Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 21
HRAFNINN Framhald af 149. síSu. fanga, þegar fiskur barst á land. Þeir, sem hafa fylgzt með því, hvernig krummi gengur að mat sínum, þegar hann kemst yfir heilan fisk á afla- ferðum sínum í sjávarplássum, telja að það skeiki ekki, að hann byrji á þeim pörtum fisksins, sem ríkastir eru af fjörefnum. Fyrst heggur hann í kviðinn framanverðan og nær til lifrarinnar, og gerir sér gott af henni, síðan í þykkasta hnakkann og innyfli, og svo aftur eftir bolnum, en sporð- stykki fisksins éti hann ekki nema í neyð. í góðri tíð á vorin flaug hann víða og varð margt að mat. Þegar leið á sumar át hann mikið af berjum, en á haustin var hans sældartími, var það í sambandi við sláturtímann, en þó einkum þegar margt fé fórst úr bráðapest, því að þá át hann oft spik- feita skrokkana og mörinn áður en þeir fundust í haganum. Það var líka ein þjóðtrúin í sambandi við krumma, að hann safnaði sér vetrarforða á slíkum nægtardögum. Átti hann að grafa matinn grunnt í jörð og miða felustaðinn við skýin, en eins og kunn ugt er, hættir skýjunum við að fær- ast úr stað, og á- því flaskaði krummi, og fann því sjaldan forða sinn. En að slepptri ..allri þjóðtrú var það stað- reynd, að í smalamennsku fundu hundar oft kjötstykki grafin grunnt í jörð, sem gátu ekki verið komin þar nema af völdum krumma, og mun ýldufýlan hafa vísað hundunum veg- inn að þessum feng. Meðan hrossa- kjöt var ekki talið mannamatur, hef- ur fyrri hluti vetrar verið mikill sæld artími fyrir krumma, og þá hafa þeir safnazt í hópum að hræjunum. Það 'er líka til gamall málsháttur um mikla aðsókn að einum stað, að það sé „eins og hrafnar í hrossskrokk". Krummi hafði mikið orð á sér fyr- ir vitsmuni, og var hann talinn spá- fugl. Ef hann krunkaði á kirkjuburst, mátti búast við, að ekki liði á löngu, þar til lík yrði borið í kirkjuna. Krunkaði hann á bæjarburst, var ein- hver feigur í bænum. Ef krummi flaug með léttu krunki yfir nýslegna ljá, mátti treysta því, að það hey 'hrektist ekki. Ef hann aftur á móti fláug þögull og þungbúinn yfir ljána, gat brugðið til beggja vona með það bjargræði.' Stundum átti hann að hafa bjargað velgjörðafólki sínu úr lífsháska, og alkunn er þjóð- sagan um stúlkuna, sem elti krumma, af því að hann hafði stolið skónum hennar, og bjargaðist hún þannig und an skriðuhlaupi. Sumir menn þóttust skilja hrafnamál og verða af því margs vísari, og víst er um það, að krumrni hefur að minnsta kosti þrjú bljóð, sem hafa mismunandi merk- FLÝGUR - ingu. Algengt krunk, þegar hann vill vekja á sér athygli, eða „kallar á nafna sinn“. Grimmdarhljóð, þegar hann er í vígahug eða vill verja unga sína og gorhljóð, sem allir þekktu og töldu, að með því væri krummi að segja frá dauðri kind úti í haganum. En það sem merkilegast var í frá- sögum fólksins af krumma voru hrafnaþingin. Þau voru haldin á haustin, og þar var hröfnunum skipt niður á bæina, einum hjónum á hvern bæ, og átti þingið þá að vera gifting- ar- eða trúlofunarathöfn jöfnum hönd um. En gengi einn hrafn af, voru hon um engin grið gefin, heldur var hann eltur og hrakinn stað úr stað, og hon um misþyrmt, hvar sem hann leitaði skjóls. Og það er vissulega til orðtak um staka hrafninn, sem notað er um staðfestulausan og einmana mann. Margir hafa án efa séð tvo hrafna hrekja einn stað úr stað með gargi og vængjaslætti, og mun þessi trú vera dregin af því. Þessar hugleiðingar og frásagnir um krumma eru sprottnar af því, sem ég sá fyrir rúmum fimmtíu ár- um og aldrei hefur liðið mér úr minni, og skal nú frá því sagt. Uppi á forna Vatnsfelli standa mörg smærri fjöll og hólar. En það er aigengt í sköpunarsögu landsins, að hlaðizt hefur fjall á fjall ofan. Eitt af þessum smærri fjöllum heitir Helgafell, og vestan við það á brún Vatnsfells heitir Helgafellshóll, er hann að ofan gróðurlítill, en þak- inn smágrjóti og sandi. En innst á honum bregður svo við, að þar rís hár og stór hnúkur úr stórgrýti. Hann heitir Hnaukur og er landamerki, enda svo stór og sérkennilegur, að ekki er hætta á, að hann hverfi eða gleymist. Niður undan Hnauk í fjalls hliðinni eru víðáttumiklar grasi grón ar brekkur, ágætt haglendi, þær heita Hnauksbrekkur. Og nú bar það við siðla sumars, að ég gekk inn Helgafellshól, mína gömlu smalagötu og sem leið lá upp á Hnauk, því að þaðan sést bezt til allra átta. En þegar ég leit niður í Hnauksbrekkur, sá ég, að stórt svæði í brekkunum og umhverfis þær og allt upp í Hnauk var þakið ótrúleg- um grúa af gargandi hröfnum, þeir görguðu hver til annars, flögruðu og hoppuðu upp á kletta, en öll þessi samkunda virtist fara fram í bezta samlyndi. Eg hafði aldrei tekið sögurnar um hrafnaþing mjög alvarlega, en nú átti ég ekki annars kost en að setja þessa miklu samkomu í samband við þær, og ég sannfærðist um, að ég væri staddur á hrafnaþingi. Qamlar bækur - Framhald af 158. síSu. — Þá get ég til dæmis látið Ijós- prenta það, sem vantar, á gamlan pappír og síðan dekki ég ljósprentuðu síðurnar með þurrum litum. Á borðinu liggur lítil bók og máð: Spurningar út af fræðunum saman- teknar handa börnum og fáfróðu fólki. — Þeir eni margir skemmtilegir, titlarnir á þessum gömlu bókum og segja mlkið um sinn tíma, segir Unn- ur, — til dæmis skrifaði kona Magn- úsar Stephensen Matreiðslukver fyrir heldrimanna húsfreyjur, — það er auðheyrt á titlinum, að sá matur hef- ur ekki verið ætlaður fátæklingum. — Bindið þið bækurnar inn í nýtt band, eða gerið þið við það gamla? — Við reynum að láta það gamla halda sér, ef mögulegt er, annars reynum við að stæla það. Bækurnar verða umfram allt að halda gamla svipnum. — Lærðirðu að teikna hjá föður þínum? — Já, hann kenndi mér fyrst og síðan Soffía systir min. Pabbi hafði teikniskóla hérna og þar lærðu þeir, gömlu málararnir. — Er myndin á veggnum af hon- um? — Já, það er komið ryk á hann eíns og bækurnar. Okkur þykir gott að hafa hann þarna og horfum alltaf á hann, þegar við erum latar. Hann var svo vinnusamur. Birgir. Hetja biðst fyrirgefningar Framhald af 146. síðu. ar skipanir, sem voru í því fólgnar, að hann átti að ferðast sem „ferða- maður“ um Hawaiieyjar og nota augu og eyru vel. Hann útvegaði þýðingar- mestar upplýsingar fyrir árásarsveit- ina, þegar hann tók þátt í hringflugi yfir Kyrrahafseyjarnar ásamt öðrum ferðamönnum. Við það tækifæri tók hann mynd af flotastöð Bandaríkja- manna. Suzuki komst að raun um, að það var engin kúnst að stunda njósnir á Hawaii. Njósnarinn varð bara að vera þess minnugur, að öllum embættismönnum leiddist fram úr hófi á sunnudögum og gripu hvert tækifæri, sem gafst, til þess að tala við fólk, meira að segja Japana, en af þeim var nóg á Hawaii. Ljósmynd Suzuki af bækistöð flot- ans var skilyiði þess, að árásin mættil takast og Fuchida gæti þjálfað flug- menn sína og gefið þeim nákvæmar fyrirskipanir um, hvernig þeir X í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 165

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.