Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 21
tryggur. Kvaðst hann myndi gera við-
vart, þegar fara skyldi fyrstu sleða-
ferðrna á vetrinum og dró ekki af því,
að hann einn myndi ráða því, hvert
þá yrði farið. Hans Jacobi sá þann
kost vænstan að sætta sig við þetta,
þvf ag vanséð var að öðrum kosti,
hversu hinn dyggi þjónn nýttist hon-
um framvegis.
Loks var það dag nokkurn, að Matt-
hías kom til húsbónda síns, hátíðleg-
ur á svip, og tjáði honum, að hund-
arnir myndu standa fyrir sleganum
ag loknum hádegisverði.
Frost var hart, og Hans og kona
hans bjuggu sig eins og hlýlega og
verða mátti. Matthías hlúði vandlega
að húsbændum sínum á sleðanum, og
síðan sveiflaði hann svipunni til
merkis um það, að hundarnir skyldu
halda af stað. Hundarnir höfðu ekki
verið notaðir til dráttar mánuðum
saman, svo að á ýmsu gekk, áður en
þeir sættu sig vig aktygin. Matthías
mælti ekki orð frá vörum og lét þess
að engu getið, hvert ferðinni væri
heitið . Loks sveigð'i hann inn í dálitla
vík, þar sem skonnortan hafði jafnan
verið höfð í vetrarlægi sjö mánuði
ársins. Þar stóð upp úr ísnum og
fönninni stór steinn, og var í hann
fest járnkeðja, landfestar skútunnar.
Matthías stöðvaði hundana spöl-
korn frá þessum steini. Síðan beið
hann um stund, á meðan þeir voru að
kyrrast, en tók því næst af sér prjóna
húfu, er hann hafði á höfði, og lagðist
berhöfðaður á kné fyrir framan fest-
arsteininn. Þar fórnaði hann báðum
höndum til himins og hóf harmagrát-
inn, sem hann hafði svo oft haft uppi
um haustið. Áð þessu sinni var hann
þó miklu orðfleiri en áður og marg-
endurtók, hvílíkri furðu það sætti, ag
hann, sem ekkert megnaði, skyldi
Myndir úr Spánar
Framhald af 714. siSu.
aftur bænin og bjallan. Klefabúinn
snökkti og hrein eins og barn. Svo
tók hann að ákalla móður sína:
„Madre, madre!“
„Hombre, hvers vegna hugsaðirðu
ekki um hana fyrr?“ sagði vörðurinn.
Þeir skunduðu brott með hann . . .
Nikulás litli dó engum hetjudauða.
Hann var óbreyttur borgari. Hermenn-
irnir í bakgarðinum voru óbreyttir
borgarar líka. Þeir höfðu enga
reynslu af því að deyja. Þeir voru
skelfilega hræddir við að deyja. Ofar
skýjum hnituðu óvinaflugvélarnar
hringa og létu sprengjurnar falla;
þeir fleygðu sér á magann og grófu
sig í aurinn og voru hræddir. Oft
þegar vélbyssurnar byrjuðu að gelta,
létu þeir hjartað ráða og hrópuðu
nöfn mæðra sinna. Þeir höfðu gaman
halda lífi, en hinn forframaði bróðir
hans, forsjá foreldranna, deyja fyrir
aldur fram. Þetta sö'nglaði hann
■margsinnis og á marga vegu. Þegar
hlé varð á ávörpum og ákalli, rak
hann upp orðlaus kvein og sársauka-
óp. Húsbændur hans stóðu álengdar
og horfðu forviða á þessar aðfarir.
Hundarnir höfðu fyrst í stað setið
kyrrir, þar sem Matthías skildi vig þá.
En þar kom, að þeir stóðust ekki leng-
ur mátið. Þeir þokuðu sér af stað og
drógu sleðann á eftir sér, námu svo
staðar vig steininn og skipuðu sér í
hring í kringum Matthías. Þegar hann
herti hljóðin, ráku þeir trýnið upp í
loftið og tóku að spangóla af öllum
mætti. Þannig þuldi hann langa-Iengi
særingar sínar og áköll við spangól
átta hunda, og þrátt fyrir frosthörk-
una þennan dag, hnappaðist sviti á
enni hans. Þetta var furðuleg stund.
Sólin brá rauðleitum bjarma á suður-
loftið, hafísjakar, sem stóðu upp úr
lagísnum sindruðu fjólubláir í daufri
dagskímunni, og andardráttur kvein-
andi mannsins og spangólandi hund-
anna myndaði gráa stróka í kuldan-
um.
Allt í einu þagnaði Matthías. Hann
vatt sér að hundunum og húðskamm-
aði þá fyrir að hafa ekki staðið kyrr-
ir, þar sem hann skildi vig þá. Svo
fór hann að greiða dráttartugarn-
ar, sem höfðu flækzt. Að því búnu
bauð hann húsbændum sínum sæti
á sleðanum og ók heimleiði'S, mun
hraðar en áður. Hann tók aktygin af
hundunum án þess að mæla orð frá
vörum, lét sleðann á sinn stað, og
skálmaði síðan brott. Eftir þetta
heyrðist hann mjög sjaldan harma
dauða bróður síns. Hann hafði flutt
kveinstafi sína á þeim stað, þar sem
við átti, og nú gat líf hans aftur fall-
stríði -
af knattspyrnu og þótti gott að narta
í salatið sitt og láta sig dreyma um
dagana, eftir að stríðinu lyki, þegar
þeir ætluðu allir að læra að lesa. Og
þegar þeir yrðu ekki nema þrír í
hverju herbergi og gætu borðað kjöt
tvisvar í viku og keypt sér sunnu-
dagaföt og úr, því að þegar stríðið
væri búið, mundi lífið fyrst byrja.
Þeir trúðu því, að það væri gott og
nauðsynlegt að lifa og jafnvel að
berjast fyrir lífi sínu og jafnvel deyja,
svo að aðrir fengju lifað. Þeir trúðu
á þetta allt, og af því að þeir trúðu
á það í raun og sannleika, af því að
líf þeirra byggðist á þessari trú, ótt-
uðust þeir ekki dauðann. En þeir
voru skelfilega hræddir við að deyja.
Af því að þeir voru óbreyttir borg-
arar, hermenn fólksins, hermenn lífs-
ins, en ekki dauðans.
ið í þann farveg, sem þvj var eðli- ;
legur.
Skipstapinn var þó ekki gleymd- j
ur, og enn áttu sögulegir atburðir j
eftir að gerast í Úpernavík. Stúlka, I
sem hafði verig í kunningsskap við !
formanninn á skonnortunni, ól mey- i
barn, sem hún kenndi hinum horfna !
manni Enginn efaðist um faðernið. En. ,
samt sem áður var þess beðið með |
óvenjulegri eftirvæntingu, að stúlk- |
an yrði léttari, og þegar barnið var í
í heiminn borið, gerðu allir sér harla i
títt ym þær mæðgur. Hámarki sínu
náði þetta þó, þegar litla telpan
var skírð. Kirkjan var troðfull, og i
eftir messuna streymdi fólkið að |
kofanum, þar sem móðirin ^átti
heima. Þangað flykktust nálega allir
rólfærir menn í Úpernavík, og nokkr- i
ir höfðu meira að segja komið aHa
leið frá Pröven til þess að njóta ;
þessarar stundar. Þetta kom til af
því, að fólk leit svo á, ag litla telpan
hefði bjargazt af skonnortunni.
Gjöfum rigndi yfir barnið. Fólk
gat að sönnu ekki gefið neinar stór-
gjafir í vetrarlok, en allir reyndu
samt að færa því eitthvað — kerti, j
silkiband, eldspýtnastokk eða þess j
konar. Hver og einn vildj láta í ljós
þakklæti sitt við litlu telpuna, sem
kom sem sendiboði lífsins frá þeim
helheimum, er fólkið á Selnum gisti.
Það var litið svo á, að þarna hefðu
hinir horfnu menn holdgazt — ekki
faðir barnsins einn, heldur allir
þeir, sem fórust. Ættingjar þeirra, ,
sem týnzt höfðu, störðu með aðdáun
á litla barnið og spjölluðu um það,
hvag telpan væri lík þeim, er þeir
höfðu orðig að sjá af:
— Æ, — æ, — sjáig þið ekld,
að hún er meg nefið hans Jens . . .
En hvað hárið minnir á hann Hóseas .
okkar blessaðan ...
Barnið var skoðað í krók og kring,
unz allir, sem huggunar þurftu vig I ■
raunum sínum, höfðu fundið ein- 1
hverja líkingu, sem mildaði söknuð
þeirra. Þetta barn var mikil blessuð
gjöf, og lireykni móðurinnar átti sér
engin takmörk.
En það er um skonnortuna að
segja, að aldrei vitnaðist, með hvaða
atvikum hún hafði farizt. Menn voru
mjög á verði, ef rekald fannst. En
af því, sem á land barst þessi miss-
eri, gat aðei'ns tvennt verið úr Seln-
um. Annað var lok af vatnstunnu,
sem fannst við Núgssúak. En það var
ómerkt, svo að ekkert varð fullyrt
um uppruna þess. Hitt var byrðingur
úr skonnortu, sem kom á land við
höfnina í Úpernavík; örskammt frá
þeim stað, þar sem Upernavíkurbúar
höfðu síðast séð skipið. S'miður I
þorpinu, sem eitt sinn hafði gert við
byrðinginn á Selnum, taldi sig finna
á þessu flaki ótvíræð merki handa-
verka sin’na.
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
717