Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1962næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 10
else á Miö-Sjálandi er St. Andrésar- lindin, sem álitin var mjög helg á sín- am tíma. Ixindin hetir í höfaðið á presti, er dó árið 1205 og hafði verið kallaður heilagur Andrés. Hann var prestur við Sankti- Péturskirkjuna í Slagelse og var mjög frægur — meira að segja í lifanda lífi — fyrir heilag- leika og dyggðugt líferni. — Tuttugu áram eftir dauða hans sagði danskur munkur frá því, er Andrés snéri aft- ur frá landinu helga, og leið loftveg á hesti sínum. Hann sofnaði á íeið- inni og þegar hann vaknaði aftur, var hann staddur, sér til mikillar undrunar, á hæð nokkurri fyrir utan Slagelse. Af þessum atburði dró hæð- in síðan nafn og var kölluð „Hvíldar- hæðin“. Þjóðsagan segir einnig, að Slagelse eigi heilögum Andrési það að þakka, að hún fékk eignarrétt á miklum héruðum, sem liggja út frá henni: — Hann fékk Valdemar kon- ung, sem þá ríkti í Danmörku, til þess að lofa sér því, að borgin skyldi fá jafnmikið land til umráða og hann, heilagur Andrés, gæti riðið um á níu daga gömlu folaldi, meðan konungur- inn tæki sér bað. Konungur var fljót- ur til að gefa loforðið, en á meðan hann var í baði, komu hirðmenn hans og sögðu honum að honum væri betra að hverfa úr baðinu, því að öðrum kosti legði heilagur Andrés allt landið undir sig með hinni stórkostlegu reið sinni á folanum unga. Um heil- agan Andrés var gert miðalda dans- kvæði, sem var mjög vinsælt á sinni tíð og stór róðukross var reistur á „Hvíldarhæð“ honum til heiðurs og til þess að fólk gæti beðizt þar fyrir undir verndarvæng hans. Fyrsti kross- inn var reistur 1762 og endurreistur um aldamótin. Og árið 1918 var byggt eikarhýsi yfir lind heilags Andrésar í Landsgrav. Þegar sjúklingar leituðu sér lækn- inga í hinum helgu uppsprettum, böðuðu þeir sig eða þvoðu sér úr vatni þeirra, og nutu þeir þá oft .hjálpar aðstandenda sinna eða vina, sem létu kalt og ferskt lindarvatnið hríslast yfir þá. Fyrr á tímum; þegar almenningur þekkti lítið, sem ekkert til heilsufræðilegrar meðferðar sára og^ ástundaði lítt hrejnlæti, gat það haft í för með sér bráðan bata, þegar fólk hreinsaði sár eða auga, sem ígerð var í, með lindarvatninu, því að svo sem kunnugt er, getur slíkt stafað af óhreinindum einum. Þegar svo fólk Sá hinn skjóta bata, dró það af því þá álýktun, að lindarvatnið væri heilagt og byggi yfir sérstökum lækninga- mætti. Fólk leitaði helzt til uppsprettn- anna á bezta og fegursta tíma árs- ins, þegar sumarið hafði klætt landið skrúða sínum. Venjulega byrjaði það að sækja þær heim í maíbyrjun, og ferðirnar héldu áfram allt fram á Andrésarlindin í Landsgrav á Sjálandi. haust. En mestur var fólksstraumur- inn á Jónsmessunótt. Þá gat að líta fjöldann allan af einkennilegu fólki, umhverfis lindirnar. — Lamaðir, blindir, haltir — alls konar sjúkling- ar, steymdu til þeirra til þess að fá bót mei'na sinna. Eftir að sjúklingi hafði verið þvegið og hann hafði bergt á lindarvatninu, færði hann eða vinir hans og ættingjar lindinni fórn; oft var smámyntum kastað f vatnið eða skálunum, sem sjúklingurinn hafði drukkið úr, sökkt í það, Og fólk bar vatn heim með sér á kútum og flösk- um til þess að drekka næstu daga. í Gullev-sveit suðaustur af Viborg á Jótlandi var helg lind, sem dró að sér sjúkt fólk allt fram til ársins 1890. Eit sinn höfðu tveir menn sótt vatn þangað handa sjúku barni. Þeir fóru mjög hljóðlega og nálguðust lindina með djúpri þögn og lotningu: „Það var ekki auðvelt, og við vorum hræddir“ sagði sögumaðurinn. Þar er ekki erfitt að skilja, að slíkum helgistöðum varð að sýna sérstaka lotningu. Það hlýtur að hafa verið mikil reynsla að læðast á síðsumar- kvöldi til fjarlægrar uppsprettu lengst inni á heiðum til þess að sækja heilagt vatn og bera það gætilega heim i rökkrinu. Hinn rótgróni trúnaður fólks á helg- um lindum í Danmörku varg til af þeim sökum, að fyrr á tímum átti fólk litla vörn gegn veikindum og sárum aðra en þá að leita til manna og kvenna, sem talið var, að kynnu fyrir sér. Það var ekki fyrr en læknis- ví'sindin urðu samfara betri upplýs- ingu almennings, að tók fyrir trúnað fólks á helgi og kraftaverkamátt lind- anna. Árið 1870 tóku fræðimenn að safna saman munnmælasögnum um helgar lindir og héldu þvr*Sfram fram til 1925 og höfðu þeir þá safnag miklum sjóði alls konar helgisiða og þjóð- sagna, sem tengdar voru lindunum. Og þar er að finna miklar upplýsing- ar um siði og trúarhugmyndir gamalla tíma. Flestar uppspretturnar voru aðeins þekktar innan sinnar sveitar, en sum- ar urðu þjóðfrægar og drógu að sér fólk hvaðanæva að í landinu. Lind heilagrar Helenu, sem áður er nefnd, var sérstaklega fræg og það er til þjóðsaga, sem sögð hefur verig til skýringar á helgi hennar og ýmsum kraftaverkum, sem áttu sér stag í ná- grenni hennar. Þessi þjóðsaga segir frá því, er kona ein (St. Lene), sem uppi var á rómversk-kaþólskum tím- um, sigldi frá Svíþjóg til Norður Sjá- lands. Hún hafði verið deydd, en þar sem hún var dýrlingur, varð krafta- verk; klettur mikill, sem lík hennar Lindin, sem kennd er við Knút lávarð. — Teikning eftir L. C. Petersen 1883. 706 TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (30.09.1962)
https://timarit.is/issue/255590

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (30.09.1962)

Aðgerðir: