Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 13
En leiðum nú aftur hugann að gömlu, húsvilltu konunum tveimur, sem með svo snöggum og harkalegum hættu voru sviptar því, er þær áttu að venjast, og komust þetta kvöld á allra varir í stormbörðum bænum. Þær hétu Anna, báðar tvær, og voru nálega jafnaldra. En þær voru harla ólíkar, bæði að lundarlagi og útlitL Anna Símonar var lítil og veikbyggð — hún hafði alla tíð verig þýðlynd og friðsöm, augnaráðið dreymandi, hörundið mjúkt og finlegt, andlits- drættirnir vitnuðu um ístöðuleysi. Þönglatanga-Anna var stór vexti, fá- skiptin og dökk yfirlitum. Hún hafði hrasað, sem kallað er — verið lags- kona Jannikens, hins nafnkunna smiðs og berserks, og vakið með því almennt hneyksli meðal heiðvirðs fólks. En dugleg hafði hún verið alla sína daga, hún Þönglatanga-Anna, mesti vinnuvargur, og aldrei varð hún orðlaus, við hvern sem var að etja, lét engan eiga hjá sér. Ekki hafði henni verið hlíft við sorgum og áhyggjum, einkasonur hennar hvarf einhvers staðar úti i heimi, dæturnar — tvær fallegar, dökkeygð- ar telpur — dóu í bernsku, og fátæka, umkomulausa stúlku, sem Þöngla- tanga-Anna tók að sér, hrifsaði barna verndarnefndin frá henni. Það hafði þó áreiðanlega ekki gerzt án viðnáms — þeim lenti hressilega saman, Janniksen, elskhuga og vernd- ara Þönglatanga-Önnu, og formanni barnaverndarnefndarinar, honum Ankersen, sem komst heldur betur í hann krappan í það skipti og varð að hrópa á hjálp til þess að sigra smið- inn. Telpan foreldralausa var látin í fóstur til Thomsens blikksmiðs, sem var mikill trúmaður og prédikari. En henni farnaðist ekki vel — einn hinna auðnulitlu sona Thomsens tældi hana, og seytján ára gömul dó hún á barns- sæng. Já — þannig getur stundum tekizt til, og það er margs að minnast úr lífi Þönglatanga-Önnu meðan húsin engjast í storminuin og Loki hvæsir bundinn i hverri eldstó. Það er ekki hætta á öðru en Þönglatanga-Anna spjari sig, segir fól.k, það hefur alltaf verið töggur í henni, og það má segja henni til hróss, að aldrei hefur hún verið nein kjaftakind. Ifún hafði aldrei borið út sögur, og enginn minntist þess að hafa heyrt hana hafa uppi grófyrði. Því varð ekki á móti mælt, að fólk bar að sumu leyti virð- ingu fyrir henni. Þessi þrekmikla, svarteygða kona, sem sagðist vera dóttir spænsks sjómanns, hafði alltaf borið höfuðið hátt, þrátt fyrir slæma og alkunna bresti í fari sínu. Og hvað sem segja mátti um hann Janniksen heitinn járnsmíðameistara, þá varð það ekki hrakið, að í blíðu og stríðu bólaði á mannspörtum hjá þessu lif- mikla þrekmenni í skiptum hans við lagskonu sína, hann kannaðist fylli lega við hana og hélt yfir henni verndarhendi. Þönglatanga-Anna átti sér sannar- lega öruggt skjól í lífinu á meðan Janiksens naul við, hún breiddi út krónu sína í skugga hinna breiðu vængja hans. En hún stóð hallari fæti, eftir að smiðurinn svipti sig lífinu — óvinir hennar, náttúrlega fyrst og fremst smiðsekkjan, Rósa í trúboðinu, gátu þá leikið lausum hala, hrellt hana og angrað. Sérstak- lega féli Þönglatanga-Önnu þag illa, þegar Rósa fluttist í kjallarann hjá Ijósmóðurinni, henni frú Nillegárd, og varð við það einn næsti granni hennar. En Þönglatanga-Anna bar sinn kross með hljóðri stillingu og vann með iðni fyrir sér og nöfnu sinni og vinkonu. Það var leitt til þess að vita, að þessar einmana konur skyldu i elli sinni missa hús og heimili og standa uppi allslausar. Enginn tárað- ist þó yfir óláni þeirra, að minnsta kosti var ekki grátið yfir Þöngla- tanga-Önnu — þrátt fyrir allt laðaði hún ekki fram tár, þessi þrálynda, hálf'spænska kona. En Anna Símonar aftur á móti — það gegndi öðru máli með hana. Það tyigui uenni reyndar aikunn saga, hálfgerð helgisögn, í senn átakanleg og hálfbrosleg ástarsaga. Á átjánda ári heitbatzt þessi dóttir Símonar seglasaumara ungum, hæglátum stýrimanni frá Sölmundarfirði — hann hét Páll. Þau elskuðu hvort annað einhver ósköp, en þau urðu að rjúfa heit sín af leiðinlegum og knýjandi ástæðum. Það vitnaðist sem sé, að hjónaefnin voru systkin.. Símon seglasaumari hafði verið nautnamaður og glanni í kvenna- málum framan af ævi, hann eignaðist þó nokkur börn utan hjónabands, og eitt af þeim var þessi vesalings Páll. Það var ekki um annað að velja fyrir ungu hjúin en skilja. Anna Sím- onar grét sárt og lengi, hún bar aldrei sitt barr eftir þetta. Hún hafði verið svo áhyggjulaus, þessi unga, fíngerða og hálfdreymna stúlka. En nú sneri hún baki við heiminum, og enginn gat reist hana við. Það var sagt, að hún hefði heitið sjálfri sér því við altarisgöngu, að leggja aldrei framar lag sitt við karlmann. Páll tók sér líka þessi illu örlög mjög nærri. Hann leitaði athvarfs hjá enska trúboðinu, lét endurskíra sig, fór síðan í sigl- ingar og kom aldrei heim aftur. En lengi lét hann fréttir berast af sér, og systur sinni skrifaði hann huggun- T I 11 I N N - SIJNNUDAGSBLAÐ 157

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.