Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 17
Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstöðum:
Eýjolfur snikkarí Is-
feld og niðjar hans
Eyjólfur hét maður, fæddur um
1760 á Kollabæ í Fljótshlíð. Foreldr-
ar hans voru Ásmundur Eyjólfsson
og fyrri kona hans, Þorbjörg Snorra-
dóttir.
Eyjólfur Ásmundsson ólst upp á
Brúsastöðum í Þingvallasveit. Ungur
sigldi hann til kóngsins Kaupmanna-
hafnar. Nam þar trésmíðL Þótti
mannast vel í hinu framandi landi
og taka á sig heimsborgaralega
háttu.
Þegar hann hafði lokið námí, leit-
aði hann út til íslands. Þar biðu ým-
iss konar viðfangsefni, og þessi efni-
legi iðnaðarmaður varð víða þekktur.
— Á námsárunum tók hann upip
ættarnafn — kallaði sig ísfeld.
Hann dvaldist um hríð á Austur-
landi; á Seyðisfirði. Kemst þar í
kynni við unga stúlku, sem Herdís
hét og var Einarsdóttir — enda
mannlegt meyjunum að unna.
Frá Seyðisfirði lenti Eyjólfur norð-
ur á Húsavík. Sagan segir, að þar
hafi hann þegar orðið þátttakandi í
nýju ástarævintýri, eigi hallað sér
lengur að smalastúlku, heidur emb-
æftismannsdóttur. Var talig jafn-
ræði.
En seyðfirzka vinkonan lieggur upp
úr heimahögunum til fundar við Eyj-
ólf. Hafði hún í pússi sínum jarteikn
nokkurt, sem hún taldi, að hann
hefði lagt drög til
Ferðalag^ð að austan var langt og
þreytandi, sitjandi á þófablaði, reið-
andi hvítvoðung í fanginu. Það hefur
þurft töggur til að leggja út í slíka
tvísýnu. Dugnaður og einbeitni fela
stundum í sér þau laun, að koma,
sjá og sigra.
Eyjólfur ísfeld gerði för smala-
stúlkunnar góða, viðurkenndi sín seyð
firzku sjafnarmál — og kvæntist
henni. Dóttirin, sem hún færði hon-
um, var vatni ausin og nefnd —
Anna Matthildur.
— Eyjólfur var um árabil búsett-
ur á Húsavík, hafði fasta atvinnu
við vinnslu brennisteins úr Reykja-
hlíðarnámum við Mývatn. Hann mun
hafa kynnt sér púðurgerð erlendis og
því valizt til þessara starfa. f borg-
aralegu lífi á Húsavik var hann titl-
aður „brennisteins'-forstander“ og
hefur vafalaust þótt eiga nokkuð und-
lr sér.
Frá Húsavík fluttist Eyjólíur ís-
feld að Syðra-Fjalli í Aðaldal, hafði
ýmis járn í eldi, athafnasamur og sí-
vinnandi. Svo kvað Gí,sli bóndi i
Skörðum:
„ísfeld veiðir og hetm reiðir
eins og beiðir þörfin frek.
Herdís eyðir, skörp á skeiði
skjótar en seyðir eldur sprek.“ '
Árið 1816 eru þau hjónin búandi
á Syðra-Fjalli. Þhu eiga þá fimm
börn, elzta dóttirin 23 ára. Á næsta
ári fór Eyjólfur að Stóra-Eyrarlandi
í Eyjafirði.
Þaðan réðst hann austur á Fljóts-
dalshérað fimm árum síðar, sezt að í
Hallberuhúsum á Ketilsstöðum. Hafði
hann þá unnið við smíði brúarinnar
á Jökulsá á Dal. Staðnæmdist austan
lands, stundaði húsasmíði, byggir bæi
og kirkjur.
Eyjólfs snikkara ísfelds er víða
getig í sögnum og þjóðsögum. Hann ■
bjó yfir miklum dulrænum hæfileik-
um og fágætri fjarskyggni. Forspár
hans voru hinar merkustu.
Endalok hans urðu þau, að hann
kafnaði í reyk í bænuim í Þingmúla
i Skriðdal 23. dag júlímánaðar 1832.
Hermann bóndi i Firði kvag um
Eyjólf látinn:
„Ektavíf kætti’ ‘ann
þótt erfiði sætti’ ’ann
af öllum lífs grunni.
Bækurnar las hann
og brennivínsglas hann
bar sér að munni.“
★
í íslenzkum æviskrám eftir Pál
Eggert Ólason og í Ættum Austfirð-
inga eftir séra Einar Jónsson á Hofi
i Vopnafirði, er gerg grein fyrir ætt
og ævi Eyjólfs ísfelds. Sagt frá börn-
u.m þeirra Herdísar, svo sem lífs-
sögur þeirra virðast hafa ráðizt.
Þarna er þó algerlega ófyllt eyða.
Það er ekkert ritað um Önnu Matt-
hildi, elztu dótturina, sem fæddist á
Hánefsstöðum í Seyðisfirði og móð-
irin flutti reifabarn norður á Húsa-
vík til að leita réttar síns í bamsfað-
ernismálinu.
í manntalinu 1816 er Anna Matt-
hildur á Syðra-Fjalli hjá foreldrum
sínum. Síðan ekki sögu meir.
Hverfur hún sporlaust?
Hér verður reynt ag draga fram
svör við þeirri spurningu. Það eru
Sigurjón Jónsson frá Porgeirsstöðum
sundurlausir þættu biáþræðir og
hnökrar, fýlia þó skarð í vör og
sanna, ag Önnu Matthildar ber að
geta, þegar ættir eru raktar frá Eyj-
ólfi snikkara ísfeld
★
Ánð 1817, nánar tiltekið, 27 dag
marzmánaðar, fæðist telpuhnokki á
Syðra-Fjalli í Aðaldal Foreldrar
voru ógift vinnuhjú á nefndum bæ:
Guðmundur Jónsson og Anna Matt-
hildur Eyjólfsdóttir
Þau voru jafnaldrar og höfðu eigi
gerzt áður brotleg við. lagakróka
sifjamála.
Hinum nýja þjóðfélagsborgara var
valið nafn, sem bar keim úr því keri,
að ætía mátti að danskættaðir verzl-
unarþjónar væru að færa barnig til
skírnar þarna undir fjöllunum í
Þingeyjarþingi.
Telpan var nefnd — Anna María.
Ekkert varð af hjúskap milli for-
eldra hennar. Þau hurfu sitt í hvora
áttina á næsta ári.
Guðmundur fór út í Saltvík á Tjör-
nesi. Anna Matthildur inn til Eyja-
fjarðar — Anna María til afa síns og
ömmu á Stóra-Eyrarlandi.
★
Vorið 1824 höfðu tveir prestar á
Suðausturlandi brauðaskipti Það
voru þeir séra Bergur Magnússon á
Stafafelli í Lóni og séra Sveinn Pét-
ursson á Hofi í Álftafirði.
Séra Sveinn mun hafa sótzt eftir
að komast úr sókn sinni, vafinn í
kvennamál, sem varla voru tii að
guma af, kominn í svo krappan
dans, að eiginkonan fylgdi ekki sín-
um geistlega herra suður í Lón.
Setti hún bú á Múla í Álftafirði og
bjó þar um tveggja ára skeið ásamt
Árna syni sínum — fluttist þá í
Stafafell, en sambúð þeirra prests-
hjónanna lauk brátt í skilnaði
Þegar séra Sveinn hóf búskap á
Stafafelli rég hann til sín hjú Þar
á meðal voru hjón, þrítug að aldri.
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAi)
161