Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 19
á Hvalnesi, síðar í Garðakoti og í Bæ. Eignuðust mörg börn; sum dóu ung. Frá Bæ hurfu þau 1839 austur í Kambshjáleigu í Berufirði; næsta ár voru þau á Fossárdal. Jón er sagður haagferðugur, ráðvandur, vel að sér Una kona hans geðstillt og dagfars- góð. Árið 1841 flytjast þau að Geithellum í Álftafirði. Þangað hafa þau átt til góðra að hverfa. Þar bjuggu hjónin Jón Einarsson og Sigríður Guðbrands dóttir rausnarbúi. Sigríður hús- freyja var föðursystir U'nu frá Hólmi. — Jón snikkari mun alltaf hafa verið fremur snauður; sennilega ekki sýnt um fjáröflun. Sú saga líka kunn ari en frá þurfi að segja, að lagtækir greiðamenn fengu sjaldan laun fyrir hvert handtak, er unnið var hjá grönnunum, hvort sem skeifa var slegin í smiðjukofanum eða tréverk bætt á bæjarbnrst. Sumarið 1843 gekk skæð landfar- sótt í Álftafirði. Þeir fyrstu, sem urðu henni að bráð voru séra Jón Bergsson á Hofi og Hjörleifur Jóns- son, kallaður læknir. Áður en lauk, dró pest þessi tuttugu manns til dauða í hreppnum. Jón snikkari Grímsson var einn þeirra, sem dóu úr faraldrinum. Það var 12. dag maramánaðar 1844. ★ Anna María Guðmundsdóttir var hjá stjúpa sínum á Hvainesi og í Garðakoti. Ráðvönd stúlka, sem óx úr grasi. Síðan er hún í Hraunkoti hjá þeim hjónum Sigurði Sveinssyni og Helgu Hjörleifsdóttur, sem áður átti séra Þorkel Árnason á Stafafelli. Vorið 1838 hvarf hún úr Lóni, fór austur í Reyðarfjörð; er eitthvað á vegum ættingja sinna þar i fjörðun- um. Hún fer frá Eskifirði upp á Hérað vorið 1842, vinnukona að Egilsstöð- um á Völlum. Líða svo ár. Hinn 9. dag ágústmánaðar 1845 elur hún sveinbarn. í skírninni hlaut það nafn- iö Jón. Sjálfsagt hefur drengurinn borið nafn stjúpa móður sinnar, Jóns snikkara Grímssonar. Henni hefur verið hlýtt til hans, enda mun hann hafa reynzt henni góður stjúpi. — Barnsfaðir Önnu Maríu var vinnu maður á Egilsstöðum, Sigfús að nafni. Hann var sonur Sveins bónda á Skálanesi Skúlasonar. Sveinn var tvíkvæntur, átti fjölda barna. Móðir Sigfúsar hét Sæbjörg, hún var séinni kona föður hans, ættuð af Berufjarðarströnd, dóttir Jóns bónda á Skála Ófeigssonar í Urðar- teigi Jónssonar. Um Sæbjörgu var ort; „Sæka fer um sveitir klók, svíkur sér út mat og flík; klækjagjörn við kjaftamók kríkinn þenur lands um vík.“ Þjóðsagnir segja, að hún hafi reiðzt níðkviðlingnum og leitað til fjölkynngismanna um hefndir. Hófst þá ferill Skála-Brands, hin aðsóps- mikla kjarnadraugs þeirra Strönd- unga. — Vinnuhjúin á Egilsstöðum gengu eigi í hjónaband. Sagan frá Syðra- Fjalli endurtekur sig í viðeiga-ndi aukaþáttum og ýmsum blæbrigðum. Sigfús Sveinsson kvæntist löngu seinna; kona hans var Ólöf Sveins- dóttir frá Viðfirði. Þau bjuggu í Nesi í Norðfirði. Anna Maria Guðmundsdóttir var í vist á ýmsum bæjum á Héraði og fylgdi drengurinn henni. Vorið 1857 fluttist hún niður í Steorrastaðar- sókn. Þar var hún tU æviloka á heimili barnsföð-ur sdns og konu hans Anna María sálaðist 21. dag júlí- mánaðar 1870; „ógift vinnukona í Nesi“. ★ Jón, sonur Sigfúsar Sveinssonar og Önnu Maríu Guðmundsdóttur, var á 12. ári, þegar hann kom ásamt móður sinni til Norðfjarðar Þar varð síðan saga hans öll Árið 1873 gengur hann að eiga barnsmóður • sína, Guðrúnu, dóttur Þorleifs bónda í Nesi, Árnasonar. og konu hans, Sesselju Sveinsdóttur frá Viðfirði. Ungu hjónin voru vinnuhjú á Ormsstöðum. Þau bjuggu lengst í Nausta- hvamani. Jón Sigfússon varð maður skamm- lífur, andaðist 22. dag maímánaðar 1881, rúmlega hálffertugur. Þei.m hjónum hafði orðið fimm barna auðið; það sjötta fæddist rétt- um sex vikum eftir dauða föður síns. Börn þeirra Jóns og Guðrúnar í Naustahvammi: Júlíana Sigríður, f. 7. marz 1871 í Nesi. Eyjólfur Isfeld smíSaði gömlu brúna á Jökulsá á Dal, og á hennl stóS nafn hans og ártallö 181?. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 163

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.