Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 6
ungt; — það er miklu betra fyrir tvo
mjúka steina að falla saman en tvo
harða. Hjónabandið er mikil tilviljun,
eins konar happdrætti. Það, sem gild-
ir, er að fá stóra vinningjnn — og ég
fékk hann. Annars veit ég eiginlega
ekki, hvenær ég hafði tíma til að búa
öll þessi börn tiL Ég var í mörg ár
eins og gestur á heimilinu, alltaf á
eilífu flakki, vinnandi út um allt land,
svo að hún var bæði húsmóðir og hús-
bóndi á heimilinu. Samt er ég skrif-
aður fyrjr börnunum, þótt hún eigi
í raun og veru miklu meira í þeim.
Það gleymist stundum, að það er ská-
stífan, sem styður staurinn, þegar
hann stendur uppréttur.
— Þú talar mikið um tilviljanir.
— Já, hví ekki. Allt mitt líf hefur
verið mótað af tilviljunum.
— Var það kannske líka tilviljun,
þegar þú hættir að búa og fórst að
grafa „gullið“ úr sandinum?
— Já, það var hrein tilvjljun, að
við stofnuðum Sandver h.f. — Ég og
•mágur minn löbbuðum okkur einu
sinni út með skóflu og stungum henni
niður í malarkamb, þar sem nú eru
gryfjurnar okkar. Við tókum landið
á leigu og fórum að selja sand. Það
var upphafið.
— En hvernig stendur á því, að til-
viljanirnar eru sumum hagstæðari
en öðrum?
— Þær þurfa einhvern stuðning
Það þarf að koma með ívafið í þessa
uppistöðu, sem lögð er í hendurnar á
manni. Það þarf ekki að segja mér,
að einhverjir „ismar“ séu uppistaðan
í lífinu. Þetta eru allt tilviljanir.
Maður verður bara að vara sig á því,
að láta óskhyggjuna leiða sig i gönur.
Hún er hættuleg blekking.
— En þú trúir á drauma.
— Já, ég fer venjulega eftir þeim,
ef ég get ráðið þá sjálfur. Þá vendi
ég stundum mínu kvæði algerlega i
kross. Trú og staðreyndir eru and-
stæður. Þess vegna maður annaðhvort
að trúa án staðreynda eða trúa alls
ekki og fara eingöngu eftir staðreynd-
um. En þó getur trúin í fyllingu orðið
staðreynd, tökum til dæmis draum;
— ef hann rætist, verður hann stað-
reynd.
— Hvort dugar þér betur trú eða
staðreynd í viðskiptalífinu?
— Það er hvort tveggja ágætt.
— Ræður tilviljunin miklu í við-
skiptalífinu?
— Það, sem olli mestri efnahags-
breytingu í mínu lífi, varð af til-
viljun. Það er mikið um tilviljanir
vjðskiptum manns við fólk, Ma
hefur ef til vill umgengizt fólk árum
saman og fundizt maður þekkja það
Svo kemst maður eina dagstund ir
fyrir landhelgina og það gerbreytir
öllu. — Það er svo þykk á okkur
skelin.
Framhald á 718. síðu.
JOYCE CARY:
ÐÝRÐ SÉ
BÖRNIN voru að leika jarðarför.
Lítill, dökkhærður drengur lá í app-
elsínukassa. Augun lokuð, hendurnar
krosslagðar á brjóstinu. Kassinn var
of stuttur fyrir hann, og hann varð
að glenna fæturna ögn í sundur og
beygja hnén.
Feitlagin telpa með kringluleitt
andlit, um það bil tíu ára gömul, hélt
í annan endann á spotta, sem settur
hafði verið undir kassann. Prestur-
inn — horaður hnokki á svipuðum
aldri og telpan — hélt í hinn end-
ann. Hann var með þunnt nef og
stór, grá augu, sem ólguðu af óþoli.
Hann hafði nælt hvíta svuntu um
axlir sér, og hélt á samanbrotnu dag-
blaði, sem hann lézt lesa, og notaði
orð og sambönd, sem hann hafði
heyrt í kirkju eða útvarpi. Sum
komu nú dálítið brengluð. Hann tón-
aði orðin mærðarlega af skjálfandi
ákefð.
„Við erum eins og grasið. Það er
grænt á morgnana, en á kvöldin hef-
ur það verið slegið — og ormar munu
eta líkama okkar“.
Litli drengurinn í appelsínukass-
anum deplaði augunum. Lítil, Ijós-
hærð stúlka stóð hjá kassanum —
hún var ekkjan. Hún leit ekki á lík-
ið, en starði með dáleiðslusvip á
ræðumanninn. Varir hennar bærð-
ust, og hún reyndi að hafa orðin
upp eftir honum.
Presturinn þagði andartak til þess
að rifja upp eitthvað, er hann hafði
gleymt, og sagði síðan skrækum
rómi: „Síðasti óvinurinn er dauður,
því að hann setur allt undir lappirn-
ar á sér — til nú, Magga!“
Þessu var beint til stúlkunnar, sem
hélt í spottann og starði, einblíndi á
drenginn í kistunni.
„Hana, Magga“, endurtók prestur-
inn hvass og kippti í endann á spott-
anum. „Vaknaðu“.
Stúlkan hrökk við og tók í spott-
ann. Annar endinn á kistunni lyftist
og þau drógu hann að pytti, sem var
hálffalinn laufj og sorpi.
Dökkhærða stúlkan sagði við litla
drenginn:
„Er allt í lagi með þig, Davíð?“
og við orð hennar snarsneri prestur-
inn sér að henni og hrópaði reiðilega:
„Þegiðu, Magga“.
„Ég var bara . . .“
„Hann er dauður — hann er dauð-
ur, ég var búinn að segja þér það.
Og það er allt í lagi með hann, ef
þú lætur hann bara í friði. Honum
er skítsama“.
702
TUNGUNU
Davíð herpti saman varirnar, þeg-
ar hann heyrði þetta.
Presturinn sagði hátt:
„í miðju lífinu býr dauðinn".
Skyndilega kom hreyfing á líkið í
kassanum. Presturinn kastaði reiði-
lega frá sér dagblaðinu og hrópaði
gremjulega:
„O ,það er ekkert gaman að þessu“.
Litli drengurinn paufaðist upp úr.
Hann gaut augunum sitt á hvað, eins
og hann vildi segja: „Drepið þið
mig, ef þið viljið — ég er hættur“
„Hann er hræddur," sagði Magga.
„Eg sagði, að hann yrði hræddur “
„Það er alltaf eins — ég hélt að þig
langaði til þess að gera þetta almenni
lega. En auðvitað — ef þú ætlar að
fara að skipta þér af krökkunum“.
„Ég sagði bara, að Davíð . . .“
„Eg veit það Allt er eyðilagt". —
Magga sneri sér móðguð að litlu stúlk
unni.
„Kata, þér er sama, er það ekki
Kata?“
Og Kata svaraði dreymandi, fjar-
rænni röddu:
„Já, mér er sama“.
Magga laut niður og ætlaði að taka
upp blaðið, en presturinn var fljót-
ari til.
„Allt í lagi, Kata, — gleymdu bara
ekki, að þú ert dauð. Steindauð".
Varir telpunnar bærðust. Hún virt
ist átta sig á skilmálunum, en ein-
hvern veginn var hún óravegu í
brottu.
Athöfnin hélt áfram.
„Maðurinn er fæddur af konu og
hann hefur stuttan tíma. Hann geng
ur eins og skuggi —• hann er sleg-
inn eins og blóm á engi . . .“
Kata endurtók hægt orðin, og það
kom roði í kinnar henni.
Presturinn tók handfylli af lauf-
um og sáldraði yfir hana. Eitt laufið
féll niður á háls hennar, en hún lá
kyrr eins og steinn. „Af moldu komin
— að moldu verðurðu . . .“
Hann þagnaði til þess að virða fyr-
ir sér þetta fallega lík. Síðan hækk-
aði hann röddina, fyrst hægt, en síð-
an hljóp í hann tryllingur og hann
skrækti: „Dýrð sé sólinni, dýrð sé
stjömunum, dýrð sé tunglinu“.
Varir barnsins mynduðu orðin. —
Skyndilega komu grettur og viprur
á andlit hennar. Hún snökkti. Tárin
brutust fram og runnu niður kinn-
amir.
Presturinn þagnaði og sagði síðan
tryllingslega:
Framhald á 718. síðu.
t
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ