Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1963, Qupperneq 19
fangabúðunum á þessum tíma, gaml-
ir fangar dáið, nýir komið í staðinn.
Böðullinn Hesper hafði misst höfuð
sitt í fallöxinni, sem hann var meist-
ari í að stjórna. Allir fangamir höt-
uðu hann. f hvert sinn sem fallöxin
skildi höfuð frá bol, felldi hann sam-
úðartár, en enginn vissi, hvað hon-
um leið innst inni. Einn daginn drap
hann mann. Það var ekki embættis-
verk og því talið morð. Dómurinn
var, að hann skyldi hálshöggvast. —
Þessi kaldrifjaði maður brá ekki svip:
„Ekkjan (það kölluðu fangamir öx-
ina) er hættuleg dama. Hún rændi-
fyrirrennara minn lífinu. Nú er röð-
in komin að mér, og þú geiur verið
viss um, að einhvern daginn kemui
röðin að þér“, — sagði hann við eft-
irmann sinn. Hann kenndi eftir-
rnanninum vandlega meðferð verk-
færisins. Við prestinn, sem vildi fá
hann til að iðrast synda sinna, sagð-
ist hann ekkert hafa að tala. Hann
kveikti sér í sígarettu, horfði róleg
ur á öxina. Lagði höfuðið í stokkinr
um leið og hann sagði við eftirmann
sinn: „Þú sérð vonandi um, að
liggi rétt“. Og svo fauk höfuðið
sígarettan í munninum.
Einn daginn kom barón frá Lux
emburg. Hann var landkönnuður.
hafði ríkulegan útbúnað og jós pen
ingum á báða bóga. Yfirstéttin í St
Laurent festi ást á baróninum. Hann
varð uppiskroppa með penínga, en
það gerði ekkert til, sagði hann, þeir
væru á leiðinni, og þá fékk hann lán.
Það var heiður að lána svona tign
um manni. Hann hafði séð tvo krafta
lega fanga í fangabúðunum og fékk
þá leigða í landkönnunarferð sína
sem átti að taka tvö ár. Fangelsis
stjórinn upplýsti. baróninn um, a
þessir fangar væru frægir myntfals
arar, en baróninum var alveg sama
um það. Hann þyrfti hrausta menn
í ferðina. Honum var haldin dýrð-
leg skilnaðarveizla, og daginn eftir
hélt hann ásamt föngunum tveim í
leiðangurinn. — Nokkrum mánuðum
seinna kom bréf frá Þýzkalandi tii
fangelsisstjórnarinnar, þar sem „bar-
óninn“ þakkaði yfirvöldunum o
borgurum St. Laurent fyrir hina ómet
anlegu aðstoð, sem þeir höfðu veitt
honum við að ná samverkamönnum
sínum út úr fangelsinu! — Allt va-
þetta svindl, fært upp til þess að ná
fölsurunum úr klóm yfirvaldanna.
Eftir sat fangelsisstjórnin með sárt
ennið.
Árið 1921 var stofnað flugfélag 1
Frönsku-Guyana, sem hét „Trafic
Aerigave Guyana Francaise“, og var
hlutverk þess einkum að halda uppi
samgöngum við gullnámurnar mni i
landinu. — Fangavörður einn í fang-
elsinu, Vliet að nafni, fékk skipun
um að velja fimmtán fanga, sem
skyldu vinna á flugvellinum, halda
Járnharðir hlekkir om bera ökklana.
við flugskýlunum og þrífa flugvél
amar. Vliet hafði alla tíð reynzt
föngunum mikill vinur og ekki sízt
fanga 44792.
Hann sá svo um, að fangi 44792
varð einn af þessum fimmtán mönn-
um, en tók jafnframt af fanganum
loforð um að segja engum frá því, að
hann hefði haft kynni af flugvétum
áður. Fanginn hélt loforð sitt dyggi-
lega, en gerði sig þó ekki heimskari
en það, að hægt var að nota hann
við að fylla benzíngeyma vélanna, og
hann notaði hvert tækifæri, sem
bauðst, til þess að stela benzínlögg
og safna í brúsa. Með þeim hætti
tókst honum að safna 30 lítrum.
Hann var hlekkjaður við þá vél,
sem hann vann við, og stundum varð
hann að vinna fram eftir á kvöldin
um hafði verið falið. Þetta kom ser
vel, því að það vakti ekki grunsemd-
ir, þegar hann eina nóttina var að
paufast í kringum flugvél, sem flug-
maður hafði beðið hann að gera
reiðubúna til flugs næsta morgun.
— En flugvélin flaug ekki um morg-
uninn, hún flaug um nóttina, og það
var fangi 44792, sem stjórnaði henni.
En hann komst ekki langt, flugvélin
var mesti benzíngámur, og þegar
hann átti eftir ófarna ca. tólf kíló-
metra til Paramaribo, var benzinið
á þrotum og hann neyddist til þess
að lenda á fljótinu skammt frá hol-
lenzkri sykurverksmiðju. Hollending-
arnir tóku vel á móti honum og
hjálpuðu honum að ná af sér hlekkj-
unum, en benzín var ekki hægt að fá.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
67