Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 3
ÞaS gerSi hið mesta veður í minnum manna og hafrót mikið.
til Edegesminnis bærust næstu daga.
Seint var um langan veg tíðindi að
spyrja. En fólk var því vant og kippti
sér ekki upp við það að jafnaði.
Nú brá hins vegar svo við, að margir
gerðust þegar mjög óþreyjufullir
Danskur loftskeytamaður í Góðhöfn,
Holten-Möllér, hafði um þetta leyti
komið upp lítilli og frumstæðri út-
varpsstöð að sjálfs sin frumkvæði
og varpaði út fréttum frá henni.
Danskur maður í Úpernavík, er
seinna varð nýlendustjóri, Hans Ja-
cobi, hafði orðið sér úti um viðtæki,
og nú kom fólk til hans til þess að
fá að hlusta á fréttirnar frá Góð-
höfn. Grænlenzkur smiður, Jóhann
Mörck, kom þegar daginn eftir brott
för skonnortunnar. Sonur hans, sem
var fyrir skömmu kominn heim eftir
fjögurra ára nám í Danmörku, Var
vélgæzlumaður á skonnortunni, og
þótti gainla manninum sem hannhefði
varla fengið að hafa drenginn degi
lengur heima hjá sér eftir hina löngu
fjarvist í fjarlægu landi. Lét smiður-
inn jafnvel í það skína, að hann væri
ekki með öllu óhræddur um skútuna.
Þessi ótti jókst, því að nú skall á
foraðsveður. 28. september gerði
skyndilega ofsarok af suðvestri, en
síðan snerist áttin til suðausturs.
Hélzt aftakaveður í tvo daga, svo
hamslaust, að sjaldan hafði annað
eins komið. Grindur sópuðust frá
húsum og rúður brotnuðu af grjót-
flugi. í Pröven brotnaði fánastöng,
sem Lembcke Ottó hafði látið reisa
fyrir tíu árum.
Fólk reyndi þó að hugga sig við
það, að skonnortan hefði komizt í
hlé í tæka tíð. Áhöfnin var gagn-
kunnug ströndinni og þekkti mæta-
vel veðurfar og sjóiag á þessum slóð-
um. Jóhann Mörck varð samt á-
hyggjufyllri með hverjum degi sem
leið, þegar ekki var getið um komu
skútunnar til Egedesminnis í útvarps-
fréttum loftskeytamannsins í Góð-
höfn.
Þegar stor-minn lægði, kom vélbát-
urinn Sarpik frá Pröven til Úperna-
víkur. Bátverjar fluttu þær fregnir,
að fólk þar bæri einnig kvíðboða fyrir
því, að ofviðrið hefði orðið Selnum
að grandi. Nú vildi svo til, að þetta
haust var rannsóknarleiðangur frá
Michigan-háskóla í bækistöðvum
norður meg ströndinní. Hann hafði
fjarskiptatæki, og var því vélbátur
inn sendur þangað til þess að fara
þess á leit, að skeytasamband yrði
haft við Góðhöfn. En þetta tókst ekki.
Tíðni sendistöðvar rannsóknarleið-
angursins olli því, að ekki náðist
samband við Góðhöfn. Þótt neyðar
köll væru send út í heilan sólarhring,
fékkst ékkert svar. Þá sneri vélbát
urinn suður til Góðhafnar. IComst
hann á leiðarenda á undraskömmum
tíma, þótt löng væri leiðin. Þar syðra
höfðu menn engar spurnir af skonn
ortunni.
Nú var leit hafin, hvar sem því
varð við komið. Meðal annars var
svipazt um í hverri vík og hverjum
vogi á allri vesturströnd Bjarneyjar
En ekki kom neitt í leitirnar, sem
benti til þess, hvað orðið hafði um
skonnortuna. Raunar fannst skips-
reiði, en hann var auðsjáanlega af
útlendu fiskiskipi.
Margur átti um sárt að binda eftir
þenna skipstapa, og í myrkri vetrar-
ins, sem nú fór að, bar margt fyrir
fólk, bæði í svefni og vöku. Sumir
fengu hugboð um, hvar slysig hefði
borið að höndum, aðrir sáu furðu-
legar sýnir. Frá hinum nyrztu byggð-
um Grænlands komu skilaboð um
rekald og lík, sem menn þóttust hafa
séð veikjast við ströndina. Veiði-
maður einn heyrði rödd af himni,
sem tjáði honum, að hönd hefndar-
innar hefði lostið skonnortuna. Rödd
in sagði, að skútan hefi farizt 29.
september, þegar stórviðrið var hvað
mest, en þann sama dag hafði mað-
ur, sem sendur var á húðkeip með
póst frá Úpernavik til Pröven, farizt
árig 1922. Þetta var svo við vaxið,
að mannj þessum höfðu þótt veður-
Framhald á 716. sfðu.
Hann kraup við festarsteininn og þuldi harmatölur sínar, en hundarnir spangól-
uðu i kringum hann.
699