Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 19
IFYNDNI OG FLÓNSKA
Bergsteinn Kristjánsson safnaði
iB'MWRaHMBMMmMMIHHMMMMi
EITT SINN kom maður þar úr ná-
grenninu að Núpi á ungum gæðingi,
og voru menn að skoða hestinn og
dást að honum. Þorgeir skoðaði hest-
inn sem aðrir, en var hljóður og
þungbúinn. Er hann var spurður,
hvernig honum litist á folann, sagði
hann: Falleg bein, en líklega ekki
í góðra manna höndum.
ÁRNl Pálsson, prófessor, er löngu
þjóðkunnur fyrir snjöll tilsvör. Eitt
sinn var rætt um það í áheyrn hans,
að Alþýðuflokkurinn væri dauður
flokkur. Þá sagði Árni: Það er nú
dálítið skrýtið að ganga framan að
lifandi manni og segja honum, að
hann sé dauður.
EINU SINNI, er talað var um Jón-
as frá Hriflu í áheyrn Árna, lagði
hann þetta til málanna: — Hann á
svo marga óvildarmenn, að hann
kemst ekki yfir að hata þá.
PETUR GUÐMUNDSSON, fjölritari
og bókbindari, batt eitt sinn bók fyr-
ir Þorstein Erlingsson .skáld, og lét
fylgja bókinni til Þ.E. þessa vísu:
Er nú sagður andaður,
ævidaga fullsaddur,
öldungurinn Andskoti,
óðalsbóndi í Helvíti.
• Þ.E. svaraði:
Prestar sáran sakna hans
sem ’ins bezta hjálparmanns.
Sundrung þjáir sérhvert lið,
sem að vantar höfuðið.
tók að^ biðja fyrir sér hástöfum. Þá
sagði Ólafur:
— Þú skalt ekki skauta fleírí næt-
ur í þessu horni, Halldóra, ef þú
lætur svona.
í VERSTÖÐ einni ræddu sjómenn
um það sín á milli, hversu öllu hrein
læti færi mikið fram á síðari tím-
um, en þó einkum í matargerð og
mundi af því leiða batnandi heilsu-
far og langlífi. Þá mælti einn sjó-
maðurinn, sem ekkert hafði lagt til
málanna fyrr: — Þekkti ég kerlingu
í mínu ungdæmi, sem skammtað;
skyrið með höndunum og lifði hún
samt, þangað til hún dó.
DÓRA GAMLA var ekki gift Ólafi
sínum og sváfu þau því ekki saman.
Eitt sinn gengu talsverðir jarðskjálft
ar og var Dóra mjög hrædd við þá
og bað Ólaf að lofa sér að hvíla hjá
honum í rúminu og leyfði Ólafur
það með nokkrum umtölum.
Kvöld eitt er þau voru komin í
rekkju, gerði allsnarpan jarðskjálfta-
kipp. Varð Dóra þá mjög hrædd og
Halldór K. Laxness var á ferð í
Fellnahreppi ( Norður-Múlasýslu og
kvaddi þar dyra á bæ einum. Gam-
all maður kom til dyra og spurði gest-
urinn, hvað bær þessi héti. Þá svar-
ar sá gamli:
— Ert þú ekki íslendingur eða
ert þú Grænlendingur, fyrst þú þekk
ir ekki þennan bæ, eða kannski þú
sért nýi presturinn í Hofteigi.
ÞEGAR Magnús Jónsson prófessor
var formaður fjárhagsráðs, kom til
hans prestur utan af landi og bað
um fjárfestingarleyfi fyrir jeppa.
Sagði hann, að prestakall sitt væri
svo víðlent, að sér væri þetta mikil
nauðsyn. En Magnús var á annarri
skoðun og synjaði um leyfið með
eftirfarandi röksemdum: — Páll
postuli kristnaði allt Rómaveldi og
hafði engan jeppa.
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
715