Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 12
Umhverfið er þröngt og her- bergið er þröngt, en það þvingar ekki, er hlýlegt og verkar róandi. Og tíminn í þessu herbergi líður hægt og nemur stundum staðar meðan einn af brúnu bögglunum, sem hvíla hver ofan á öðrum í skápnum á veggnum, er opnaður, og gömul bók með gamalt ryk og mannaþef á síðuslitrunum lítur dagsins ljós. Þetta er vinnustofa tveggja systra, sem heita Unnur og Bentína og eru dætur Stefáns Eiríkssonar mynd- skera, sem bjó og hafði vinnu- og teiknistofu á þessum stað. Til hans í þetta hús lágu fyrstu spor margra fremstu listamanna þjóðarinnar, Rík- arðs Jónssonar, Gunnlaugs Blöndals, Kjarvals ... Þeir hafa skilið eftir skuggann sinn í herberginu og eitt- hvað annað í andrúmsloftinu, sem ekki verður skilið, heldur aðeins fund- ið. Og svo eru það bækurnar með sín gömlu blöð og gömlu orð ... Það eru tíu ár síðan systurnar byrj- uðu með sína eigin vinnustofu, áður voru þær búnar að vinna við bókband hjá sama fyrirtæki í yfir tuttugu ár. Þegar þær hófu bókband á eigin spýt- ur, tók Unnur einnig að fást við við- gerð'ir á gömlum bókum og hefur ver- ið við þær aðallega síðan, en Bentína við bókbandið. Stundum eru blöð Húsið er stórt timburhús á Grjótagötunni, en dyrnar á kjall- aranum lágar og gerðar fyrir þá gömlu og góðu íslendinga, sem fannst það sjálfsagt að beygja sig, þegar þeir gengu um dyr. — Nú smíðar enginn svona lágar dyr, þær hafa horfið með árun- um og þeim, sem smíðuðu þær. [nnan við þessar dyr eru aðrar lágar dyr, sem opnast inn í lítið herbergi, sem lykst um mann eins og lófi. Það horfir með tveim Þarna er staflinn — allt gamlar bækur, sem systurnar eru að binda inn. Þessi bókastafli er morg þúsund krónur að verðmæti. Þorláksbiblia. — Þannig lítur hún út, áður en hún var lagfærð. FÁ BÓT MEINA SINNA CAMLAR BÆKUR gluggum út á götuna, annar þeirra greinir umferðina á Aðal- strætinu, en hinn sér ekkert nema vegginn á næsta húsi. — 15ó T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.