Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 2
s Svo herma fomar sögur, að í fyrndinnj hafi verið í Danmörku konungur sá, er nefndur er Hrólf- ur kraki, og telja sumir höfundar, ag hann hafi setið í Hleiðru, skammt frá Hróarskeldu á Sjá- landi. Faðir Hrólfs var Helgi kon- ungur, og segir sagan, að hann hafi getið hann við Yrsu, dóttur sinni. Yrsa varð síðan drottning Aðils konungs í Uppsölum, er átti hring einn frægan, sem kallaður var Svíagrís. Frá því segir i Eddu Snorra Sturlusonar, að Aðils var í ósætt við konung i Noregi, og hét hann á Hrólf kraka til lið's við sig, bauð her hans mála, en sjálfur skyldi Danakonungur eignast þá kjör- gripi þrjá, er hann kysi sér úr Sviþjóð. Hrólfur kraki mátti eigi sjálfur fara sakir ófriðar, er hann átti við Saxa, en sendi tólf berserki sína. Börðust þeir meg Aðils við hinn norska konung á ísilögðu vatni, og höfðu Svíar sigur. sínum til þess að hremma það, þótt Aðils konungur herti eftir- reiðina sem mest og bæði aðra gera slíkt hig sama. Þegar Hrólfur kraki sá, að Aðils konungur dró hann uppi, tók hann að síðustu hringinn góða, Svíagrís, og varpaði honum frá sér. Það stóðst Aðils ekki. Hann reig að hringnum, rak í hann spjótsodd- inn og renndi honum upp á falinn. Skildi þar með þeim, konungunum, því að Hrólf bar undan. Þessi saga hefur verið fræg um mörg lönd, því að atburðarins get- ur víða í sögum og kvæðum, og var gull af þessum sökum nefnt ság Kraka og Fýrisvallasáð í nor- rænum kveðskap, en hringurinn Svíagrís varð í vitund manna einn hinn mesti kostagripur, er þeir kunnu að nefna. 0 Nú skulum við kveðja þá, forn- aldarkonungana, sem forðum létu spretta úr spori á Fýrisvöllum, og halda til fundar við ellefu ára gamlan dreng, Birgi Karlsson, á eynni Eyland úti fyrir ströndum Suður-Svíþjóðar. Dag nokkurn í maímánuði vorið 1959 er hann að hjálpa föður sínum að moka yfir ræsi, er hann hefur gert í akur sinn. Allt i einu sér drengurinn glitta í eitthvað í rofinu. Forvitni hans er vakin. Agndofa af undrun dregur hann upp úr moldinni stóra vefju úr gulgljáandi málmi. Þetta reynist vera ævaforn gull- hringur, til þess ætlaður að bera á armi sér, nálega tvö hundruð grömm að þyngd. Raunar kom slíkur gripur þeim feðgum ekki algerlega á óvænt. Réttum tíu ár- um áður hafði afj Birgis fundið annan hring af sama tagi á þess- um sama akri, og árið 1945 kom þarna úr jörðu allmikið af beinum úr mönnum og dýrum. Fornleifafræðingar komu nú á vettvang, og um haustið var hafin rækileg rannsókn á tveimur ökr- um. Það hafði ekki verið unnið nema í nokkrar klukkustundir, er þriðji gullhringurinn fannst. Seinna fundust þrír til viðbótar, auk muna úr silfri, bronsi og tré, þar á meðal beizliskeðja, leifar af vopnum og verjum, bein úr mönn- um og dýrum og sex tinnusteinar, er notaðir hafa verið til þess að slá eld. Athyglin beindist ekkj sízt að guilhringunum, því að hvergi hef- ur í Svíþjóð fundizt á einum stað jafnmikið af unnu gulli frá forn- Þegar berserkirnir heimta mála sinn og kjörgripina þrjá, vildi kon- nngur þeim enga hugnun veita og fóru þeir brott viff svo búið. Hrólfi kraka þótti sér smán gerr. Bjó nann ferð sína til Svíþjóðar, kom skipum .sínum í ána Fýri og reið þaðan til Uppsala meg berserkina lólf. Yrsa drottning leiddi son sinn til herbergis, en menn Aðils komu þar og báru skiði á eld og gerðu slíkt bál, að klæffi biunnu aí Hrólfi og mönnum hans, er hlupu upp og stukku yfir eldana. Kom þá Yrsa með dýrshorn fullt af gulli og þar með hringinn Svía- ?rís. er var e'nn þe’rra gripa. sem Hiólfur hafði í öndverðu kosið sér, og bað þá ríða sem skjótast brott. Þeir gerðu svo. Er þeir komu á Fýrisvöllu, sáu þeir Aðils konung fara á eftir sér með her sinn alvopnaðan. Þá greip Hrólf- ur til þess ráðs, sem frægt varð: Hann stakk hendj í dýrshornig og sáði gulli í götuna. Þegar Svíar sáu gullið, hlupu þeir úr söðlum Armhringarnir sex og akurinn, þar sem þeir fundust. í horninu til vinstri er beinagrind hestsins, sem staurinn var rekinn í gegnum. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.