstór bátur og talinn stöðugur, sjór kyrr og aðeins hæg gola af norðri. Þegar fólkið hafði ýtt bátnum frá, var sett upp segl, því að byr var heim í kaupstaðinn, og siglt út með land- inu. Weyvadtshjónin stigu aftur á móti á bak hestum sínum og riðu sem leið lá út með sjónum. Bar bátinn fljótt hjá, og sá Weyvadt þá, að Fred- eriksen beykir sat við stjórn. Honum gazt miðlungi vel að því, þar eð það Lovísa Weyvadt Konráðína Weyvadt Andrea Weyvadt T t M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 153

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.