Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 14
Ný félagsrit, gefin út — Þarf ekki mikið nostur og þolinr mæði við viðgerðirnar? — Jú, það þarf mikla þolinmæði og verður að fara varlega með bækurnar. Sum blöðin eru svo fúin og rifin, að þau þola ekki að verða fyrir neinu hnjaski. — Sjáðu til dæmis þessa. Þetta er Þorláksbiblía. Hún er mjög gömul og það verður mikil vinna við að gera við hana. Hún tekur biblíuna varlega fram, flettir blöðum hennar mjúklega. Fremstp og öftustu blöðin eru í slitr- um og manni virðist það ganga krafta- verki næst, au unnt sé að gera við þau. — Þær eru alltaf verstar fremst og aftast, en beztar í miðjunni. Það hafa verið notuð sendibréf í saurblöðin. Það er algengt, og stundum getur maður rekizt á merkileg bréf þannig. — Hvernig ferðu að skeyta við pappírinp, svo að það sjáist ekki? Hún fer undan í flæmingi, og við finnum, að við erum enn að hnýsast í hernaðarleyndarmál. — Á borðinu liggur titilblað úr Landnámu, sem var prentuð í Skálholti á því herrans ári 1688 (Hversu margir skyldu þeir vera, sem hafa lesið trú sína af blöð'- um hennar, áður en hún varð safn- gripur og augnayndi eitt?). Bæði efri hornin á titilblaðinu og annað það neðra voru rifin af, þegar þær systur tóku við henni, en nú er titilblaðið heilt og verða vart missmíð greind á því, nema með því að þreifa á síð- unni. Unnur hefur bæði orðið að teikna við mynstrið og „skálda“ inn f textann, Og þó að síðan sé límd saman, er hún svo sterk, að hún þolir vel að verða fyrir smáhnjaski. — Það er góður pappír í þessari bók, segir Unnur. — Pappírinn var mjög góð'ur á þessum tímum — auð- vitað allur handunninn — en þegar kemur að Vísnabókinni, verður hann lélegri. Vísnabókin er oft illa fúin, en það bjargar, að stundum.fáum við send tvö eintök, sem bæði eru hálf- gerðir ræflar, og getum þá gert úr á árunum 1841—1873. þeim eina bók með því að nota það bezta úr báðum. — Er ekki oft erfitt að fá slitrin til þess að hanga saman? — Jú, stundum þarf ég að' setja næfurþunnt gagnsætt silki sitt hvoru megin á blaðið, til þess að það tolli saman. — Einu sinni gerði ég við ein- tak af Matjurtabókinni eftir Eggert Ölafsson, sem hafði verið klipið út úr, svo að það vantaði í allar síðurnar. Það var mjög mikið verk að gera við þá bók og kostaði mikið. En þó að það sé dýrt að gera við sumar þessar gömlu bækur, getur það samt borgað sig, því að þær eru svo verðmætar, margar hverjar. — Hvað tekur langan tima að gera við svona blað eins og titilblað Land- námu? — Það er ómögulegt að segja til um það. Það þarf að fara mörgum sinn- um í sama blaðið, leyfa því að þorna á milli og margskafa það upp og teikna á það. Og þegar búið er að því, verður að gefa því gamlan blæ, svo að það sjáist ekki litarmunur á því, sem hefur verið fellt inn í, og blaðinu sjálfu. — En hvað gerirðu, ef vantar alveg inn í? Framhald á 165. sí8u. Myndin sýnir titilblað Landnámu, sem prcntuð var í Skálholti 1688, eftir að Unnur hefur farið höndum um það. — Þegar hún tók við þvi, var það í slitrum á spássí- unum og rifið út úr hornunum. (Ljósmyndir: R.E.). 158 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.