Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1962, Blaðsíða 20
Á KOSNINGAFUNDI í Keflavík
1949 komst Ólafur Thors svo að
orði: Alþýðuflokkurinn er eins og
harmonika; um kosningar dregur
nann belginn í sundur, fullur af lof-
orðum, en þegar á að fara að efna
loforðin, skreppur hann saman. Þá
sagði einn á.heyrandi: Spilar þú þá
á hann? En Ólafur svarar samstund-
is: Eg geri það eftir kosningar.
★
GUÐMUNDUR HAGALÍN þótti með
afbrigðum slyngur kosningasmali, og
eru til ýmsar frásagnir af brellum
hans. Eitt sinn, er hann var að vinna
á móti kosningu Jóns Auðuns Jóns-
sonar á ísafirði, átti hann tal við
gamla konu, sem lengi hafði kosið
Jón. Lofaði hún Jón mjög og hafði
Guðmundur lítið á móti því að mæla.
En er hún hafði lokið lofræðu sinni,
sagði Guðmundur:
— Þetta er _nú víst allt satt um
störf Jóns hér heima fyrir, en það
ír þó augljóst, að hann er ófær þing-
uaður. Hann er búinn að vera þing-
naður svona lengi og er þó enn þá í
»eðri deild.
Þessu gat konan ekki mótmælt og
caldj því ófært að kjósa slíkan full-
*rúa á þing.
★
EINN TRYGGUR flokksbróðir Guð-
mundar hafði horfið frá flokknum,
vegna þess að í mörg ár hafði verið
vanrækt að leggja símalínu að húsi
hans, sem stóð nokkuð afsíðis. Vissu
allir, að ekki þýddi að skipta orðum
við hann til að sveigja hann aftur
til fylgis við flokkinn.
En að morgni kosningadagsins sér
maður þessi, að Guðmundur gengur
jöfnum skrefum frá símalínunni að
húsi hans. Er hann þungt hugsandi,
gætir vel að umhverfinu og tautar
fyrir munni sér. Maðurinn fer nú út
og spyr Guðmund, hvað valdi þessu
háttalagi hans. Guðmundur svarar:
— Eg er nú að mæla fyrir síma-
línu að húsinu þínu, því að það er
skömm, hvað lengi hefur dregizt að
leggja þennan stutta spotta.
Maðurinn varð glaður við og fór
vonglaður á kjörstað.
★
ÖÐRU SINNI frétti Guðmundur, að
gömul kona, sem Guðrún hét, væri
horfin frá að kjósa, en hann taldi
sig eiga víst atkvæði hennar, ef hún
færi á kjörstað. Þótti honum nú úr
vöndu að ráða, en gengur þó heim
til hennar og hittir svo á, að hún er
að elda graut. Þegar hún sér Guð-
mund, bandar hún hendi á móti hon
um og segir:
— Nei, nú þýðir þér ekkert að
koma, Guðmundur, því að ég ætla
alls ekki að kjósa í þetta sinn.
— Eg trúi því vei, anzar Guðmund-
ur, — enda var það ekki erindið til
þín að tala um kosningar. En mikið
er góð hjá þér grautarlyktin.
Bauð hún þá Guðmundi í bæinn,
og tóku þau tal saman um daginn og
veginn. Loks bað Guðmundur hana
að lofa sér að smakka á grautnum,
en hún dáðist að góðvild hans og
lítillæti. En er þessar samræður
höfðu staðið langa stund, sagði Guð
mundur:
— Eigum við nú ekki að fara að
labba, Guðrún mín?
Og gengu þau svo á kjörstaðinn.
Síðasta för Selsíns -
Framhald af 699, siðu.
horfur ískyggilegar, og færðist hann
undan því að takast þessa ferð á hend-
ur einn. Honum vaV skipað að fara
eigi að síður, og er svo að skilja, að
nýlendustjóranum eða Saugmann
hafi verið kennt um það. Stormur
skall á, og maðurinn komst aldrei til
Pröven. Vissi enginn, hvað af hon-
um hafði orðið fyrr en síðar um
haustið, að veiðimaður einn í Pröven
fór að sækja hunda. sem hann hafði
haft í sumargöngu á eyju, nokkuð
undan landi. Fann hann í flæðarmál-
inu trégrind úr húðkeip og skammt
frá leifar af beinum úr manni, er
hundarnir höfðu étið upp til agna.
Þótti sýnt, að sendimaðurinn hefði
komizt magnþrota í land á eynni og
hungraðir hundarnir, sem lítið æti
höfðu, þegar haustaði, ráðizt á liann
og drepið hann. Svo liðu tíu ár, og
þá rann dagur hefndarinnar upp og
krafðist þrettán mannslífa fyrir þá
harðneskju, sem í frammi hafði verið
höfð.
★
í húsi Hans Jacobis var hunda
gæzlumaður og vatnskarl, sem hét
Matthías og hafði áður þjónað Saug-
mann. Þetta var piparkarl, undarleg
ur í hegðun og hverjum manni dygg-
ari. Aldrei vantaði vatn, ef nokkurs
staðar var ísmola að fá, og enginn
rækti betur hunda sína en Matthías.
Bróðir Matthíasar var eins konar
bátsmaður á skonnortunni. Varð hann
því fljótt uggandi um afdrif skipsins,
og þegar augljóst var, að það hafði
farizt, gerðist hann mjög harmandi.
Grét hann hátt og sárt í eldhúsinu á
morgnana, en þegar gráturinn sefað-
ist, fórnaði hann iðulega höndum og
sönglaði harmatölur fyrir munni.
Harmatölur hans voru ekki ævinlega
nákvæmlega eins, en inntak þeirra
var jafnan hið sama: „Ó, hvers vegna
léztu mig ekki deyja — mig, sem ekk-
ert er og ekkert get. . . . Ó, hvers
vegna var bróður mínum ekki hlíft
við þessum voða . . Hann var dug-
legur og kominn í virðingarstöðu á
Sel'num. Hann átti að ala önn fyrir
gömlum foreldrum okkar.“
Á þessa lund barmaði hann sér, og
þannig grét hann og sönglaði með
upplyftum höndum nálega hvern dag
um haustið. En skyndilega klykkti
hann út með einkennilegum hætti-
Straumar eru miklir í nágrenni
Úpernavíkur, og þess vegna er vetr-
arísinn þar mjög viðsjárverður, nema
menn þekki alla staðhætti til hlítar.
Það var eitt í fari Matthíasar, að
hann bar mjög mikla umhyggju fyrir
húsbændum sínum, og nú bannaði
hann þeim harðlega að beita hund-
unum fyrir sleða, fyrr en hann taldi
tima til þess kominn. Leið nú og
beið, og ekki þótti Matthíasi ísinn
716
T I M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ