Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 18
sem kurnu frá Búlandsnesi í Háls- þinghá. Þeirra er að vísu aldrei getið í kirkjubókum Háls í Hamarsfirði, sjálfsagt haft stutta dvöl á Búlands- nesi, komin um langan veg til Aust- urlands. Maðurinn hét Jón Grímsson, titl- aður snikkari, sennilega si'gldur mað- ur og forffamaður Hann var Ey- firðingur, fæddu.r á Skógum í Vaðla- þin.gi Foreldrar hans voru hjónin Grímur Ólafsson og Þóra Magnús- dóttir, Hann sleit barnsskónum í Efstalandskoti, ólst þar upp í hópi systkina. upofræddur í sínum kristin- dó'tni af skáldinu á Bægisá. Kona Jóns snikkara Grímssonar var — Anna Matthildur ísfeld Þeim fvlgdi suður í Lón lítil stúlka. sjö ára gömu.l Hún hét Anna María og var Guðmundsdóttir — Anna Matthildur tók við hús- stjórn á Stafafelli. Horfði svo fram um hríð og fara engar .sögur af heim- ilisháttum á prestssetrinu. Þau hjón- in fá bezta vitnisburð hjá sáhtsorg aranum. sögð vel að sér. hann siðað ur maður, hún ráðvönd. Eftir árið lauk ráðskonuhlutverki Önnu Matthildar Þau hjón fengu einhverjar grasnytjar til afnota og búa á II býli á Stafafelli. Enda verið nægilegt olnbogarými á jörðinni. Bú rekstur séra Sveins mun hafa verið smáfelld.ari heldur en gjörðist hjá fyrirrennara hans á staðnum, sem rak þar stórbú og hafði fjölda vinnm hjúa. Þau Jón snikkari og Anna Matthild ur flytjast búferlum á næsta ári út í Byggðarholt, hjáleigu frá Stafa- felli, taka sig upp þaðan, fara í Stafa- fell á ný. Jón reisir þeiim bæ þar í túninu, kallar Garðakot. En hér er til fárra nátta tjaldað. Anna Matthildur mun hafa átt við vamheilsu að stríða. Þegar yfir lýkur, er hún í blóma aldurs, tæplega hálf- fertug. Hún andaðist í Garðaikoti á annan dag jóla 1828. Þeim hjónum varð eigi barna auðið. Skörnmu seinna var uppskrift og virðing gerð í dánarbúinu. Bústofn- inn er lítill, kemur engan veginn á óvart, þó að hjáleigubóndi ætti að- eins eina kú og nauðafáar hjölur — og híbýli og búslóð væri um flest fruimbýlingsle’g. Lifandi peningur samkvæmt reg- istrasíóninni: 1 kýr 9 vetra 14 rd. 1 kvíga kelfd 8 — 4 ær hver á 2 rd. 1 mark 8 — 4 mörk 10 lömb hvert á 2 mk 3 — 2 — 1 hestur 9 vetra 13 — 1 do. 20 v. tannlaus 3 — 1 trippi tvævett 3 — Baðstofan í Garðakoti var í 3ur stafngólfuim, á henni var einn gler- gluggi með 4 rúðum; hurð fyrir bað- stofunni með dyrastöfum. Þetta mannvirki var virt á 7 rd. eða hálft kýrverð. Búr, hurð fyrir þvi, með skrá og dyrastöfum virt á 1 rd. og 2 mörk. Eldhúsið var með hurð og bæjardyr með tveim hurðum; þil fyrir framan. Snikkarinn á nokkuð af smíðatól- um ýmiss konar; lágu þar veruleg verð mæti. Alls nema eignir búsins 140 rd. Þar frá dragast skuldir, svo sem morgungjöf á giftingardegi, henni heldur ekkjumaðurinn ,en það er kýr og hestur, samtals 27 rd. Fjórir rd. ganga til tveggja stúlkna, sem hafa annazt húsmóðurina í banaleg- unni. Hrein eign var 80 rd. 48 skiid- ingar, skiptist jafnt milli ekkju- mannsins og lífserfingjans Önnu Maríu Guðmundsdóttur. Hún var þá á 12. ári, þegar móðir hennar lézt. ★ Jón snikkari Grímsson kvænti.st í annað sinn. Seinni kona hans hét Una og var Eiríksdóttir. Hún hafði al- izt upp hjá foreldrum sínum í Hólmi í Einholtssókn, bar nafn formæðra sinna úr föðurætt, komin frá Unu Aradóttur á Hlíð í Lóni. Þau Jón og Una bjuggu um skeið 162 í IM I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.