Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1962næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 7
* Sumarið 1927 leíð. Tíðindalítið á yfirborð'inu. En það var eins og und- ir niðri leyndust hulin örlög. Örlög, sem maður ekki þekkti, en bjó þó allt- af návistum við. Jafnvel þegar vígð var Víðidalsárbrúin, sem reist var undir handleiðslu Karls Friðriksson- ar, virtist ekkert gerast, þó að kæmu þangað múgur og margmenni. Nema ég man það, að hún var vígð. Við vegavinnumenn höfðu jafnan átt lít- ið saman við brúarmenn að sælda. Virtum þá lítils. Á laugardagskvöldum fóru Víðdæl- ingar og aðrir Húnvetningar heim til sín. Á sunnudögum missti ég Einar Sumarliðason líka út í buskann með tvo til reiðar Svo ég var konungur tjaldanna, nema Ingólfur gamli i Galtarnesi var stundum við tjöldin um helgar. Eg var sem Abraham, þar sem ég sat í tjalddyrum mínum. Á slíkum sunnudögum gátu gerzt margir hlutir, jafnvel hinir ótrúleg- ustu, því að örlögin voru alltaf að spinna einhvers staðar í nálægð minni: Ef hún til dæmis kæmi ríð- andi til tjaldbúðanna. Ein. Eg sá hana stökkva af baki hon- um Bleik sínum í dökkum reiðfötum með hvítan silkiklút um hálsinn og með silfurbúið keyri í hendinni: Anna á Þorkelshóli! Ef ég lokaði augunum, sá ég hana betur. Eg var konungur tjaldanna. Eg gat bent á tjöldin: Þetta eru mín tjöld. En í hvaða föt- um átti ég þá að vera? Eg átti engin föt. Hvernig átti ég að taka á móti henni, sjálfri drottningunni í daln- um, jafnvel þó að ég væri konungur? Hvað átti ég að segja? Þarna stóð hún keikrétt með silkiklútinn og silf- urbúna svipuna. Og þarna stóð ég gagnvart henni, fatalaus Strandamað- ur. Og hvað svo? Eg gat ekki hugsað hugsunina á enda. Einn sólbjartan sunnudag á miðju sumri fann ég það á mér, að engin drottning kæmi í dag. Eg reikaði einn um holt og móa. Eg hef aldrei fundið eins glöggt og þá, hvað Víð'i- dalurinn er breiður, hvað einn nítján ára Strandamaður fyllir lítið upp landslagið í miðjum Víðidal. Eg gerði þær athuganir, að gróðurlag þar er ólíkt því, sem ég átti að venjast í Staðardal. Frá ýmsum sjónarhólum séð var erfitt að skoð'a Víðidal sem dal. En þó var það ekkert á móts við Suðurland, sem ég síðar kynntist. Þar er erfitt fyrir Vestfirðing að skilja landslagið sem landslag. Mitt í þess- um þenkingum mínum veit ég ekki fyrr til en ég stend fyrir utan tún- garðinn á Þorkelshóli. Ætlaði ég þangað? Nei, ég hefði sízt ótilkvadd- ur beint för minni að Þorkelshóli. Þangað kemur maður sem konungur, en ekki sem beiningamaður með mýr- arslettur upp á miðja leggi. En hins vegar var enginn skaði skeður, þó að maður skoðaði túngarðinn. Eg hafði vit á túngarðshleðslu frá Kirkjubóli. Að vísu hlóð Magnús frændi minn meira úr torfi, mýrarsniddu, hann hlóð aðeins kvíarnar eða byrgið úr grjóti. En hér var mest allt úr grjóti. Skyldi hún annars vera heima í dag? En það kom mér ekkert við. Eg átti þangað ekkert erindi. Auk þess voru kannske gestir. Og auk þess var kaffi tími, svo að það gat litið svo út, að ég væri að sníkja mér kaffi. Og auk þess------ Það voru svo mörg „auk þess“, að ég sá það ráðlegast að snúa við — og halda inn í mína einveru aftur. Hvað skyldi fólkið halda. ef það sæi þennan Strandamann, hálfgerðan út- lending í Víðidal, gegnum gluggann, snuddandi í kringum túnið? En örlögin spunnu þræði sína jafnt og þétt. Þau áttu eftir að breyta þess um einmanalega sunnudegi í reglu- legan sunnudag Og það eingöngu af því, að ég hef alltaf haft gaman af blómum. Rétt í því að ég er að hverfa frá túngarðinum, verð'ur mér litið inn fyrir hliðið og kem auga á hnapp af baldursbrám Eg hafði svo sjald- an séð baldursbrár. Eg held, að í Kirkjubólslandi og jafnvel öllum Stað ardal vaxi ekki ein einasta baldurs- brá. Þetta gat ég ekki staðizt og fór inn fyrir hliðið til þess að skoða þær betur, jafnvel stinga einni í hnappa- gatið. Þá er það sem hún kemur, tátan litla, sem ég man ekki lengur nafn- ið á, en nú er sjálfsagt orðin frú í Reykjavik, hlaupandi niður hlaðvarp ann, tekur í höndina á mér og segir: — Komdu sæll, hefurðu gaman af blómum? — Já, segi ég, sérstaklega baldurs- brám. — Komdu hérna bak við bæinn, þar eru miklu fleiri baldursbrár. Og svo tók hún aftur í höndina á mér og leiddi mig á eftir sér bak við bæjarhólinn. Já, hún hafð'i sagt það satt. Mikill var sá fjöldi, sem þarna var saman kominn af baldursbrám. — Eg skal tína nokkrar fyrir þig, ef þú vilt. sagði tátan litla, sem ég man ekki nafnið á. Svo tíndum við bæði stóra blómvendi og fórum og settumst niður á mitt túnið. — Kanntu að búa til sveig, sagði hún. — Nei, en ég skal búa til festi. Svo hnýtti hún tvo sveiga og krýndi okkur, en ég skrýddi okkur bæði með festi. — Nú ert þú blómakóngur, en ég blómadrottning, sagði hún. Það fór ekki svo, að ég yrði ekki kóngur þann dag, þótt drottningin yrði önn- ur en til var ætlazt. Og ég kom oftar að Þorkelshóli, og alltaf var það tátan litla, yngri systir hennar Önnu, sem tók á móti mér. Eg var víst líka boðinn í kaffi og ég hef sjálfsagt einhvern tíma séð Önnu um leið. En því er ég löngu búinn að gleyma. ★ Sumri var tekið að halla og haust- ið á næsta leiti. Og alltaf spunnu ör- DR. SVEINN BERGSVEINSSON: TJALDD YRUMSINUM T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 703

x

Tíminn Sunnudagsblað

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2158
Tungumál:
Árgangar:
13
Fjöldi tölublaða/hefta:
556
Gefið út:
1962-1974
Myndað til:
03.03.1974
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Fylgirit Tímans
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (30.09.1962)
https://timarit.is/issue/255590

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (30.09.1962)

Aðgerðir: