Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 9
HELGAR LINDIR
íDANMÖRKU
Fólk hefur trúað því á ýmsum
tímum, að til væru helgar lindir
sem byggju yfir lækningamætti,
— vatn þeirra gæti unnið
kraftaverk á sjúkum og þjáðum.
Margar sögur eru til um sjúkt
fólk — jafnvel dauðvona — sem
varð albata eftir að hafa neytt
eða laugazt vatni helgrar lindar.
Fólk — sjúkt og heilbrigt — fór
oft hópum saman til slíkra linda
til þess að verða aðnjótandi hins
heilaga vatns.
Grundvöllurinn fyrir þessari trú
fólks á kraftaverkamátt vlssra linda
virðist eiga rót sína að rekja til þess,
að ferskt lindarvatn hressir og endur-
nærir meira og betur en annað vatn.
Á sumrum, þegar sólin hellir sér yfir
landið, verða ár, vötn og pollar volg,
en ískalt vatn lindarinnar er ávallt
jafnferskt og betra öllu öðru vatni.
Tærleiki lindarvatnsins og speglun
umhverfisins í fleti lindarinnar hafa
án vafa ýtt mjög undir ímyndunar-
aflið, enda eru mörg dæmi til þess,
að skáld hafi ort fögur kvæði um
lindir, og margar sagnir fornar og
nýjar eru til um hejlagleika linda.
Nægir að benda á hina frægu kvik-
mynd snillingsins Ingmars Bergman
„Meyjarlindin", sem sýnd var f Hafn-
arfirði fyrir skömmu, en hún er byggð
á gamalli sögn. — Margar frumstæð-
ar þjóðir höfðu í frammi helgisiði,
sem voru bundnir við lindir. Og Forn-
Grikkir ímynduðu sér goð og gyðjur,
sem orðið höfðu til úr vatni. Þeir
trúðu því, að ár og lindir hefðu sál, og
í lindunum sáu þeir vatnadísir, sem
þeir kölluðu „'nymfíur".
í Danmörku hefur varðveitzt vit-
neskja urn hvorki meira né mjnna en
650 helgar lindir. — Það er hægt að
rekja dýrkun norrænna manna á lind-
urn allt aftur í gráa forneskju: Á
bronzöld (1500—400 fyrir Krists
burð) dýrkuðu Forn-Danir vissar lind
ir, og það hafa fundizt fórnir við
þessar lindir, sem færðar hafa verið
á bronzöld. Það er ejnnig hægt að
færa sönnur á með svipuðum hætti,
að við margar lindirnar hafa staðið
f'órnarölturu. Það eru allmiklar lík-
ur fyrir því, að lind hafi verið dýrk-
uð, ef hún ber nafn hinna heiðnu
goða, svo sem Óðins, Þórs eða Freys.
Skýrasta dæmið um það er ein af
þekktustu helgilindunum í Danmörku,
St. Helenu-lmdinni sem svo var nefnd
eftir konu, er uppi var á miðöldum
og kölluð vwr Helle Lene eða sankti
Lene, var þannig upprunalega gefið
nafn hins heiðna goðs Týs. Hinar
heiðnu helgilindir urðu að kristnum,
þegar hin heiðnu goð urðu að láta
undan síga fyrir trúnni á Krist, sem
hélt innreið sína í Danmörk á tíundu
öld.
Kapellur voru byggðar við margar
helgar lindir í Danmörku, og þar
gat fólk, sem leitaði á nág lindarinn-
ar eða dýrlingsins, sem hún hét eftir,
beðizt fyrir og ákallað dýrling hennar
og guð og beðig meinum sínum og
sjúkdómum bóta. Helgum uppsprett-
um voru gefin nöfn ótal helgra
manna og kvenna á tímum kaþólsk-
unnar í Danmörku, og ferðir manna
til uppsprettna og trú þeirra á lækn-
ingamátt þeirra var einnig viðloðandi
eftir að liin lúthersk-evangeliska
kirkja leysti þá kaþólsku af hólmi
árig 1536. Það leið langur tími, þang-
að til trúin á kaþólska dýrljnga fjar-
aði út meðal sveitafólksins, sem var
fastheldið á gamla siði kaþólskunnar
og miðaldanna. Sama gilti um trúna
á lækningamátt lindanna, hún hélzt
við næstu aldir eftir siðaskiptin. Enda
þótt prestar mótmælendakirkjunnar
reyndu það, sem þeir gátu, til þess að
rífa upp með rótum allar minjar hinn-
ar kaþólsku trúar, tókst þeim ekki,
að koma í veg fyrir ferðir fólks til
hinna heilögu uppsprettna, og frægð
þeirra og vegur óx mikið næstu
hundrað árip eftir siðaskiptin 1536.
Meira að segja konungarnir töldu
Kross heilags Andrésar á „Hvíldar-
hæðinni" við Slagelse.
það ekki fyrir neðan virðingu sina að
leita til þeirra. Kris'tján IV, sem réð
ríkjum í Danaveldi frá 1588 til 1648,
var tíður gestur við lind heilagrar
Helenu, og þar lét hann byggja hús,
þar sem hann gæti eytt nóttinni við
bænir. Hann lét einnig færa sér vatn
úr lindinni til eigin nota í Kaup-
mannahöfn. Svo rík var trú manna á
mátt uppsprettuvatnsins, að hún hafði
ekki fjarað út, þegar 19. öldin hófst,
— á þeim tímum fór fjöldi manna til
lindanna í sama tilgangi og menn
höfðu gert, þegar kaþólsku dýrling-
arnir áttu hugi manna og hjarta.
í Landsgrav í námunda vjð Slag-
Sjúkir og þjáðir við gröf Sankti Helenu á Jónsmessunótt. — Málverk eftir
Jörgen Sonne 1846.
TÍBINN
SUNNUDAGSBLAÐ
705