Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 4
„Það hefur alltaf
skipt yfir á grænt
. 1 -. £ • - >>
i hti mmu
Spjallað við Harald í Markholti
um tundurdufl og tilviljanir
\\
Eftir Stórhoitinu liggur langur
og mjór skurður eins og opið sár
á andliti götunnar. Grænn bíll
stendur hjá, — eins og fyrir til-
viljun, og maSur spígsporar meS-
fram skurSinum — gæti líka ver-
iS tilviljun. Þó er ekkert af þessu
tilviljun, hvorki maSurinn, bíll-
inn né skurSurinn. Allt hangir
þetta saman: MaSurinn á bílinn,
sem hann ók heiman aS frá sér
ofan úr Mosfellssveit, og maSúr-
inn lét gera skurSinn. Og innan
tiðar iæfur hann setja hifaveitu-
lögn ofan í hann. — Þetta er sem
sagt einn þeirra manna, sem fólk
kallar „athafnamenn" (hvaS sem
það orð þýðir í raun og veru) og
segir, að hafi vaxið af sjálfum
sér.
— Komdu inn f ruslakistuna mína,
segir hann og á viS bílinn.
Þetta er maður tæplega fimmtugur,
kallaður Haraldur í Markholti, en
er Guðjónsson. Markholt er í Mosfells
sveit. Þar voru einu sinnj kýr á beit
eins og á öðrum bújörðum. Nú sést
þar aldrei kýr. Það er ekki lengur
rúm fyrir kýr ; lífi Haraldar —
skurðgröfur hans og ýtur hafa fyrir
löngu urðað í honum bóndann í mal-
/arkömbunum skammt frá Álafossi,
þar sem Sandver hf. hefur bækj-
stöð.
— Máttu vera að því að missa
kortér úr lífi þínu? segir hann og
það skröltir í „ruslakistunni". Ég
þarf að skreppa út á Seltjarnarnes.
Við erum með skolp- og vatnslagnir
þar. — Það skiptir yfir á grænt á
umferðarljósinu, þegar við nálgumst.
Hann horfir á umferðarljósið og
segir: — Það hefur alltaf skipt
yfir á grænt í lífi mínu. Ég hef aldrei
þurft að fara yfir á rauðu. Það skiptir
líka yfir á grænt, þegar við nálgumst
næsta ljós, og hann heldur áfram:
— Tilviljanirnar hafa verið mér
hliðhollar. Við, sem bárum gæfu til
þess að fæðast í litlum plássum eins
og Hólmavík, fengumst við allar hlið-
ar athafnalífsins. Ég var ekki nema
sextán eða sautján ára, þegar ég tók
vig mótorbát. Maður varð af ýmsum
skemmtunum fyrir bragðið. Það voru
margir ungir menn á þessum bátum,
8 til 12 lesta. En á þessum árum
var ekkert nema dauði, kreppa þar
eins og annars staðar um 1930.
Seltjarnarnesið er lítið og lágt, þeg-
ar við ökum eftir því. En sjórinn er
blár og gerir okkur skemmtilegt í
auga. Þar sem hann er einna bláastur,
skyggir blómgul skurðgrafa á hann,
nýkomin úr kassanum og s'noppufríð.
Haraldur stekkur út úr bílnum og tal-
ar mikið við skurðgröfumanninn,
sem hefur kollu dregna niður á eyru
i stinningskaldanum, rauður á nefi og
eyrum.
Skammt frá er fjaran brún af þara,
og nokkrar litlar fleytur liggja hlið
við hlið á sjávarbakkanum. Harald-
ur kemur aftur inn í bílinn og ég spyr
hann, hvernig hafi staðið á því, að
hann varð tundurduflaeyðir, en hann
fékkst lengi við að útrýma þessum
drápstækjum mannlegrar grimmdar,
sem höfðu orðið af erindi sínu í stríð-
inu, flosnað upp og leitað til stranda
íslands.
— Það var tilviljun, segir hann.
Strandasýsla var mikið tundurdufla-
svæði, og nokkrir menn voru fengnir
til þess að fara á námskeið hjá brezka
sjóhernum á stríðsárunum, til þess að
læra að gera þau óvirk. Svo fengum
við passa upp á duflin.
— Varstu ekki taugaóstyrkur, þeg-
ar þú áttir við þau?
— Nei. Þetta er rétt ein$ og að fara
með byssu. Maður er ekki hræddur
við að fást við byssu, þegar maður
kann á hana.
— Er þá ekkert hættulegt að fást
við tundurdufl?
— Jú, það getur verið hættulegt, ef
tundurdufl liggur uppi í fjöru og sjór
hefur komizt í það. Sjórinn getur or-
sakað skammhlaup, og þá getur duflið
sprungið hvenær sem er. Hættuleg-
asta augnablikið er, þegar hvellhettan
er skrúfuð af- Opið er svo mjótt, að
aðeins handleggurinn kemst inn.
Maður verður oft að seilast inn upp
undir öxl. — Það fyrsta, sem maðup
gerir, er að athuga, hvort öryggisarm-
urinn, sem stendur neðan úr duflinu,
er tengdur eða ekki. Ef hann stendur
úti, sparkar maður honum inn, og þá
rofna tengslin. Það er algengt, að
neðan úr duflinu hangi keðja eða
legufæri, og þá er duflið í sprengi-
stöðu. Ég tók stundum þannig tundur-
dufl á floti.
Öll þessi ár varð ég að vera eins og
héraðslæknir, með föt og tæki, hvar
sem ég fór, þvj að ég gat alltaf átt
von á kalli. Það gat oft verið tafsamt
á þessum árum að komast til staðar,
þar sem. tundurdufl var, sérstaklega á
veturna, þegar vegir voru ófærir. Ég
man til dæmis eftir því, að einu sinni
var ég að vinna á Gufuskálum á Snæ-
fellsnesi við að ýta flugvöll, þegar
ég fékk skeyti frá Skipaútgerð ríkis-
ins um, að tundurdufl liggi fyrir föstu
á Dalvík. Þetta var snemma vors og
heiðar ófærar, og því góð ráð dýr. En
það bjargaði, að ég gat gert það mikið
af flugvellinum, að lítil flugvél gat
lent á honum. Hún flaug með mig
norður að Melgerði, en þaðan fór t
með bíl til Dalvíkur.
— Hvernig var að eiga við duflið?
— Það gekk ágætlega. Við fórum á
tveim bátum og lögðum vað umhverf-
is duflið, drógum svo vaðinn eftir
botninum til þess að losa það. Við
urðum nefnilega að ná því að landi
og láta fjara undan því, svo að hægt
væri að gera það óvirkt. Nú hittist
svo á ,að smástreymi var og féll lítið
undan því. Ég varð að standa í klof-
stígvélum við að eyðilegga það. — Það
var bölvaður kuldi, og ég var stígvéla-
fullur og holdvotur.
— Þér hefði hitnað, hefðj það
sprungig í loft upp.
— Ég var sannfærður um, að ég
dræpist ekki við tundurdufl. — Ann-
ars gat verið kalsi við þetta. Einu
sinni þurfti ég að synda á nærbux-
unum út í sker, þar sem tundurdufl
lá, með verkfærapokann á bakinu.
Það var ómögulegt ag komast að því
öðruvísi. En verst var að nálgast þau
dufl, sem rak upp á sandana. Þá
þurfti maður að vaða jökulsárnar,
sem voru stundum allt annað en
árennilegar.
700
TÍMINN
SUNNUDAGSBLAÐ