Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 16
Jóni það umbúðalaust, að „þar hann
vildi hafa það svona, þá skyldi ekki
verða betra úr því“. Hann hafði frá
upphafi hugsað smiðnum þegjandi
þörfina.
IV.
Nú fór senn að vora, og virðist
ekkert hafa orðið úr því, að Jón
Andrésson færi til róðra út á Snæ-
fellsnes. Hann var á slangri bæja á
milli, uggandi um hag sinn, og kom
stundum sem fyrr að Stóra-Vatns-
horni, þótt hann ætti þar lítilli vin-
semd að mæta.
Einn dag um vorið, þegar sýslu-
maður héraðsins, Skúli Magnússon á
Skarði, var að hefja þingaferðir sín-
ar, kom Jón sem oftar að Stóra-Vatns-
horni, og var þar þá fyrir Guðmund-
ur hreppstjóri Jónsson á Þorbergs-
stöðum, tengdasonur séra Magnúsar
Einarssonar. Kom upp úr dúrnum,
að hann var þangað kominn að skip-
un sýslumanns, og var erindi hans
að innsigla peningana frá Jóni. Voru
peningamir bornir inn í baðstofu,
en hreppstjórinn var sjóndapur orð-
inn og hafði ekki gleraugu sín með-
ferðis, svo að hann sá lítt hvers kyns
mynt þetta var, þótt hann ríslaði við
hana. Enginn spurði Jón, hvort þetta
væru þeir peningar, sem hann hafði
látið Árna í té, enda lét hann livorki
í ljós, að hann kannaðist né mót-
mælti heldur, að þeir væru frá sér
komnir. Var búið um þá í dálitlum
böggli, og þegar að því kom, að bögg
ullinn skyldi innsiglaður lét Jón,
sem ævinlega var greiðvikinn og
hjálpfús, svila sinn njóta handlagni
sinnar og réttj honum hönd við það
verk. Notað var innsigli Árna, því
að hreppstjórinn hafði ekki neitt inn
sigli meðferðis, og aldrei varð full-
komlega sannað, hvor þeirra hafði í
rauninni tnnsiglað sjóðinn, hrepp-
stjórinn eða sakborningurinn.
Guðmundur á Þorbergsstöðum
liafði síðan böggulinn á brott með
sér og afhenti hann Skúla sýslu-
manni á manntalsþingi í Hjarðar-
holti einum eða tveimur dögum síð-
ar.
Þessu næst gerðist það, að Jóni
bárust þau skilaboð frá Þórarni hrepp
stjóra Jónssyni á Erpsstöðum, bróð-
ur Árna á Stóra-Vatnshorni, að hann
ætti að koma að Snóksdal 7. júní. Að
engu var þess getið, hvers vegna
hann væri þangað boðaður, en ekki
þorði Jón annað en hlýða fyrirmæl-
unum, enda hefur hann vafalaust
grunað, hvað í bígerð var.
Þegar Jón kom að Snóksdal, var
Skúli sýslumaður þar fyrir, ásamt
Þórarni hreppstjóra og nokkrum gild
um bændum úr héraðinu. Setti sýslu
maður undir eins rétt og tjáði Jóni.að
honum væri borin á brýn peningaföls
un. Spurði hann síðan, hvaðan komn-
ar væru spesíurnar, er hann lét Árr;a
A Stóra-Vatnshorni fá. Jón kvaðst ekki
ínega segja það, nema um eina, er
komin hefði verið frá séra Magnúsi,
og myndi hann ekki gera grein fyr-
ir hinum að svo stöddu. Sýslumaður
snaraði þá fyrir hann peningunum,
sem innsiglaðir höfðu verið á Stóra-
Vatnshorni, og spurði Jón, hvort
hann þekkti þá. Jón kvaðst hafa séð
mynt þessu líka, en ekki svona úti-
látna, enda lézt hann ekki muna,
hvers konar spesíur Árni hefði fengið
hjá sér. Lauk svo yfirheyrslunni, að
Jón fór jafnan undan í flæmingi og
játaði ekki á sig neinar sakir. Að
lokum skipaði sýslumaður Þórarni
hreppstjóra, sem falin var sókn í
málinu á hendur Jóni, og Guðna Ein-
arssyni í Snóksdal, bróður Þorláks á
Vatni, að fara með sakborninginn að
Fremri-Hundadal til Guðmundar gull
smiðs Tómassonar, er skyldi gæta
hans. Hreppstjórum í Miðdölum skip
aði hann að skrifa upp allar eigur
Jóns og fela þær á.byrgð séra
Magnúsar.
Það er í sögnum og haft eftir Guð-
björgu, konu Jóns, af nánum niðj-
um þeirra, að hún hafi verið á fót-
'um lengi fram eftir þetta kvöld og
vænzt bónda síns heim. En þegar
komið var fram á nótt, hafi borið
að garði frænda og góðan vin Jóns,
heimilismann á bæ þeim, þar sem
hann var í haldi, og háfi hann haft
meðferðis Iykil að skáp í smiðjunni
í Fremra-Skógskoti. Fylgdu þau skila
boð til Guðbjargar, að hún vissi,
hvað við lykilinn skyldi gera. Eru
Guðbjörgu lögð í munn þau orð, að
hún hafi þá nótt borið allt brott úr
smiðjunni, er orðið gat manni henn-
ar til áfellis, en næsta morgun hafi
hreppstjóri komið með tvo menn til
þess að kanna eigur bónda hennar.
Um sannindi þessarar sögu verður
ekki dæmt, en margt annað er sann-
anlega mjög brenglað í sögnum þeim
sem hafðar hafa verið eftir Guð-
björgu um þetta mál. En svo vill þó
til, að í Fremra-Hundadal var um
þetta leyti lausamaður einn, allnáinn
frændi Guðbjargar sjálfrar, Sigurð-
ur Magnússon frá Hlíð í Hörðudal, og
vekur það óneitanlega nokkra til-
hneigingu til þess að trúa því, að
fótur kunni að vera fyrir sögunni.
Minnisstæð ætti Guðbjörgu að
minnsta kostí að hafa verið þessi
nótt fram á efstu ár, þótt frásagnir
hennar kunni að hafa afbakazt í
minni barnabarna hennar, er á þær
hlýddu í æsku.
V.
Jón Andrésson sat röskan mánuð
í haldi í Fremra-Hundadal, og mun
hafa verið hafður þar í járnum. Sag-
an segir þé, að honum hafi veitzt létt
að 5júka upp lásunum, og eignaði sam
tíð hans það fjölkynngi séra Magn-
úsar. En enga tilraun gerði hann til
þess að strjúka, þótt hann kæmist úr
járnunum.
í júlímánuði boðaði Skúli sýslumað
ur til þings á Sauðafellj og stefndi
þangað allmörgum vitnum. Var þar
þingað í tvo daga samfleytt og margt
manna yfirheyrt. Stefán Stephensen,
amtmaður á Hvítárvöllum hafði skip-
að Ólaf stúdent Benediktsson á Hamra
endum verjanda Jóns, en hann skor-
aðist undan því að gegna því starfi,
og var Jóni enginn annar verjandi
settur að sinni.
Allir, sem til voru kvaddir, vitn-
uðu einum rómi um hjálpfýsi Jóns og
gott dagfar, en þeir höfðu líka
heyrt margar tungur á liggja um
peningagerð hans og falssmíðar hið
síðasta misseri. Margir nágranna
hans kunnu einnig frá því að segja,
að hann hefði iðulega verið í smiðju
sinni með ljós um nætur, og sumir
höfðu komið þar til hans á næturþeli.
En ekkj hafði hann þá verið að
steypa peninga, heldur starfað að
járnsmíði og koparsmíði. Hitt var
öllu ískyggilegra, að Grímur Gunn-
laugsson á Oddsstöðum hafði heyrt
Jón segja, að hann gæti smíðað pen-
inga, en þó var skuggalegast alls, að
bæði Þorlákur á Vatni og Jón Sveins
son í Ytra-Skógskoti höfðu séð í
smiðju hans krónu úr tini eða blý-
blendingi. Hafði Þorlákur það eftir
Jóni, að hann hefði gert þetta krónu-
líki til þess að sjá, hvort tinkróna
hefði þyngd til jafns við silfurpen-
ing.
Á Jóni sjálfum var lítill bilbugur.
Hann sagðist hafa veitt viðtöku pen-
ingum frá mörgum mönnum og látið
þá aftur af hendi til annarra, en aldr-
ei skrifað slíkt sér til minnis, og
þess vegna gæti hann ekki tilgreint
þá menn alla, er hann hefði átt pen-
ingaskipti við. En að sinni vitund
hefði hann ekki látið frá sér fara
aðra peninga en þá, er hann ætlaði
gilda. Lauk svo þessum þingum, að
lítið vannst á, og úrskurðaði sýslu-
maður fangann að lokum í varðhald
að Neðri-Ifundadal, til Gunnars bónda
Gunnarssonar, en Guðmundur gull-
smiður í Fremri-Hundadal skyldi
„sem ríkasti maður í þingsókninni
fyrir betaling tilleggja Jóni Andrés-
syni rúmföt og forsvaranlegt fæði“.
Báðir skyldu þeir, „Gunnar og gull-
smiður, hafa að vænta viðurlags og
skyldast að hlýða undir lagatilkall".
Verður ráðið af þessu, að menn hafa
treglega undir fangavörzluna gengizt.
VI.
Fyrsta dag ágústmánaðar var haf-
izt handa á ný. Þá hafði amtmaður
skipað Kristján Hólm, hreppstjóra í
Ólafsvík, verjanda Jóns, og Jónas
hreppstjóra Magnússon á Melum á
Skarðsströnd til vara, ef hinn brygð-
712
T f M I N N
SUNNUD AGSBL AÐ