Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1962næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 11
lá á, losnaSi1 frá landi og bar hana yfir til strandarinnar við Tisvilde. Þegar likami hennar var tekinn af klettinum — sem enn stendur vi'ð ströndina — myndaðist mikil sprunga í sjávarbakkanum og þar var auðvelt að bera hinn látna dýrling á land upp. Þegar þeir, sem báru bana, lögðu hana snöggvast niður á jörð- ina til þess að hvíla sig, spratt fram lind til merkis um helgi hennar og var hún síðan nefnd eftir henni. Af einhverjum orsökum var farið með líkið lengra og það grafið á opnu landsvæði. Gröf sankti Helenu, sem síðar var mjög heimsótt af sjúkum og þjáðum, er sváfu þar á Jónsmessu nótt, er raunverulega rústir kapellu frá miðöldum. Þannig var þessi þjóð- saga um dýrlinginn notuð til þess að skýra tilvist klettsins mikla, skarð- ið í sjávarbakkanum, lindina í hjall- anum skammt frá ströndinni og loks rústir kapellunnar. Og sjálfsagt má að miklu leyti þakka það þessum að- stæðum, þ.e. að hægt var að tengja söguna um sankti Helenu sjáanlegum 'og áþreifanlegum hlutum, að þjóðsag- an barst frá manni til manns og lifði áfram í hugum fólks. Þag eru til svipaðar sagnir um margar aðrar uppsprettur, sem leit- ast við að skýra, hvers vegna þær eru heilagar. Það varð til dæmis til helg lind í Haraldsted-skógi á Sjá- iandi, þar sem Knútur lávarður, son- ur Eiríks konungs eygóða var myrtur 7. janúar 1131. Hann féll fyrir hendi Magnúsar Níelssonar, frænda síns, og lind spratt fram, þar sem hlóg hans hafði runnið. Hann var gerður að dýrlingi og þar með varð uppsprettan heilög í augum almenn- ings. Fólk sótti til hennar öldum sam- an og þar var byggð kapella, sem stóð þar til skömmu eftir siðaskiptin. Gröf hinnar heilögu Helenu. — Teikn- ing eftir Johan Th. Lundby 1843. þyrpist að lind Kirstens Piil til þess a5 drekka hið heilaga vatn. •>St.s*>Æv/<.v.v.!.V Dyrehavsbakken, sem er nokkra kíló- metra utan vig Kaupmannahöfn, hefði aldrei orðið til, hefði þar ekki verið uppspretta, sem talin var heilög. Uppsprettan var kennd við dýrling- inn Kirsten Piil, en sagt er, að hún hafi fundið lindina 1583, og vegna hinnar miklu guðrækni hennar varð lindin heilög eftir dauða hennar. I hinu fagra ljóði Öehlenschlagers „Sankt HansaftensspiT1 segir hann frá því, er hin unga stúlka, Kirsten Piil, villist í Dyrehaven, og þegar hún er nær dauða en lífi af þorsta, finnur hún uppsprettuna: „Þar sem tár hennar fögur féllu, fram spratt gullin lind“. Um miðja 18. öld var umhverfi lindarinnar mjög fagurt og minnis- merki úr steini hafði verið reist yfir hana. Á síðari tímum, þegar trú manna á mátt uppsprettnanna var í þann veg- inn að hverfa kom sá kvittur upp, að St. Kirstens Piil-lindin hefði van- helgazt vegna þess, ag sveitamaður nokkur hefði laugað sjúkan hest sinn í vatni hennar, og þar með hætti fólk að venja komur sínar til hennar. Við margar lindir, þar sem fjöldi fólks kom, reistu kaupmenn og kaupa héðnar tjpld, þar sem þeir höfðu á boðstólum ýmislegt, er opnað gat buddur gestanna við uppspretturnar. Markaður af þessu tagi, sem komið var á fót, þegar voraði og fólk tók að streyma til lindanna, var vissulega mikill viðburður í augum þeirra, sem bjuggu í nágrenni lindanna; til dæmis má geta þess, að Vorsasse á Suður- Jótlandi — ev. þar var helg upp- spretta — var svo mikil þrþng fólks árið 1866, að það þurfti að slá upp 127 tjöldum til þess að sjá gestunum fyrir mat og drykk. En nú eru tímar kraftaverkanna liðnir og hinar sex hundrug og fimm- tíu helgu lindir Danmerkur hjala nú aðeins við sjálfar sig, og mikið vatn er runnið til sjávar, síðan sjúkir menn og konur sátu vig bakka þeirra og báðu dýrlingana um hjálp gegn sjúk- dómum og þjáningum. H|ör!eifshöfSi gnæfir yfir sandinn, þung- brýnn og égnandi. Þar var einmanalegi aS | húa, og í Kötluhlaup- I um bel|a@i flaumurinn f viö rætur hans. | í næsta blali birtist l viSta! viS hénda Hjörleifsiiöfða. T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 707

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (30.09.1962)
https://timarit.is/issue/255590

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (30.09.1962)

Aðgerðir: