Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1962næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 15
skildingnum, sem um hans hendur hafði farið, og fékk annan í stað- inn, og Þorlákur á Vatni fékk Jóni skildingana, sem þeir Árni á Stóra- Vatnshorni og Þorvarður á Leikskál- um höfðu endursent honum. Gróa Sigurðardóttir hafði notað leyfitengda sonar síns til þess að taka spesíu úr sjóði hans, og hafði hún gefið hana v konu eða barni Jóns Jónssonar í Köldukinn. Kvaðst hún hafa gert þetta að Jóni fjarverandi og mistek- ið „til þess pening, sem hann vildi ekki láta farga, þegar hann kom til og aðgætti". Gerði hún orð að Köldukinn, að þau hjón létu spesí- una af hendi gegn annarri, og var það auðsótt. Kom bóndi sjálfur með hana að Fremra-Skógskotj einn sunnudag á sjöviknaföstunni. Marteinn Marteinsson- á Vatni var aftur á móti tregur til þess að skila Leópoldsspesíunni, sem hann hafði brotið með klaufhamrinum, því að þungt var í honum yfir þeim svikum, er hann hafði orðið fyrir. Virðist Marteinn hafa fariff að heiman með spesíubrotin í vasanum og ætlað sér að taka Jón Andrésson rækilega til bæna. Nú hittist svo á, að Jón kom í flasið á honum á holti framan við Kirkjuskóg. Voru kveðjur Marteins þurrlegar og viðmót hans allt nokk- uð kuldalegt. Vér hann fljótt talinu að Leópoldsspesíunni og sagði: „Ekki get ég þakkað þér fyrir sendinguna“. Jón kvaðst ekki vænta þess, því að hann hefði átt skuld að Ijúka og verið skyldugur til þess að gera. „Það læt ég vera“, svaraði Mart- einn ,„hefði ekki neitt að verið. Pen- ingurinn var ekki riktu'gur, sem Þor- lákur fékk frá þér“. „Sízt kom mér það til hugar, að Þorlákur afhenti þér svikinn pening frá mér — effa hvar er hann?“ sagði Jón. „Hann er hjá mér“, svaraði Mar- teinn, stuttur í spuna. „Lofaðu mér að sjá“, mælti Jón. En Marteinn kveðst ekkert vera upp á það kominn að sýna honum hann, en gerði það þó. að lokum fyrir þrábeiðni Jóns. Jón skoraði peninginn og lézt ekki hafa átt von á þessu, því að engan vildi hann svíkja, og innti Martein á ný eftir því, hvort þessi peningur væri frá sér kotninn. Marteini þótti enginn vafi leika á því. „Við Þorlákur þurfum að finnast að máli um þetta“, sagði Jón. En Marteinn kvað sig engu varða, hvað þeir Þorlákur töluðu, og krafð- ist greiðslu í gjaldgengum peningum. Nú hittist svo vel á, að Jón var með peninga á sér, svo að liann gat borg- að Marteini það, sem hann heimtaði af honum. En það lét Marteinn sér ekki nægja, heldur heimtaði einnig brotin úr spesíunni, því að Jón hélt enn á þeim. Jón skírskotaði þá til þess, að skuldin væri greidd, svo að hann ætti brotin, ef þau væru úr spesíunni, sem Þorlákur hafði feng- ið. Stakk hann þeim í vasa sinn og fór sína leið. Við engán var þó jafntorvelt að fást og Árna á Stóra-Vatnshorni. Hann vísaði algerlega á bug öllum málaleitunum Jóns og setti við þvert nei, þegar hann vildj fá að innleysa peningana, sem hjá honum voru. Lézt hann komast í klípu, ef hann afhenti þá, eftir að hafa skrifað sýslu manni. Þannig leið fram á einmánuð, og var orðið skammt til þess, að menn færu í verið. Séra Magnús hjarði holdsveikur og ellimóður heima í Fremra-Skógskoti og mátti sig lítt hræra. En þótt hann væri heyrnardaufur og jafnvel mæli hans farið að förla, vissi hann, hvað á seyði var. Þegar komið var fram undir miðjan aprílmánuð, reis hann upp og skarst í máiið í trausti þess, j að Árni á Stóra-Vatnshorni virti , ekki að vettugi síðustu bón gamals sóknarprests síns. Skrifaði hann Árna með erfiðismunum svolátandi bréf, sem Jón fór síðan með að Stóra Vatnshorni: „Góffi vin — alúðarheilsan! Gerið nú svo vel fyrir innilega bón mína að sleppa þeim peningum við Jón Andrésson, sem hann fékk yður, í móti riktugum og ómótmælanlegum silfurpeningum, sem þér getið sýnt svo mörgum, sem yður þóknast, og vitið svo fyrir víst, að ef það gerið af tryggð yðar og ærusemi, þá skul- uð þér vera laus við þetta mál að öllu leyti. En það bitnar á mér, hverju til bevisingar þér hafið þennan seðil í höndum til að sýna hann sýslu- manni, presti og hverjúm, sem yður þóknast“. ' En það fór sem fyrr, að Árna varð ekki haggað. Blíffmæli séra Magnús- ar bitu ekki á hann. Hann sagði Fólk, sem átti peninga frá Jóni Andréssyni, dró þá upp Or pússi sínu og skoðaði þá vandlega. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 711

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (30.09.1962)
https://timarit.is/issue/255590

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (30.09.1962)

Aðgerðir: