Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1962næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 14
Stóra-Vatnshorn í Haukadal. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). um dönskum af 1776. Sömuleiðis af- hentj ofannefnd Gróa mér þann 5. febrúar eina spesíu Ferdinandi 3ja“. Lét hann fylgja þessu bréfi brot- in úr peningnum, sem prófaður hafði verið, svo að sýslumaður gæti sjálfur séð, hvers kyns var. III. Það spurðist fljótt um nálægar sveitir að kóngsins steðji hefði ver- ið falsaður í Náhlíð og þóttu mikil tíðindi. Pólk, sem átti peninga frá Jóni Andréssyni, dró þá upp úr pússi sínu og skoðaði þá vandlega. Menn reyndu með ýmsum hætti, hvort þeir væru stökkir eins og peningar þeir, sem borizt höfðu í hendur Árna á Stóra-Vatnshorni. Sumir bitu í þá eða þá undu þá milli fingra sér, aðr- ir börðu þá með hamri eða vörpuðu þeim frá sér af afli. Víða kom á dag- inn, að peningar frá Jóni þoldu ekki þvílíka raun. Þeir, sem ekki áttu neina tortryggi legá peninga sjálfir, gerðu sér er- indi á aðra bæi til þess að handleika þessa furðulegu mynt. Áttskildingur frá Þorláki á Vatni hafði komizt í hendur Þorvarði Bergþórssyni á Leikskálum. Arngrímur hreppstjóri Magnússon á Núpi fék£ að bíta í hann og braut hann með fingrunum á milli tannanna. Endursendi Þorvarð- ur síðan Þorláki brotin með lítilli þökk. Skilding þann, sem Þorlákur fékk heilan til baka frá Árna, braut hann sjálfur við brún á loftskörinni. Marteini á Vatni flaug eðlilega margt í hug, þegar hann kjagaði út með Haukadalsvatni með skildingsbrotin frá Stóra-Vatnshorni í buddu sinni eða vasa, og magnaðist grunur hans eftir því sem hann hugleiddi betur þessi fádæmi. Að-fáum dögum liðn- um fór hann að skoða Leopoldsspesí- una. sem hann hafði hreppt fyrir krofið. og duldist honum þá ekki, að hún var ískyggilega blökk og ekki silfri lík. Lét hann hana þess vegna á fjöl og sló rösklega á með vænum klaufharrlri. ög hrökk hún þegar í fjóra' hluta. Snæbjörn Guðmundsson í Stóra-Skógi hafði fengið tískilding ,hjá Þórunni, sem síðar var kölluð unnusta Friðriks Si.gurðssonar í Kata dai á Vatnsnesi, dóttur Eyvindar Bjarnasonar og Málfríðar þeirrar, sem fyrrum lýsti barninu upp á séra Magnús Einarsson í Kvennabrekku- kirkju. og var sá peningur til henn- ar kominn eftir ýmsum krókaleiðum frá Guðbjörgu í Fremra-Skógskoti. Þessi peningur barst nú frá Snas- birni til Einars bónda Einarssonar á Harrastöðum, og urðu endalok hans þau. að Þorlákur á Vatni, son- ur Einars, braut hann milli fingr- anna. Bergþór Þórðarson í Ljárskóg- um hafði fengíð í skiptum við Jón Andrésson pening einn útlendan, sem hann ætlaði jafngildan'spesíu, og látið í staðinn fimm ríksort. Fór hann nú að handfjalla peninginn, er honum barst til eyrna kvisið í sveitinni, og gat lesið á honum orðið Hispan. En með því, að honum „þótti hann ekki hafa þá innvortis náttúru í sér ,að hann gæti verið sá pening- ur ,sem menn pjastra kalla“, fleygði hann honum niður stigann og hrökk hann við það sundur. Jón Sveinsson i Ytra-Skógskoti fór ferð undir Jökul með föður sínum, Sveini bónda Hann essyni í Snóksdai, og var í för með þeim vinnumaður Sveins, Márus Mar teinsson. Þeir slógu tjöldum hjá Gerðubergi í Eyjahreppi, en þar var þá um tíma stúlke, er áður hafði verið á vist hjá Sveini, Ragnhildur Sturlaugsdóttir frá Kolsstöðum. Sendi Sveinn Márus þangað heim, og fékk Ragnhildur honum peninga, sem Sveixin á.tti að kaupá fytir fimm merkur af brennivíni í kaupstaðnum. Þeir Sveinn föru að handleika skildingana á áningarstað undir Fróðárheiði og sýndust þeir blakkir og þykkir, og beit Márus í einn. Brast þá í honum, og þegar Jón í Ytra-Skógskoti tók við honum til þess að skoða hann, datt hann í tvennt. Kom upp úr kafinu, að þennan pening hafði Ragnhildur feng ið hjá stúlku, sem var kaupakona í Fremra-Skógskoti sumarið áður, og var hann frá Jóni Andréssyni runn- inn. Allt komst þetta jafnskjótt í há- mæli, því að hver sá, sem kunni að segja nýja sögu af falspeningunum, fékk góða áheyrn. Brátt kunni þorri fólks á þessum slóðum feril hvers einasta penings utan að. Fólkið í Fremra-Skógskoti virðist hafa tekið mjög að ókyrrast, þegar því bárust spurnir af þessu, og hafði það öll spjót úti til þess að ná aftur þeim peningum, sem brotnir höfðu verið eða grunsemd lá á. Létu sumir þá fyrirstöðulaust af hendi, en aðr- ir þybbuðust við. Nokkrir komu með peningabrot til Jóns og skiluðu þeim. Einn þeirra, sem það gerði, var Berg- þór í Ljárskógum. Kom hann til Jóns og spurði, hvort hann þekkti brotin. Jón sagðist ekki vera farinn að bera á móti því enn. Á hinn bóginn hefði hann ekki peninga við höndina til þess að bæta viðsldptavini sínum skaðann, en Bergþór kvað það mega bíða. Síðan bað Jón Bergþór að fara að Glerárskógum til Jóns Sigurðs- sonar og bíta í spesíu, sem hann hafði fengið, og færa sér hana, ef hún reyndist ekk; sem skyldi. Þetta gerði Bergþór, en sjálfur endursendi Jón í Glerárskógum áttskilding, er hann hafði fengið hjá nafna sínum og brotnaði í meðförunum. Snæ- björn í Stóra-Skógi skilaði Guðbjörgu 710 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2158
Tungumál:
Árgangar:
13
Fjöldi tölublaða/hefta:
556
Gefið út:
1962-1974
Myndað til:
03.03.1974
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Fylgirit Tímans
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (30.09.1962)
https://timarit.is/issue/255590

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (30.09.1962)

Aðgerðir: