Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 3
VERM.MPM VIKUNNAR: ENDURMINNING LJÓSMÓÐUR Dagarnir lengjast, draumarnir léttast og dýrð vorsins er í nánd. Æskan breiðir út faðminn mót ó- vissunni með öll sín glæstu fyrir- heit og ellin lyftir hæruskotnu höfði og hugsar margt; einnig hún getur horft vonglöð fram á veginn, en — einnig til baka. Ellin hefur reynsluna fyrir því, að þótt ein von bresti, rís önnur brátt, og fjar lægðin gefur fyllstu yfirsýn. En það var nú annars vorið og æskan, sem vakti gamla minningu upp í huga mínum, enda náinn samhljómur í þeim orðum. Og á vorin ber fermingarnar hátt i hug- um flestra. Öllum mæðrum mun það minnisstætt, þegar fyrsta barn þeirra var fermt. En fleira varð til þess að marka þann dag skýrum dráttum í minni mínu, og þar sem það atvik er nokkuð táknrænt dæmi upp á störf ljósmæðranna, langar mig til að festa það á blað. Það átti að ferma hjá mér á hvítasunnudag, en ég var þá Ijós- móðir í allmannmörgu kauptúni og hafði enga fæðingu haft um nokkurn tíma og óskaði þess inni- lega, að blessaðar konurnar mínar gæfu mér nú frí, bara þrjá daga í viðbót, því að nú var komið fimmtudagskvöld. Mér var þó vel ljóst, að það gat brugðið til beggja vona, að sú ósk mín rætt- ist, því að ég hafði jafnvel heyrt, að frú úr næstu sveit væri komin í sjúkrahúsið til þess að fæða, þótt ekki hefði hún hitt mig að máli. Það fór nú líka svo, að ég var vak- in upp seinni part næturinnar vegna hennar. Eg klæddist í skyndi og hraðaði mér af stað í bezta skapi; að skilja við börnin sofandi heima var ekki orðið neitt vandamál síðan þau stækkuðu, og þau voru vön því og vissu hvað á seyði var, þegar mamma var horfin úr húsinu, er þau vöknuðu. Mild vornóttin breiddi töfra- blæju yfir sofandi kauptúnið og spegilsléttan sjóinn. En nú var ekki tími til þess að njóta dá- semda náttúrunnar. Starfið beið og bezt að hraða sér. Og fegin var ég, að kallið kom þó svon'a fljótt — tveir dagar enn til hvítasunnu, svo að vonandi yrði fæðingin þá löngu afstaðin og sök sér, þótt ég þyrfti að fara tvær ferðir á dag til þess að sinna konunni. Er ég hafði rannsakað hana, sá ég fram á, að eitthvað gæti þó dregizt á langinn með fæðinguna, en allt virtist eðli legt, og ég undirbjó það, sem þurfti, og minntist einnar æðstu dyggðir ljósmæðra (að því er okkur hafði verið kennt) — þolinmæðinnar. Það sýndi sig líka, að nú var hennar þörf, og það í ríkum mæli, því að föstudagurinn leið allur, án þess að nokkur veruleg breyting yrði á, laugardagsnóttin læddist yfir og leið á enda, án þess að um hvíld væri að ræða. Þótt konan gæti smáblundað öðru hvoru, mátti ég ekkert frá henni víkja. f stofunni var ekki annað en einn tréstóll til þess að tylla sér á og hjúkrunarliði sjúkrahússins ekki á þann veg háttað, að þaðan gæti ég hjálpar vænzt, þar sem ein hjúkrunarkona annaðist öll störf, bæði á nóttu og degi. Setti ég það heldur Okkert fyrir mig, því að ljósmæður eru vanar vökum. Verra var að geta ekki linað þján- ingar blessaðrar konunnar, og vera farið að renna grun í, að til vandkvæða gæti dregið í þessu til- felli. Fyrir ljósmóður í starfi er aðeins eitt til sárara en að horfa upp á sorg móður yfir látnu, litlu barni, — en það er auðvitað að missa hana sjálfa. Slíkt vakir að baki, þótt ekki sé um það hugsað meðan barizt er fyrir lífi beggja. Hugur minn hvarflaði varla að því, hvað fermingarbarnið mitt mundi hugsa. Meira var nú í veði. Hvitasunnunótt, svo hljóð og hríf- andi fögur, færði enga lausn, og morgunninn kom, blikandi bjart- ur. Það leið að hádegi, og ég lét nægja að treysta því, að telpan mín kæmist í kirkjuna, þótt mamma hennar hefði öðru að sinna. Þá gekk læknirinn inn í sjúkrastofuna og bauð mér að ann- ast konuna, svo að ég gæti skropp ið heim og í kirkjuna, þvi að auð- vitað vissi hann, hvernig á stóð. Mikið var ég honum þakklát. Það var ihressandi að koma út, sjá hraust og glatt fólk á ferli og finna sólina og blæinn strjúka af sér örþreytuna — áhyggjurnar þurfti meira til að má út. Þegar heim kom, var ánægjulegt að hitta fyrir hugulsama grannkonu, sem óbeðin hafði komið til þess að búa barnið mitt í kirkjuna. Og nú gat ég slegizt í hópinn og verið við- stödd, að minnsta kosti líkamlega — hugurinn dvaldist sannarlega í sjúkrahúsinu áfram. Og að athöfn- inni lokinni var ég fljót að hafa fataskipti og hraða mér þangað aftur. Seint um kvöldið varð svo lækn irinn að losa konuna við barnið, sem ekki lifði aðgerðina af — báð um varð ekki bjargað. Um miðja nóttina gat ég svo haldið heim til þess að leita hvíld- ar, sjálf orðin sjúk og of þreytt til þess að geta notið svefns, með sáran huga af samúð með vesa- lings móðurinni, sem hafði barizt þetta allt til einskis. Og ekkert barn átti hún fyrir. Morguninn eftir gat ég ekki ris- ið úr rekkju, og með næstu skips- ferð sendi læknirinn mig til Reykjavíkur í sjúkrahús. Af sæng- urkonunni þurfti ég þá ekki að hafa áhyggjur. Henni heilsaðist vel, og hún var í góðum höndum hjá hjúkrunarkonunni. Samt lang- aði mig til þess að sjá hana og staulaðist upp á sjúkrahúsið dag- inn, sem skipið var væntanlegt. En hún var þá sofandi. Eg tímdi ekki að vekja hana og læddist út aftur. Síðan hef ég aldrei séð hana — enda fluttust báðar á aðrar slóðir innan skamms. En innilega glöð varð ég, þegar mér bárust þær fréttir síðar, að hún væri orðin hamingjusöm móðir. ★ Einn lítill eftirmáli fylgir þó þessari frásögn, og læt ég hann fljóta með af því að hann sýnir svo glöggt, hvað sumir gera of lít inn mun á eðli starfsgreina. Það bar við nokkru eftir að ég var komin heim aftur, að eigin- maður sængurkonunnar minnar — vel gefinn og menntaður maður — ætlaði að senda mér greiðslu fyrir aðstoð mína — með meðalgöngu þriðja aðila. Sú aðferð snart mig illa, þar sem honum var auðvelt að hitta mig sjálfa, þótt vitanlega hafi þetta aðeins verið hugsana- skekkja af hans hendi. En sjálfri Framhald á 164. slðu. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 147

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.