Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 22
skyldu haga árásinni. Myndin var gerð risastór og síðan fól Fuchida hverjum flugmanni sitt verkefni: „Þú tekur þennan tundurspilli, þú þetta orrustuskip,en þetta orrustuskip tek ég sjálfur ...“ Þannig gaf hann hverj- um flugmanni sérstakar og nákvæmar fyrirskipanir, sem öllum varð að fylgja út í yztu æsar. Flugmennirnir söfnuðust saman í flugvélamóðurskip'- unum, sem áttu að flytja þá í nám- unda við árásarstaðinn. — Þegar þang að var komið, staðnæmdist flotinn og beið átekta. — Skammt undan var þýð ingarmesta flotastöð Bandaríkjanna utan heimalandsins og þar uggði eng- inn að sér og lífið gekk sinn vana- gang. 1. desember 1941 heyrir Fuchida í útvarpssendingu frá Tokio setning- una: „Klífið fjallið Niitaka". Þessa setningu skildu ekki aðrir en þeir, sem til var ætlazt, að skildu hana. Þetta var skipun til Fuchida um að halda áfram förinni á skipunum og hrga árásinni eins og ráðgert hafði verið. Aðfaranótt 6. desember var herflotinn svo nálægt Hawaii, að skip- unin. „Tilbúnir til orrustu“, var gef- in, og svo sem trúarsiðir Japana buðu, fóru Fuchida og menn hans í bað og klæddu sig í skikkjur, sem þeir skyldu klæðast „á degi heiðursins". Það var kuldagjóstur á hafinu næsta morgun, þegar Fuchida og menn hans skáluðu fyrir væntanleg- um sigri í ribsberjabrennivíni. Og fimmtán mínútur yfir 7 hófu 182 jap- anskar flugvélar sig til flugs, berandi dauða og tortímingu á vængjum sín- um. Fram undan var þriggja stundar- fjórðunga flug. Á leiðinni hlustaði Fuchida á morgunlögih í útvarpinu á Honolulu, sem var eins óviðbúin árás- inni og frekast gat verið. Síðan voru sagðar veðurfregnir: Yfir Pearl Har- bor lá skýjaþykkni í þúsund metra hæð, og þegar Fuchida hlustaði á rödd þularins, varð honum ljóst, að fólkið á Honolulu bjóst ekki við öðru en að þessi sunnudagur yrði öllum öðrum sunnudögum líkur. Þulurinn lauk við að segja veður- fregnirnar klukkan 7.55. Þar á eftir átti hljómsveit á orrustuskipinu Nev- ada að spila bandaríska þjóðsönginn. Hann var aldrei leikinn. I sömu and- Lausn j i 5. kross- gátu j ! rá féllu sprengjurnar á herskip rétt hjá Nevada og vegna þrýstingsins frá sprengingunni þeyttist hljómsveitin fyrir borð. — Sjálfur hafði Fuchida kjörið sér orrustuskipið Arizona. Hann hitti það með tveim sprengjum mið- skips, og skipið lagðist á hliðina og sökk. Með því fórust 1072 menn, Þegar þessi mikli loftfloti sneri heim aftur, var foringi hans, Fuchlda, hylltur sem þjóðhetja. Þá var hann þrjátíu og átta ára gamall og trúði því statt og stöðugt, að Japan væri mesta herveldi á jörðinni og gæti að skipun keisarans lagt hvern fjandmann að velli. Þannig leit það líka út fyrir ár- in 1941—42. Japanir voru einráðir í austri. En smátt Qg smátt voru þeir brotnir á bak aftur. Skip japanska flotans týndu tölunni eitt af öðru. Japanski loftflotinn hvarf af himnin- um og dag nokkurn, sem aldrei mun líða úr minni japönsku þjóðarinnar, formyrkvaðist hann af hinu hræðilega helskýi yfir Hiroshima og Nagasaki. Þar með lauk striðinu og dagar Jap- ans voru taldir. Margar japanskar stríðshetjur frömdu sjálfsmorð, þegar keisarinn baðst miskunnar af fjendum sínum. Það gerði Fuchida ekki. Honum hafði verið gefin skipun og hann hlýddi henni. Hann lifði það kraftaverk, að sleppa einn starfsbræðra sinna við áhrif helgeislanna í Hiroshima. Þetta kraftaverk varð til þess að hann sner- ist til trúar, og tók að sér að útbýta guðsorði um heim allan. „Ef til vill fæ ég með þeim hætti fyrirgefningu þess, að ég átti þátt í því að hleypa styrjöld af stokkunum og banaði 1072 mönnum, þegar ég sökkti ameríska orrustuskipinu.“ — Þannig lýkur þessi litli maður með guðsorðabækurnar sögu sinni, FagnaðarháiíðSn Framhald af 160. síðu. maður kom heim með mér, gaf mér pund og hljóp burt eins og hann væri hræddur. Það var móðgandi. Eg var aldrei hrifin af því að taka pening fyrir ekki neitt.“ „En þetta er rangt hjá þér,“ sagði Chalfont. ,;Það er alls ekki það ... alls ekki það.“ „Hvað ... ég gat nú séð það óðar og þú talaðir við mig. Þú þarft ekki að vera með nein látalæti við mig, góði.“ Amý lét þannig dæluria ganga þindarlaust, meðan Mayfaireinkennin fölnuðu í fasi hans, þar til eftir var aðeins leigukytran, svínakjötssamlok- uraar og hitun strauboltans á ofnin- um. „Þú þarft ekki að vera merkileg- ur með þig. En ef þú vilt heldur (mér er alveg sama, það hefur ekkert að segja fyrir mig) förum við heim og látum þig Ijuka þér af. Mér er alveg sama, elskan, en ef þú vilt heldur ----ég veit, hvernig þér liður.“ Og innan stundar leiddust þau arm í arm út á skreytta, yfirgefna götuna. „Svona, vertu nú kátur, elskan mín,“ sagði Amý, um leið og vindur- inn tíndi upp borðana og sleit þá af stöngunum og ýfði upp ryki og lét flöggin slást til. „Við konur viljum, að menn séu glaðlegir.“ Og allt í einu varð hún ofsakát og hás og sló Chalfont í bakfð, kleip í handlegginn á honum og sagði „Við skulum koma okkur í svolitla hátíðar- stemningu, elskan.“ Nú gat hún svalað sér á Chalfont gamla, sem fórnardýri vegna allra þeirra sunduileitu manna, sem hún hafði þurft að eiga mök við um ævina. Núna var ekki hægt að kalla hann neitt annað en Chalfont gamla. Steingr. Sigurðsson þýddi. V E e Ö H L E Ð 5 L u h fi N N I w H E F fi G J R R N fl p 6 D R L fi b r B N Ö fl £> u E p I L S 0 G fi R G K I p fl G I L É D fl á G h ft* L K K c' 15 w N fi N A É B N fl N fl R F A* T fi V D R 6 n N T> fi É fi ö •R cr í> L' N fi %% R R $ T Pí u I R T U R N fl K r fi L S I Ð fi Ð fi R R l fi U K V 1 s fl N N N u R B N fl' 1 1 i E 1 N S /E 0 F T T T U R N S V* 0 N G 1 .1 i H ■R J C T> U C ? fi K R fi' fi R 1 N N fi R R R ,R P Ð £> 1 E r N E I N N 0 R & N R. 1Í A $ w L fi’ K R i N ‘fi R T fi D I 166 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.