Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1962næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 2
* Á stórri eyju, nokkuð undan vest- urströnd Grænlands, er þorp það, sem Úpernavík heitir. Norður það- an eru öræfi ein, víða með skriðjökla í sjó fram, allt að Jórvíkurhöfða, þar sem Thúlehérað tekur við, en í vestri er Baffínsflóinn. Suður frá Úperna- vík er annað þorp, Pröven, á all- stórri eyju, og þar fyrir sannan verð- ur allmiikð land sem hjarn leysir af á sumrum. Er þetta svæði allt nefnt Úpernavíkurhérað. Býr þar viðlíka margt fólk og í Strandasýslu, og íbúa- tala Úpernavíkur mun vera svipuð og _ Hólmavíkur. Úpernavík.er mjög norðlægur stað- ur — mun norðar á hnettinum en Skonnortan lét úr höfn i Úpernavík á afmælisdag kóngsins, og nýlendustjórinn sigldi brott með henni eftir langan starfsferil. Fólk fylgdi honum til skips og kvaddi hann virðulega með fána og fallbyssuskotum. Segl voru undin upp, og skútan öslaði út flóann með þrettán menn innanborðs. Jan Mayen til dæmis, svo að eitt- hvað sé nef'nt. Mánudaginn 26. sept- ember 1932 var komin vetrartíð á þessum slóðum, og gekk á með élj- um, en rofaði til á milli. Þannan dag lét þar rú höfn dálítil skonnorta, sem hét Selurinn, og var ferð hennar heitið til Egedesminnis, bæjar víð sunnanverðan Bjarneyjarflóa. Svo var mál með vexli, að aldrað- ur nýlendustjóri í Úpernavík, Lemb- cke Ottó, var að láta af störfum, og annar maður, Blichers, var kominn til þess að taka við af honum. Engra skipa var framar von norður j Úper- navíkurhérað á því ári, og var skonn- ortan send með nýlendustjórann, konu hans og seytján ára gamla dóttur í veg fyrir Grænlandsfarið Gertrud Rask, sem væntanlegt var til Egedesminnis. För þess var heitið suður með Grænlandsströndum og til Danmerkur. Hafði brottförin dreg- izt fyrir nýlendustjóranum, þar eð hann vildi ekki fara brott, ef ann- ars væri kostur, fyrr en hann hefði lokið öllum reikningum og skilað embætti sínu af sér í hendur eftir manns síns. Stýrimaður á skcnnortunni var danskur maður, sem hét Saugmann. Hann var hjátrúarfullur, og þótti honum það litlum heillum stýra, er ráðið var að halda brott á mánudegi. Þó tók fyrst í hnúkana, er í ijós kom, að þrettán manns skyldu vera á skip- inu, þegar bæði voru taldir skipverj- ar og farþegar. En ráðamenn gáfu lítinn gaum aö því, þótt Saugmann möglaði. Þó munu hafa verið talsverð brögð að því, ag uggur hans og hjátrú skyti þorpsbúum skelk j bringu. Gamiir og reyndir veiðimenn og ferðalangar gáfu í tómi gætur að skýjafarinu, og margir voru hljóðari og fálátari en endranær. Það var ekki fyrir það sverjandi, að uggur Saugmanns væri á rökum reistur. Nýi nýlendustjórinn lagði allt kapp á, að brottför Ottós og fólks hans yrði með nokkium viðhafnarblæ. Dá- lítill skans hafði verið hlaðinn við sjóinn, og var þar fánastöng og fá- einar litlar fallbyssúr. Lét Blichers draga fána að húni og hlaða fall- byssurnar, og þegar skonnortan hafði létt akkerum, var hleypt af fallbyss- unum, fáninn dreginn upp og niður í kveðjuskyni og hrópað húrra fyrir embættismanninum, er nú var að kveðja þann stað, sem hann hafði lengi helgað starfsorku sína. Var þetta og afmælisdagur Kristjáns kon- ungs X og þeim mun eðlilegra, að talsvert væri við haft. Menn stóðu þó ekki lengj úti á skansihum, því að kalt var í veðri. Allir flýttu sér í húsaskjól, þegar skonnortan sigldi brott, og var setzt að kaffidrykkju um stund. Þeir, sem mest voru metnir í þorpinu, drukku kaffið meira að segja í stofu nýja nýlendustjórans, sem nú var alvaldur orðinn á þessum slóðum. Skonnortunni farnaðist vei fyrsta spölinn. Hún kom til Pröven um nótt- ina og sigldi þaðan hinn næsta morg- un, Þar var Lembcke Ottó einnig kvaddur með fallbyssuskotum. ★ Á þessum árum voru ekki loft- skeytastöðvar í öllum bæjum Græn- lands. Grænlandsfarig Gertrud Rask hafði loftskeytatæki, en annars var aðeins loftskeytastöð í Góðhöfn á Bjarney. Þess var því ekki að vænta, að fregnir um komu skonnortunnar 698 TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (30.09.1962)
https://timarit.is/issue/255590

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (30.09.1962)

Aðgerðir: