Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 20
María, f. 7 júní 1874 á Orms- • stöðum Gunnhildur t 30. marz 1876 á _ Sveinsstöðum. Árni Þorleifur, f. 15. sept. 1878 i Naustahvammi (dó 3ja viknaj Sveinbjörg Sesselja, f. 20. des. 1879 Jón, f. 6. júlí 1881. Guðrún Þorleifsdóttir bjó áfram eftir lát Jóns bónda síns. En tvær dætur hennar voru teknar í fóstur, Júlíana ag Barðsnesi, Gunnhildur að Sveinsstöðum. Lífið spinnur þræði í mannleg ör- lög. Stundum minnir það á prjóna- konu, sem sækir verk sitt í flausturs- legri kappgirni og gloprar niður sum- um lykkjunum. Hinn 4. dag októbermánaðar 1884 ól ekkjan í Naustahvammi dóttur, sem skírð var Sigurlaug; kennir hana kvæntum manni, er Sigfinnur hét. -Veturinn, sem í hönd fór, var ó- venjulega snjóþungt á Austurlandi. Síðari hluta janúarmánaðar fór að hlaða niður fönn, snjóaði í heilan mánuð meira og minna daglega. Hengjurnar slúttu í bröttum fjalls- hlíðum. Glórulaust kafald jók jafnt og þétt á þunga þeirra og uggvæn- leik. Þær voru eins og rándýr, sem liggja í launsátri, reisa upp krypp- una í vígamóð og búa si.g undir að stökkva Aðfaranótt 26. febr. féll snjóflóð á Naustahvamm, tók tvö býli, braut bæjarhús og úthýsi, tortímdi manns- lífum og spillti eignum bláfátækra fjölskyldna. Björgunarstarf var þegar hafið frá næstu bæjum. Undir morgun hafði tekizt að bjarea úr fanndyngjunni öll um á öðru býlinu. Á hinum bænum fundust tvö stúlkubörn lifandi — þrír biðu bana. Manntjónið varð á bæ Guðrúnar Þorleifsdóttur. Þau, sem fórust, voru: Sesselja Sveinsdóttir, ekkja, 57 ára. Jón Jónsson, á 4. ári. Sigurlaug Sigfinnsdóttir, 5 mán- aða gömul. Guðrún húsfreyja var ekki heima þessa örlaganótt, hafði brugðið sér út að Barðsnesi, fundaferð. Þuhg hafa sporin orðið að rústum bæjarins. ★ Þetta, sem hér er rakið, er sund- urlaus samtíningur, borinn fram til að vekja athygli á sögu Önnu Matt- hildar, elztu dóttur Eyjólfs snikkara fsfelds. Munnmælin segja, að hún hafi ver- ið flutt reifastrangi frá Hánefsstöð- um í Seyðisfirði, norður á Húsavík. Sú frásögn er gædd ævintýrablæ og varla um allt trúverðug. Anna Matthildur endaði ævina á jólunum 1828 í hjálei.gukoti austur í Lóni — liggur í löngu gleymdu leiði í kirkjugarðinum á Stafafelli. Það yrði vel þegið, ef einhverjir, sem búa yfir vitneskju um það fólk, sem hér er getið, létu i té fróðleik, er verða mætti til að skýra heildar- myndina um Önnu Matthildi, Guð- mund Jónsson barnsföður hennar. Framhald af 155. siðu. ið yfir hana á ís á þessu hausti, og hefur það aldrei komið fyrir, svo að munað sé. Ósinn breytist alltaf mikið á hverj- úm vetri. Þarna er eintómur sandur og ber mikið af honum fram í ósinn að austan, og man ég það eitt vor, að hann var svo grunnur, að hestur losn aði ekki. Þegar svo áin vex á vorin, rífur hún þetta fram og myndast þá hár sandbakki að austan, sem alltaf fellur fram í ána, en áin ber fram og lengist því alltaf sandrifið að austan, svo að stóran mun sér síðan um alda- mót. Það mun hafa verið haustið 1907, að verið var að ferja nokkra menn, er komu í myrkri úr lcaupstað, og var búið að flytja eina ferð yfir. Þeir, sem þá biðu á austurbakkanum, verða varir við, að það kemur hvítt dýr yfir sandhornið, og stefnir til þeirra, og finnst þeim hringla í því. Verða þeir hálf hræddir, en faðir minn, sem var einn þeirra, hvetur til að taka barefli og verja sig, en þá var dýrið lcomið svo nærri, að það jarmar. Þetta var þá fullorðinn hrútur, sem keyptur var um daginn úr sláturfé og átti að vera heima á Gunnarsstaðatúni. En hann var sýlaður úr ánni og í því hringlaði. Þetta hefði einhvern tíma getað orð- ið skrímslissaga. Silungsveiði í Hafralónsá var lengi talin til hlunninda hér á Gunnars- stöðum og var veiði alltaf stunduð í ósnum, þangað til laxveiðilöggjöf bannaði þannig ádrátt. Þannig var dregið fyrir, að stórt net var lagt þvert út í ána, og við framendann var báturinn á löngum streng, sem róið var í land nokkru neðar, og síðan báðir endar dregnir samtímis í land og var þá veiðin lokuð inni í miðju neti þar sem pokinn var breiðastur. Mörg ferðin var farin án þess að sjá silung og oft var það lítið, og sum vor veiddist alls ekki neitt. En gam- an var að veiða vel og man ég sér- staklega eftir tveimur góðum veiði- ferðum. Annað skiptið komu 240 sil- ungar í einum drætti og var það alveg fullur kerrukassi. Hitt skiptið komu 140 og var það þó eins mikið að fyr- irferð, enda var það mest tveggja punda sjóreyður, sem þótt liefur sæl- gætismatur vel reyktur. Aðeins einu sem fer frá Syðra-Fjalli út í Saltvfk, Önnu Mariu Guðmundsdóttur, og Jón snikkara Grímsson frá Efstalands- koti. Lokaspurningin verður: Eru niðjar komnir frá dætrum Jóns bónda Sigfússonar í Nausta- hvammi í Norðfirði? sinni man ég eftir, að við fengum lax í svona drætti. Talsvert af laxi er og hefur alltaf verið í ánni, og þegar Hávarðsstaðir voru byggðir, var þar dálítið veitt í net og síðar farnar þangað veiðiferð- ir. Eg man eftir því, að úr einni þann ig veiðiferð komum við tveir með 22 stóra laxa. Kópar gengu stundum inn í ósinn, og voru þá veiddir í net, en ósköp var það lítið. Mest man ég eft- ir sex kópum yfir haustið. Augun í þessum litlu vesalingum voru of fal- leg til þess, að það væri sársaukalaust að rota þá í nótinni. Ekki hef ég áreiðanlegar sagnir af, að farizt hafi í ánni eftir síðustu öld miðja og þangað til hún var brú uð, nema tveir menn. Annar, Magnús Guðbrandsson, ungur piltur frá Syðri Brekkum, renndi á skautum í vök í ánni. Faðir hans lagði skautana í kist una hjá honum. Hinn maðurinn var Frímann Jóhannsson frá Holtastöðum í Langadal. Hann var á ferð með sýslumanni með marga hesta og ætl- uðu þeir að hlaupa í ósinn. Hann reið fyrir þá, en fór þá svo tæpt á mar- bakkann, að hann sprakk fram í ós- inn, en maðurinn drukknaði. í Sval- barðskirkju er kvæði um þennan pilt eftir Bólu-Hjálmar, skrifað af honum sjálfum, og ramminn einnig eftir hann. Árið 1930 var Hafralónsá brúuð, en síðan hef ég iítið þurft við hana að skipta. Hún fer nú með friði, líkust siðsamri og kurteisri heimasætu. Minningar Ijósmóður - Framhald af 147. siðu. varð mér þetta áminning um það, hvað örfá þakkarorð eða hlýlegt handtak getur verið margfalt meira virði — og betur viðeigandi — en peningar. Skal ég þó fúslega játa, að í þessu tilfelli átti ég eng- ar þakkir skilið, því að ég gerði aðeins skyldu mína. í þá daga að minnsta kosti lærðu Ijósmæður ekki launanna vegna — þau voru' ekki svo merkileg. En það mættum við öll muna, mann- anna börn, að lilýhugur og hjálp- semi fleytir okkur lengra á lífs- ins brautum, heldur en liin gjald- genga mynt. HAFRALÓNSÁ í ÞISTILFIRÐI - 164 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.