Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 5
Haraldur j Markholti. í baksýn er hitaveituskurSurinn í Stórholtinu. —
(Ljósmynd: TÍMINN — GE).
— Voru tundurduflin ekki mjög
misjöfn ag gerð?
—Yfirleitt voru þau mjög svipuð,
en einu sinni var ég beðinn um að
eyða tundurdufli á Raufarhöfn, sem
var af alóþekkti gerð. Ég fór með
varðbátnum „Finnbjörn“ frá Akur-
eyri, 1. maí, og vig vorum að ræða
um það okkar í milli, Jón skipstjóri
og ég, að það væri kannski bezt að
taka þátt í hátíðahöldunum og
skemmta sér svolítið, áður en maður
færi inn í eilífðina. — Þetta var
þýzkt alúminíumdufl, og ég hafði
áldrei séð þannig dufl áður. Jón var
•mótfallinn því, að ég ætti nokkuð við
þa, en að öðrum þræði fannst okkur
ekki verjandi að láta það eiga sig.
Það varð að samkomulagi hjá okkur,
að við skyldum bíða af nóttina: „Ég
ætla að vita, hvað mig dreymir,
sagði ég, ef mig dreymir illa, á ég
1 í M I N N - SUNNUDAGSBLA*
ekkert við það.“ — Um nóttina
dreymdi mig tvær stúlkur, hét önnur
Svava, en hin Guðbjörg. Ég átti að
ferja þær frá Hólmavík þvert yfir
fjörðinn. En þegar til kom, var það
aðeins Guðbjörg, sem kom. Guðbjörg
er gott nafn. Ég vaknaði, þá var
klukkan fjögur og sumarnótt. Ég var
sannfærður um, að draumurinn væri
fyrir góðu, tók verkfæri mín án þess
að láta nokkurn vita og fór að fást
við duflið. — Við, sem höfum verið
á sjónum, erum nú allir svo hjátrúar-
fullir. — Það var enginn armur á
þessu dufli, og það hafði ekki legið
fyrir föstu. Lokið var ekki fest með
boltum og róm, eins og á ensku dufl-
unum, heldur með undirsinkuðum
skrúfum, og ég varð að meitla þær
ellar af. Inni í því voru plasthylki
með alls konar tækjum og klukkum,
og inni í miðjunni stór plastkarfa,
sem mér virtist vera eins konar mót-
takari. Þessu tundurdufli hefur senni-
Jsga verið sleppt á leiðir skipalesta
og straumnum hleypt á það með fjar-
skiptasambandi, þegar það átti að
springa. — Við tókum duflið um borð
í Finnbjörn, og innvolsið skekkti
kompásinn: — Við ætluðum á ísa-
fjörð, en skipstjórinn vaknaði upp við
vondan draurn, þegar við vorum
komnir inn undir Þaralátursf jörð.
Sprengiefninu í þessu dufli var allt
öðruvísi fyrir komið en í brezkum
tundurduflum. í þeim brezku var það
á kútum, en í þessu var það í föstu
formi, líkt og múrsteinar, og því var
haldið upp í duflinu. Það tókst svo
illa til, að tveir skipverja báru
sprengiefnið með berum hönudum
og fengu við það húðsjúkdóm, sem
TNT-sprengiefnið orsakar. — Af
sþrengiefninu sjálfu stafar lítil hætta,
önnur en snerta það með berum
höndum, en fólk freistaðist stundum
til þess, þegar það var að forvitnast.
— Var það stundum að snúast í
kringum duflin?
— Það kom fyrir, en það var ekki
dirfska, , heldur óvitaskapur. Við töl-
uðum stundum um það, Guðjón
Teitsson, forstjóri Skipaútgerðarinn-
ar og ég, hvort rétt væri að upplýsa
fólk um aðgerðir á tundurduflum, en
við þorfðum aldrei að eiga það á
hættu, að einhverjir með hálfkaraða
vitneskju færu að eiga við þau. —
Aftur á móti létum við sjófarendum
í té nauðsynlegar upplýspigar.
— Hvað heldurðu, a þú sért búinn
að gera mörg tundurdufl óvirk?
— Ég veit það ekki fyrir víst, —
400—500 stykki. Ég komst upp í ell-
efu stykki á dag. En fyrir tveim árum
hætti ég þessu alveg, enda orðið lítið
um dufl við landið.
Og nú hættum við að tala um dufl,
og ég spyr hann um búskapinn í
Markholti.
— Ég bjó í átta ár. Ég hafði flutt
til Reykjavíkur frá Hólmavík og var í
Skjólunum með tólf börn. Maður vissi
aldrei, hvað varð af þessum hóp á
kvöldin og hafði meiri áhyggjur af
honum en brauðstritinu. Þá hélt
ég, að það væri bezt að verða bóndi.
Búskapurinn var eins og hjá öðrum
frumbýlingum, þrældómur og aftur
þrældómur 365 daga á ári. Björtu
hliðarnar hurfu fyrir skuggahliðun-
um; það, er saga frumbýlingsins í dag.
—■ Ég seldi kýrnar á einum haustdegi,
og þar með var það búið.
— Verður maður ekki harðari í
lífsbaráttunni, þegar maður á svona
mörg börn?
— Ég veit ekki, ég hef engan sam-
anburð. Það er svo langt síðan ég
átti fá.
— Þú hefur byrjað snemma.
— Já, ég vsr tuttugu og þriggja,
en konan sautján. Fólk á að giftast
701