Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 18
Myndir úr Spánarstríðinu
eftir Arthur Köstler
Arthur Köstler fór fyrst til
Spánar árið 1936 til að afla vit-
neskju um stuðning Þjóðverja og
ítala við Franco og slapp undan
fasistum einni klukkustund áður
en hann skyldi handtekinn. Þeg-
ar hann sneri aftur til Spánar
1937, handtóku fasistar hann og
dæmdu til dauða fyrir njósnir,
en aftökunni var frestað vegna
mótmæla Breta. Hann var hundr-
að daga í fangelsi, unz skipt var
á honum og öðrum fanga, og þar
skrifaði hann dagbók þá, sem
„Samtal við dauðann“ er byggt
á, en úr þeirri bók eru eftirfar-
andi brot tekin.
Veturinn var kaldur. Vindarnir of-
an úr Guadarramafjöllunum næddu
um Madrid, Márarnir fengu lungna-
bólgu í skotgröfunum og spýttu blóði.
Fjallaskörðin í Sierra Nevada voru
ófær. Lýðveldishermennirnir höfðu
hvorki einkennisbúninga né brekán,
og í sjúkrahúsum þeirra var ekki til
neitt klóróform; ef þá kól á höndum
eða fótum, varð að taka limina af án
svæfingar. Á sjúkrahúsi anarkista í
Málaga söng ungur piltur Marseillais-
inn, meðan þeir söguðu af honum
tvær tær. Þetta tiltæki þótti alveg
sérstaklega virðingarvert . . .
Hinir fr:->0 u liðsmenn „Hörkusveit-
arinnar“ höft_ neitað að hafa með
sér skóflur á vígstöðvarnar og lýst
því yfir með samanlögðu stolti anark-
ista og Katalóníumanna, að þeir væru
á leiðinni þangað til að berjast og
falla, en ekki til að vinna, og fyrstu
hermennirnir úr þessari frægu sveit
ráku sig á það eftir sólarhrings ferð
með lest til Aragóníuvígstöðvanna,
að þeir höfðu steingleymt að taka
með sér vistir og búsáhöld — eða
öllu heldur: það hafði aldrei hvarflað
að þeim, að í stríði þyrfti að gera
sérstakar ráðstafanir til að afla sór
matar . . .
„Og hvað er langt síðan orúin
sprakk?“
, „Fjórir eða fimm mánuðir".
„Hvers vegna í ósköpunum gerið
þið þá ekki við hana?“
Hann ypptir frjálslega öxlum. „Við
fáum hvorki efni né sérfræðinga frá
Va’mncia".
Kæruleysi mannsins veldur mér
gremju. Eg bendi honum , að örlög
Málaga séu háð þessari brú, — eins
og hann veit jafnvel og ég — og
tauta eitthvað um „glæpsamlegt
kæruleysi". Þessi fyrrverandi póst-
maður horfir lengi og rólega á mig.
„Þið útlendingar eruð alltaf svo
órólegir", segir hann í föðurlegum
umvöndunartón. „Það getur verið, að
við missum Málaga og kannske Mad-
rid og hálfa Katalóníu, en við vinnum
samt stríðið" . . .
Burðarkarlinn horfir upp í stjörnu-
bjartan himininn og segir: „Það er
gott flugveður í kvöld“. Dóttir hans
missti báða fætur í loftárásum gær-
dagsins, og hann er að velta því fyrir
sér, hvort unnusti hennar vilji líta
við henni fótalausri . . .
Það eru ekki lengur neinir, sem
stjóma, og engin ábyrg yfirvöld; op-
inber þjónusta í borginni er búin að
vera; og sjálf bein hennar hafa lin-
azt, það hefur slaknað á taugum
hennar, sinum og vöðvum, hið há-
þróaða skipulag er orðið ag ólögu-
legri marglyttu . . .
Það er ekkert launungarmál, að
þetta sunnudugskvöld, 7. febrúar
1937, er verið að undirbúa ný Bartól-
ómeusarmessuvíg. Útlendur árásar-
her hefur slegið herbúðum hinum
megin við hæðimar og aukið liðstyrk
sinn til þess að geta á morgun roðið
þessi stræti blóði fólks, sem talar
tungu, sem þeir skilja ekki, fólks,
sem þeir eiga ekkert sökótt við og
höfðu í gær jafnlitla hugmynd um að
væri til og þeir munu á morgun
ósnortnir af dauða þess . . .
„Sjáðu til“, sagði herra Pétur, „ég
ætla ekki ag flýja. Það era tvö hundr-
uð þúsund manns í Málaga. Á morg-
un, þegar þeir koma, getur verið, að
þeir skjóti fimmtíu þúsund. Allir ræð-
ismennimir era farnir, heimurinn
lætur sig Málaga ekki neinu skipta,
þeir geta gert, hvað sem þeim sýnist
hér. Ef þeir vita, að ég er hér, „hlut-
laus áhorfandi" og fréttamaður, ef
svo má segja, skjóta þeir kannske
ekki nema fjörutíu þúsund. Og jafn-
vel þó að vera mín hér breyti engu,
vil ég vera kyrr og skýra heiminum
frá því, hvað gerðist í Málaga, ef ég
lifi af. Það hefur ekki komið fyrir
enn, hvorki í Badajoz né Toledo, að
útlendingur hafi orðig vitni að því,
sem þeir gera. þegar þeir ráðast inn
í fallna borg. Eg held, að það sé þess
virði að bíða eftir því“ . .
Lamandi tilfinning gagntekur mig
enn í dag, þegar ég minnist þeirrar
nætur.
Eg var sofnaður og vaknaði upp
skömmu fyrir miðnætti. í svartri
þögn fangelsisins, sem þrungin var
martröð og draumum þrettán hundr-
uð sofandi manna, heyrði ég lágt
bænasuð prestsins og hljóm hinnar
helgu bjöllu. Þá voru þriðju klefa-
dyrnar til vinstri við mig opnaðar
og nafn kallað upp. „Qué?“ — hvað
gengur á? — var spurt syfjulegum
rómi, og rödd prestsins hækkaði og
bjallan hringdi hærra.
Og nú fékk sá syfjaði skilninginn
í .lefa sínum. Fyrst stundi hann að-
eins, siðan tók hann að kalla á hjálp
sljórri röddu: „Socorro, socorro“.
„Hombre, þú átt engrar hjálpar að
vænta“, sagði fangavörðurinn, sem
var í fylgd með prestinum. Hann
sagði þetta hvorki í vingjarnlegum né
óvingjarnlegum tón; það var bara
bláköld staðreynd. Andartak þagnsði
maðurinn, sem var að dauða kominn.
Hin eðlilega og rólega framk.ima
fangavarðarins var honum ráðgáía.
Og svo fór hann að hlæja. Hann sló
flötum lófa á hné sér, og hlátur hans
var léttur og viðráðanlegur, en inn
á milli skríkir og sköll: „Þú ert bara
að látast", sagði hann við prestinn.
„Eg vissi strax, að þú værir bara . ð
látast“.
„Hombre, þetta eru e„gin látalseti“,
sagði vörðurinn í sama þurra tónin-
um og áður.
T,,'ir skunc’ t brott með hann.
Eg heyrði hann hrópa úti. En .-kot-
hvellirnir kváðu við aðeins fáeinum
mínútum síðar.
Á meðan fðu preotLiinn og vörð-
urinn opnað næstu klefadyr; það var
klefi númer 42, annar til vinstri við
mig. Og aftur var sagt: „Qué?“ Og
Framhald á 717. síSu.
714
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ