Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1962næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 8
lögin. En hvað spunnu þáu? ÞaS var mér allt hulið. Eg var á leið i skóla og hafði ráðið mig í vegavinnu til þess að vinna mér inn fyrir heima- vistinni á gagnfræðaskólanum á Ak- ureyr. Ragnar Guðjónsson frá Kleppu stöðum, samdælingur minn, sem var kominn tveim árum á undan mér og ég á það að þakka, að ég steig þessi spor, sagði, að dvölin í heimavistinni kostaði fimm hundruð krónur, og ég myndi kljúfa það, ef ég færi í vega- vinnu um sumarið'. Við hver vikulok lagði ég fimmtíu krónur á fimmtíu krónur ofan. En nægði það? Eg þyrfti líka föt og bækur. Og var ég yfirleitt nær áfanganum en áður hérna í miðj- um Víðidal, nema þá að'eins landfræði lega séð? Eg hafði að vísu sótt um skólavist, en ekki fengið neitt svar. Skólinn gat löngu verið fullsetinn, og myndi yfirleitt slíkur skóli taka bréf frá mér, fullt af villum, alvarlega? Því að ég var kominn að raun um það, að við frændur' skiptum um i og y á ólíklegustu stöðum. Þar að auki hafði ég engan skólaundirbún- ing. Heima á Kirkjubóli voru að vísu til húslestrabækur eftir þá Helga Hálfdánarson og Pétur Pétursson, sem þótti nýtízkulegri. Eg kunni reyndar alltaf betur við Helga, lík- lega af því, að ég kunni meira í hon- um frá sunnudagshúslestrum Magn- úsar frænda míns. Einkum féll það í góðan jarðveg hjá mér, að Helgi tal- ar svo oft um að „krossfesta holdið með öllum girndum þess og tilhneig- ingum“. Auk þess voru til sálma- bækur, Biblían gamla með leður- spjöldum og gotnesku letri og Nýja testamentið, sem ég lærði á að lesa, að ógleymdum íslendingasögunum hans Borgars- frænda míns. Af öðr- um bókum var minna. Þó var, að mig minnír, til byrjendabók í ensku og reikningsbók. Þar að auki áttum við til Pál sjóræningja, neðanmálssögu, innbundna bók. Þó að' ég væri vel að mér í Pál sjóræningja, þá réð ég lítt við hinar. Svo að þessi undirbún- ingur hrökk skammt. Aftur á móti hafði Borgar frændi minn, þegar hann var heima, sem var ekki næsta oft, því að hann var vinnumaður á Stað hjá séra Guðlaugi, reynt að koma mér svolítið niður í dönsku. Eg held þó, að það hafi ekki verið nema einn dag, þegar við vorum að rífa hrís fyrir handan ána einn vor- tíma, til þess að drýgja eldiviðinn og í þessum tíma var ekki tekin fyrir nema ein setning. En það, sem lengdi þessa kennslustund, var, að hægt var að segja hana á tvo vegu: „Jeg sá han tog sin sabel og skjulte sig“. Eða: „Jeg sá at han tog sin sabel og skjulte sig“, sem útleggst á íslenzkurEg sá hann tók sverðið sitt og faldi sig eða Eg sá, að hann tók sverðið sitt og faldi sig. Boggi lagði mikið upp úr þéssum mismun. Eg held, að honum hafi þótt önnur setn- ingin ótæk, en ég man ekki hvor. — þann dag í dag. Og hvað efninu við- þann daga í dag. Og hvað efninu við- víkur, þótti mér þetta alltaf heldur hugdeigur riddari, sem tekur sverð'ið sitt og felur sig. Eg var því ekki orðinn sérlega slerkur í dönskunni eftir þennan eina kennslutima í hrísinu. En Borgar frændi minn gaf mér líka einu sinni íslenzka málfræði, ég held eftir Bene- dikt Björnsson, með vísu á fremsta blaði: - Þú mátt eiga þetta kvér, þér ég segi, vinur minn. Lestu greyið litla hér og lærðu að beygja nafnorðin. Svo líklega hefur Borgar lagt fyi'st- ur grundvöllinn að því, sem verða átti í fræðunum. Svo var það einn þungbúinn ágúst- dag eftir vinnutíma, þegar við vorum kominn inn í tjöld, að einhver kemur inn í tjaldið til mín og segir, að það sé kominn maður úti á gráum hesti, sem vilji finna mig. Mig? Hver gat verið að finna mig? Þessi maður var ókunnur, líklega úr öðru plássi, roskinn maður. Þetta hlaut að vera misskilningur, því að ég þekkti fáa og enn færri, sem vissu, ég var hér í vegavinnu í Víðidal. Lík- legast var Magnús frændi minn kom- inn að' sækja mig Eg herti samt upp hugann og skreið út úr tjaldinu. Þá sá ég hann, þar sem hann sat cnn á hestbaki, álútur nokkuð' og sneri maður og hestur í mig baki. Þeir gátu auðvitað ekki vitað, í hvaða tjaldi ég bjó. Eg valdi samt þann kostinn að taka á mig krók á milli tjaldanna og koma framan að þeim. Reiðmaður var stórskorinn í andliti og var frekar ófríður með þykkar varir, en augu íhugul og gáfuleg. — Eruð þér Sveinn Bergsveinsson? hóf hann máls. — Já, svo á það að heita, sagði ég. — Komið þér sælir, ég heiti Sig- urður Guðmundsson. — Komið þér sælir, sagði ég og tók í hönd hans — Þér hafið sótt um skólavist í vetur við gagnfræðaskólann á Akur- eyri. — Já, sagði ég. Nú hlaut það að koma. Urðardómurinn: Skólinn full- setinn. — Hafið þér fengið nokkurn undir- búning? sagði reiðmað'ur. Eg var að hugsa um að minnast á undirbúning í dönsku, sem ég hafði fengið fyrir handan ána, en tók mig á, því að kannske var setningin „Jeg sá han tog sin sabel og skjulte sig“ ekki nægileg til undirbúnings, og svo gat það eins verið vitlausa setn- ingin. — Nei, sagði ég. — Jæja, góðurinn, það gerir nú ekkert til. Þér komið bara hálfum mánuði fyrr. — Já, það skal ég-------- — Svo skal ég útvega yður undir- búning í dönsku, íslenzku og reikn- ingi. — Já. — Jæja, góðurinn, verið þér nú sælir. — Verið þér sælir. Ég var enn ekki búinn að átta mig á því, hvað hafði gerzt. Hvernig gat Sigurði skólameistara dottið í hug að leita að mér í tjöldunum hér í Víði- dal? Og að hann skyldi vera að hafa fyrir slíku vegna jafnlítilmótlegs manns. Síðar frétti ég, að hann heíði verið á yfirreið á sínum æskuslóðum um austursýsluna, og líklega frétt aí mér á Lækjamóti. Ég stóð í sömu sporum, þangað til maður og hestur voru horfnir sjónum, og þakkaði guði mínum fyrir, að Sigurður Guðmunds son skyldi vera til. Snemma i september var varla vinnandi í vegagerð fyrir illviðrum og bleytu. Verkstjórinn, Friðrik í Dæli, lét því hætta vinnu og fóru menn hver til síns heima, nema Ing- ólfur í Galtarnesi, sem næst bjó, var eftir til þess að ganga frá vögnum og verkfærum. Þar skildi með okkur félögum, Einari Sumarliðasyni og mér, og hélt hann í vesturátt með sumarkaupi'ð sitt og hafði tvo til reiðar. Hafi færleikarnir fyrr um sumarið heitið Garpur og Mósi, þá er eins líklegt, að þeir hafj heitið nú Rauðka og Skjóni, því að mig minn- ir, að hann hafi haft gaman af hrossa kaupum, ýmsum í hag. En ég fór um borð á Hvammstanga á leíð í austurátt. Eg sá Sissí, sem ég kynntist um vorið, þegar við Ein- ar Sumarliðason unnum að stétlinni hjá Sigurði Davíðssyni, aðeins bregða fyrir, þvi að nú þóttist ég ekki eiga lengur heimagengt, þar um slóðir. Nú er hún sjálf horfin af sviðinu. — Minn sveigur við minnisvarða hennar er vísan, sem ég orti á Miðfjarðar- hálsi og endaði á Ijóðlínunum: Mína dvöl við Miðfjörðinn man ég alla daga. Eg steig á land á Akureyri með sex hundruð krónur í vasanum. — Ég var kominn í nánd við hið lang þráða mark: skólann. Ég fékk fyrst inni á Hótel Gullfossi, í herbergi með væntanlegum bekkjarbróður mínum, Önfirðingnum Arngrími Bjarnasyni. Ég dáðist að honum fyr- ir það, að hann gat lesið Familie Jo- urnal á dönsku. í matsal gistihúss- ins kynntist ég ísfirðingunum Pétri Oddsyni, Birni Guðmundssyni, Hall- Framhald á 718. síðu. 704 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2158
Tungumál:
Árgangar:
13
Fjöldi tölublaða/hefta:
556
Gefið út:
1962-1974
Myndað til:
03.03.1974
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Fylgirit Tímans
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (30.09.1962)
https://timarit.is/issue/255590

Tengja á þessa síðu: 704
https://timarit.is/page/3550960

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (30.09.1962)

Aðgerðir: