Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Side 14
um var látið í laupa í desinni og bor- ið í þeim fyrir gripina. Korn var aftur á móti borið heim af akrinum í laupum, og Á sama hátt voru kartöflurnar bornar heim a haustin. Allra mest voru þó lauparnir kann ski notaðir við móburð. Eldsneytisöfl un var örðug víða i færeysku byggð- unum, og urðu menn að fara langar leiðir upp um heiðar og út um eyjar til móskurðar. Þegar farið var til mó- tekju á vorin, báru menn hlífðarföt sín, nesti og annað, sem hafa þurfti, í laup á bakinu, og að kvöldi báru þeir oft i honum það, sem molnað hafði úr kögglunum við upptöku, þvi að hvort tveggja var, að þeir vildu nota ferðina, þótt í smáu væri, og ekki láta neitt fara til spillis af món um. Mórinn var þurrkaður í nánd við mómýrina, og hafði fólk ávallt með sér laup, þe.gar farið var á þurrkvöli inn- svo að þag gæti borið dálítið heim með sér. Það urðu sem sé nógu margar ferðir, þótt ekki væri slökkt niður þeim tækifærum, sem gáfust, til þess að koma mónum heim. Þegar svo mórinn var þurr orðinn, var hann borinn saman í stakka, sem voru tyrfð ir, eða settur í krær eða grjótbyrgi. Það var álitleg vetrarvinna að bera móinn heim. Stundum voru notaðir bátar, og var það þá borið í laupum á bát eða jafnvel látig síga í laupum íyrir björg niður að lendingarstað. En mjög algengt var, að borið væri alia leið heim í laupum. Það var bversdagssjón að sjá fólk snéiða hin ar bröttu, færeysku hlíðar með torf- laup á baki. Var löngum siður að leggja af stað í dögun, þegar mórinn var sóttur, en í sumum byggðum var bannað að fara fyrr. Þag var gert til þess að koma í veg fyrir móþjófnað Fyrirhöfnin var orðin of mikil til þess, að menn vildu láta uppskeruna faila í hendur hvinnskra manna. Karl menn fóru þó aldrei til móburðar, ef sjóveður var, og gjóstaði því oft um menn í þessum ferðum. En það var bagalegt, því að einn versti ókostur laupanna var sá, hve þeir tóku mikið á sig í roki, þar sem veðrasamt var. Það þurfti oft allmikla seiglu til þess að streitast á móti veðrinu með þung an torflaup á baki. Sums staðar var raunar mjög stutt á mólandið, jafnvel aðeins tíu eða fimmtán mínútna gangur báðar leið- ir.En annars Staðar tók hver ferð ekki skemmri tíma en þrjár klukkustund- ir. En slíkar vegalengdir báru menn frá sjötíu upp í hundrað og tuttugu pund af mó á bakinu í laupnum sín- um. Þeim var ekki nóg að sléttfylla laupinn, heldur var siður að stinga kögglunum i efsta laginu á endann, svo að þeir sköguðu langt upp fyrir efstu rimina. Það er því ekki að undra, þótt smám saman yrði að fastri venju, ef móvegur var langur, að hvíla sig á ákveðnum stöðum, þar sem sæti var þægilegt á steini eða snös og gott að rísa á fætur með byrð ina. Þar sem sjávargróður var mikill, var þari notaður td áburðar, bæði rekþari og skurðarþari. Hann var borinn upp í laupa blautur og var það ill vinna, þótt við slíkan burð værj fariskinn haft við bakið til þess að verjast bleytunni. Ag vorinu var svo þessi þari borinn í kartöflureitina. Á sama hátt var fiskslóg borið úr vör- inni á ræktarland. Ull var borin heim úr réttinni i laupum, og við ullarvinnu á vetrum voru kemburnar látnar í laupa. Þar er komið búsgagn, sem íslenzki ullar lárinn er í ætt við. Laupar voru einn ig notaðir við ullarþvott ems og hér og þar sem ullin var skoluð i straum hörðu vatni, var hún látin í laup ' læknum, svo að ekki flyti la.gður burt. Margir báru veiðarfæri sín ug sjó klæði í laupum til sjávar, þegar þeir ætluðu í róður, og voru þá laupam- ir skildir eftir í naustinu eða við lendinguna. I éinu byggðarlágu Mikla dal á Karlsey, var það gamall siður að geyma þá í gjögrum eða hímgja þá upp á klettanef, á meðan bátshafn- irnar voru á sjó. í öðrum byggðar lögum þótti það oflæti að bera til sjáv ar laupa undir fisk, sem var óveiddur í hafinu, og þar báru konur og börn laupana niður að vörinni, þegar bát- arnir komu að, og færðu fiskimönn um þá um leið eitthvað til drykkjar. En af skiptivelli var fiskurinn borinn heim eða í verzlunarhúsin í laupum. Stundum var þetta langur vegur Úr Borðeyjarvík á Borðey var hann bor- inn yfir eiðig út í Biskupsstög eða Klakksvík, og ef sjólag var með þeim hætti, að lenda yrði utar við fjörðinn en venjulega á svonefndri Eyri, var vegalengdin í Biskupsstöð nálega þrír kílómetrar og meira en hálfur fjórði kílómetri til Klakksvíkur. Þeg ar svo stóð á, komu menn venjulega þreyttir úr róðri, og var því slíkur burður drjú.g ábót á dagsverkið, eink- um ef afli var talsverður. Það var sums staðar nógu erfitt að koma afl- anum heim í byggðina, þótt ekki væri Þannig er tómur laupur borinn. Hann er of téttur til þess, að fetillinn tolli uppi á enninu. 998 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.