Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 8
Teigarhorn vlð Berufjörð. Þetta er að stofni til húsið, sem Weyvadt lét reisa.
Fljótt rak þó að því, að Weyvadt
yrði ekki einn um hituna á Djúpavogi.
Danskur sjóliðsforingi, 0. C. Hammer,
er hafði verið á herskipum hér við
iand, stofnaði útgerðarfélag, sem bæði
skyldi hafa með höndum fiskveiðar
og hvalveiðar austan lands. Þegar
fram liðu stundir, hvaif hann þó að
mestu leyti að hákarlaveiðum, og lét
hann gera út nokkrar hákarlaskútur
frá Djúpavogi. Þar kom hann einnig
á fót dálítilli verzlun við hlið hinnar
gömlu dönsku selstöðuverzlunar Ör-
ums & Wulffs, sem Weyvadt stýrði.
Að sjálfsögðu hefur myndazt sam-
keppni á milli verzlananna um hylli
viðskiptavinanna, en þó verður ekki
annað séð en sú samkeppni hafi verið
háð án verulegrar beiskju, sem þó
var ekki fátíð, þegar ný verzlun reis
á legg, þar sem gamalgróinn kaup-
maður hafði áður verið einráður.
Starfsfólk verzlunar Hammers var í
góðum metum á heimili Weyvadts og
naut þar gestrisni og góðvildar.
Lausakaupmenn lögðu leið sína til
Djúpavogs á stundum, og á efri árum
Weyvadts hófst verzlun á Papaósi, er
svipti hann að mestu eða öllu við-
skiptum við bændur sunnan Lónsheið
ar.
En gamla selstöðuverzlunin á
l’júpavogi stóð traustari fótum en
svo, að þetta knésetti hana. Þegar
Hammer sjóliðsforingi gafst upp á
i ákarlaveiðunum, keypti verzlun Ör-
ums & Wulffs skipin og hélt útgerð-
inni áfram.
IV.
Nú skulum við staldra við í ársbyrj-
un 1872. Weyvadt var þá kominn hátt
á sextugsaldur og hafði setið í bezta
gengi á Djúpavogi í ríf þrjátíu ár.
Soffía, kona hans, var orðin hálf-
fimmtug, og hafði alið bónda sínum
að minnsta kosti fjórtán börn. Tíu
voru á lífi. Tvær systur, báðar um tví-
tugt, voru við nám í Danmörku, Nikó-
lína, sem var að læra ljósmyndatöku,
og Súsanna, er var að læra ostagerð.
Átta börn þeirra hjóna voru heima,
Friðrika, sem komin var á þrítugs-
aldur, Konráðína og Jóhann Pétur
milli. fermingar og tvítugs, Andrea,
Lovisa, Henríetta Amalía og Henkel
Karl Valdimar á milli sjö ára aldurs
og fermingar, og Jón Kjartan, sem
var langyngstur, aðeins á öðru ári.
Sonurinn, sem Weyvadt eignaðist
forðum með ráðskonu sinni, Níels
Emil, hafði stundað háskólanám
Nikólína Weyvadt
í Kaupmannahöfn og lokið þar lög-
fræðiprófi. Hafði hann stundum á
þessu skeiði komið til íslands, og að
minnsta kosti dvalizt einn vetur á
Djúpavogi. Það mun hafa þótt sögu-
legt í hinum litla kaupstað og byggð-
arlögunum í grennd við hann, að Níels
Emil hafði tekið þátt í stríði Dana við
Þjóðverja 1864, og í kaupmannshús-
inu á Djúpavogi var til mynd af hon-
um i herklæðum. Loks kom hann al-
kominn heim sumarið 1870, og hafði
síðan dvalizt til skiptis á Djúpavogi
og Eskifirði, þar sem hann var í við-
lögum skrifari sýslumannsins, Valdi-
mars Kristjáns Olivaríusar.
Vafalaust hefur oft verið glatt á
hjalla í kaupmannshúsinu í stórum
systkinahópi.
Þennan vetur bar þó skugga yfir
heimilið. Kíghósti hafði borizt til
Austurlands og gerði þar nokkurn
usla. Hann kom á hið barnmarga
heimili Weyvadtshjónanna, og varð
yngsta barninu, Jóni litla Kjartani, að
aldurtila.
Nú fór í hönd eitt hið blíðasta og
fegursta sumar aldarinnar. Hafís, sem
komið hafði að Norðurlandi á útmán-
uðum, varð aldrei landfastur, og hann
lónaði frá aftur, þegar kom fram á
vorið. Frá fardögum til hausts var ó-
slitin öndvegistíð um allt land.
Á slíku sumri hefur Weyvadt haft
ánægju af búskapnum í Teigarhomi.
Elzta dóttir hans, Friðrika, mikil efn-
isstúlka, var þar til umsjónar þetta
sumar, og sum yngri barnanna voiu
þar einnig, að minnsta kosti annað
Súsanna Weyvadt
152
TÍMINN
SUNNUDAGSBLAÐ