Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1962næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 17
Sauðafell i Dölum. (Ljósmynd: Páll Jónsson). ist. En báðir þessir menn skoruðust undan þeim vanda ,er amtmaður vildi leggja þeim á herðar. Greip þá Skúli sýslumaður til sinna ráða og fékk mág sinn, Benedikt gamla Bogason á Staðarfelli, til þess að gegna þessu hlutverki. Mátti ekki seinna vera, að einhver já.taðist undir þetta, því að sýslumaður hafð’i einsett sér að hespa málið af i skvndi. Og formsins vegna varð þó einhver að heita verjandi sakborningsins. Þennan dag kom í leitirnar þriðji maðurinn, Snæbjörn í Ytra-Skógs- koti, er séð hafði tinkrónu Jóns Andr éssonar. Hann kvað hana hafa legið á steðjasteini hans. Eigi að síður harðneitaði Jón enn einu sinni, að hafa falsað peninga. En tinkrónuna, sem hann kannaðist þegar við, kvað hann þannig til komna, að hann hefði veðjað um það við formann sinn í Ól- afsvík, Kristján Hallsson, hvort þyngri væri króna úr tini eða silfri. Sagði Jón svo frá, að Kristján hefði þá heimtað af sér, að hann steypti* tinkrónu, en undan lézt Jón hafa færzt. Samt kvaðst hann hafa þrykkt mót af krónu í tvær blýplötur, gegn því að Kristján renndi sjálfur tininu í þessi mót. Ekkj var hægt um vik að kanna hvort saga Jóns var sönn, því að mörg ár voru liðin frá láti Kristjáns. En ekki fékk sýslumaður af honum aðra játningu en þessa, og lét hann þar með lokið vitnaleiðslum og yfir- hevrslum. Það fannst á, að Jóni þótti Benedikt Bogason lítt leggja sig fram við vörn ina, og fór hann þess nú á leit við hann, að hann fengi málinu frestað um sinn, svo að tími ynnist til þess að stefna vitnum, er Jón taldi, að gætu sér að haldi komið. Virðist Jón sjálfur hafa gert uppkast að skjali, sem hann vildi leggja fram í þessu skyni. Gekk Benedikt á einmæli við Jón til þess að grennslast eftir því, hverjum hann vildi stefna. En svo fór, að sitt sýndist hvorum. Vildi Benedikt ekkert sinna málaleitun Jóns, nema hann tilgreindi íslenzka menn, sem hann hefði grun um, að falspeningarnir væru frá komnir. — Jón lét aftur á móti í það skína, að hann tortryggði helzt útlenda sjó- menn, sem komið höfðu á skipum á hafnir á Snæfellsnesi, en Benedikt þótti hlálegt að varpa sökinni á ó- nafngreinda útlendinga, sem komið höfðu til landsins fyrir mörgum miss- erum og ekki varð til náð. Jón sagðist þá vilja afla vitna, sem styddu þá sögusögn hans, að hann hefði fengið peninga í þessum útlendu skipum, auk þess sem hann kvaðst véfengja vitnisburð sumra vitnanna gegn sér. Benedikt kvað um allt seinan að leið rétta hann, því að þau hefðu öll unn- ið eið að framburði sínum, þótti sem beiðni um frest gæti ekki annað kall- azt en vífilengjur og undanbrögð og vildi í engu sinna tilmælum skjól- stæðings síns. Skildi svo með þeim að sinni. Jón sat samt við sinn keip, og virt- ist honum sem nú myndu síðustu for vöð að freista þess að verjast. Senni- lega hefur hann ekki verið i ströngu haldi á Sauðafelli, þar sem sýslumað- ur hugðist kveða upp dóm sinn næsta dag, og brá Jón sér heim til sín þessa nótt eða árla morguninn eftir. Var ferð hans gerð til þess að ná tali af Jóni Sveinssyni í Ytra-Skógskoti, greindum bónda og gegnum. Svo fór, að Jón Sveinsson gaf kost á því að liðsinna hinum nauðstadda nafna sín- um og nágranna, eftir því sem hann bezt kynni. Sömdu þeir nú svolátandi skjal, sem sakborningurinn skyldi rita nafn sitt undir og afhenda sýslu manni: „Hér með begeri ég af réttinum ég megi fá uppsetningu eftir fororðn- ingu af 3ja júni 1796, hennar 2um kapítula og 7da artíkúla, að ég eður minn talsmaður kunni innstefna vitn um, sem ég kynni nota mér til aug- lýsingar, hvar ég hafi þessa peninga fengið, samt fríunar, að ég hafi þá eigi til búið — einnig til að gera ógildar nokkrar þær mér í prósess- inum mótfærðu líkur eður vitnaleiðsl ur, samt eftir sömu fororðningu 9da kapítula og 30sta artíkúla, sem skyld- Framhald á 718. slöu. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 713

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (30.09.1962)
https://timarit.is/issue/255590

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (30.09.1962)

Aðgerðir: