Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 7
manm héraðsins, dönskum manni, og
kunni því skil á þeim háttum, er Dan-
ir vildu hafa á heimilum sínum. Móð-
ir Halldóru þessarar var sýslumanns-
dóttir úr Þingeyjarsýslu og fyrrver-
andi prestsmaddama frá Hálsi í Ham-
arsfirði, Helga Vigfúsdóttir. Maður
hennar, séra Árni Skaftason, hafði
drukknað niður um ís á Berufjarðar-
ieirum, þegar Helga var hálffertug.
Hugðist hún halda áfram búskap þar
í sveitinni og fékk sér til bústjórnar
kvæntan mann, Sigurð Björnsson. En
með því að hún var enn kona ung og
ekki afhuga lystisemdum heimsins,
varð hún vanfær eftir þennan bú-
stjóra sinn. Það bam var Halldóra. —
En af maddömu Helgu er svo það að
segja, að hún lenti í basli og bágind-
um eftir þessa barneign.
Þegar Halldóra Sigurðardóttir hafði
verið ráðskona hjá Weyvadt í nokkur
misseri, ól hún honum son, sem skírð-
ur var Níels Emil. En rúmu ári síðar
kvæntist Weyvadt kornungri stúlku á
Djúpavogi, danskri að ætt.
Svo var mál með vexti, að um skeið
var á Djúpavogi danskur sýslumaður,
sem hét Marteinn Hansson Tvede.
Hann gerðist bæjarfógeti í Reykjavik
1836, en varð nokkrum árum síðar
bráðkvaddur í skrifstofu sinni. Ekkj-
an fluttist þá aftur austur á Djúpavog
með börn sín. Virðist þetta fólk hafa
samið sig allmikið að hérlenzkum
háttum. Að minnsta kosti gerði sókn-
arpresturinn sér hægt um hönd og
skrifaði föðurnöfn barnanna að ís-
lenzkum sið — Tvedason og Tveda-
dóttir.
Það var Soffía Brockdoff Tveda-
dóttir, sem Weyvadt gekk að eiga, að-
eins sextán ára gamla. Halldóra fór
þá af heimilinu, en sonur þeirra Wey-
vadts ólst upp hjá föður sínum til átta
ára aldurs. Þá var hann sendur til
Kaupmannahafnar til náms og upp-
eldis í umsjá Karólínu föðursystur
sinnar, er um skeið var á Djúpavogi
eins og þau systkin fleiri. Halldóra
átti þó heima á næstu grösum, og að
nokkrum árum liðnum giftist hún
manni þeim, er hét Rasmus Rasmus-
son. Var hann danskur í aðra ætt.
Dóttir þeirra hjóna giftist Ingimundi
bónda á Sörlastöðum í Seyðisfirði. og
er margt manna út af þeim komið. Má
til glöggvunar geta þess, að Vilhelm-
ína Ingimundardóttir frá Sörlastöðum
giftist Karli skólastjóra Finnbogasyni,
og önnur Sörlastaðasystir, Sína, var
kona Jóns prentara Sigurjónssonar.
En miklu fleiri voru þau Sörlastaða-
systkin.
III.
Það kom brátt í ljós, að Weyvadt
var atorkumaður. Hann hélt fyrst úti
svonefndum setubátum, sem voru
opnar fleytur, til hákarlaveiða, en
þegar hann hafði verið nokkur ár á
Djúpavogi, keypti hann hákarlajakt,
sem hét Bonnesen, fjörutíu lestir að
stærð, því að setubátarnir þóttu Iítt
til stórræða. Gerði hann jakt sína
lengi út, og mun hún oft hafa verið
honum fengsæl.
Ekki var hugur Weyvadts þó allur
bundinn við verzlunina og sjó. Land-
búskapur heiilaði hann einnig. Hann
reisti því bú á Teigarhorni við Beru-
fjörð, og hafði þar ráðsmann yfir bú-
skapnum. Hófst hann þar handa um
miklar jarðabætur á mælikvarða þess
tíma, reisti mjög vönduð bæjarhús á
býli sínu, lét stunda túnasléttun og
túnrækt af miklu kappi og hlaða tún-
garða. Var slíkt fátítt framtak þá. Má
af þessu marka, að Weyvadt hafði
mörg járn í eldi, og virðist honum
hafa veitzt létt að glöggva sig á því,
hvernig gögn og gæði til lands og
sjávar yrðu nytjuð.
T í M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ
151