Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 19
bakkar, en þar raun síðast hafa verið búið seint á 18. öld. Bæjarleið utar frá fjarðarbotninum ganga tveir dal- ir vestur og norður í hálendið, Penn- ingsdalur og Smjördalur, en fjallið milli fjarðarins og Penningsdals heit ir Hellufjall, en þar undir fjallinu stóð bærinn Hella, nokkuð hátt, frammi við fjörðinn. Það er gamalla manna mál, að þar hafi verið svo gott undir bú, ag skeifa flyti á rjóma troginu. Hella er löngu farin í eyði, en nú er þar mikil mannaferð: Kross- götur, vegurinn út Barðaströnd og hin nýja leið vestur hálendið til Arn- arfjarðarbotns í Vestur-ísafjarðar- sýslu. Hótel er nú risið á gamla bæj- arhólnum á Hellu, og vonandi að rjóminn sé jafnþykkur og fyrr meir! — Árnar úr Smjördal og Pennings- dal falla saman til sjávar og nefnist þar Penna. Þótti hún ill yfirferðar og munu margir hafa drukknað í henni. Frá Pennu og út að Brjánslæk verður meira undirlendi, allt skógi vaxið. Grenjadalsá sprettur þar fram úr fjallinu, en Partur heitir landspild an milli hennar og Pennu. Flateyjar- kirkja átti fyrrum skógarítak á Parti, en Ifagakirkja á svonefndri Mörk, inni við fjarðarbotn. Enn nokkru utar skerst Þverárdalur inn á hálendið, en innan Þverárósa er samnefnt kot, sem lengst af hélzt í ábúð út síðustu öld. Og enn utar, við mynni Vatns- fjarðar, stendur hig forna prestset- ur Brjánslækur á Barðaströnd. Út þangað munu vera ca 8—9 km. frá Vatnsdalsá. En síra Bjarni prófastur Símonarson, sem var prestur á Brjáns læk 1897—1930, taldi jörðina mestu landrýmisjörð á öllum Vestfjörðum. Út úr jörðinni hefur nú verfð skipt nýbýli, og mun prestsjörð'in Brjáns- lækjarstaður, hafa orðið nokkuð út- undan við þau býti, en staðurinn auð- ur. Eftir að síra Bjarna Símonarsonar missti við, hefur aðeins einn prestur setið staðinn, síra Björn O. Björns- son, er fékk kallið 1933 og hélt í 2 ár. Brauðinu hefur síðan, utan tæp 3 ár, verið þjónag ýmíst af prestin- um í Flatey eða Sauðlauksdal. Að ofansögðu má sjá, að Brjáns- lækjarland er mikið og frítt. Land- gæði eru og mikil, hlunnindi og sjáv- argagn. Beit mikil allt árið, einnig fjörubeit, en hins vegar er flæði- hætta gífurleg og erfitt að sjá við henni. Þaralátur mikið og drjúgt til áburðar. Silungsveiði og skógur, rækt- arland ágætt. Engjaslægjur eru ekki teljandi nema í Engey, sem liggur fjórðung viku frá landi, nú lítt eða ekki nytjuð, en var áður talin fótur- inn undir jörðínni, gaf af sér 8 kýr- fóður í meðalári. Kofnatekja var og einhver, mótak .gott og vel er fall- ið til matjurtaræktar á Brjánslæk. Þá átti kirkjan kópalagnaítök í Kerl- ingarfirði, en þau hafa nú verið nytjalaus lengi. Innan við túnið á Brjánslæk renn- ur lítil á, Lækjará. Á slét-tri grund vig ána hafði Hrafna-Flóki búsetu árlangt, og heita þar Flókatóftir. í Lækjardal er surtarbi’andur í sam- nefndu gili, og er Brjánslækur þekkt nafn í jarðfræðinni vegna þessara surt arbrandslaga. Hafa þau verfð rann- sökuð nokkuð og reynzt hin merkustu Enda hefur sézt nafnmyndin Brands- lækur um Brjanslæk. — Þá má geta þess, að margir hafa nefnt staðinn Brjámslæk og þar af er dregið ættar- nafnið Briem, en síra Guðbrandui ættfaðir Briemanna, var prestur á Brjánslæk 1767—1779. Á Brjánslæk var Gregoríuskirkja Annexía er Hagi. Þar var Nikulás- kirkja. í Miðhlíð var hálfkirkja frá fornu og fram yfir 1570 a. m. k„ en nú löngu af lógð. Bænhús er talið, að verið hafi á Auðshaugi á Hjarðar- nesi og Efra-Vaði, en er ekki getið í fornskjölum. — Fyrsti nafngreindi Brjánslækjarprestur er síra Stein- ólfur Ljótsson, fyrir 1211. Um hann getur Sturlunga. En flestir Brjáns lækjarprestar sátu í Haga í fornum sið, og aðeins hafa þiír þeirra verið prófastar, að talið er: Síra Árni Eyjólfsson, fyrfr 1404, sat í Haga, síra Ásgeir Jóusson, sem fékk kallið 1816, og síra Bjarni Símonarson. Kirkjan, sem nú stendur á Brjáns- læk er lítil, eins og sóknin, en eink- ar hlýleg og á marga góða gripi. Sérkennilegt er, að hinn hvítmál- aði prédikunarstóll kirkjunnar er alsettur gylltum, fíngerðum stöfum, og eru þetta geysimargar tilvitnanir í biblíuna, næstum óteljandi eins og eyjarnar á Breiðafirði. Utan dyra á prestshúsinu má sjá þessar tilvitn- anir líka, máðar og daufar eins og allt, sem ekki er haldið við. Svo sem fyrr greinir, er Brjáns- lækur, hið gamalgróna prestsetur og höfuðból, nú í eyði , enda þótt jörðin sé nytjuð að þeim hluta, sem til- heyrir nýbýlinu. Prestseturhúsið, sem er steinsteypt, kjallari, hæð og ris, er reist 1912. Lætur því að iík- um, að það er nú orðið nær ónýtt, en ekki haldið við um mörg ár. Útihús staðarins eru nær engin uppi stand- andi. Vig augum blasir auðn og niðurlæging, tímans tönn nagar og máir og bítur nú hvergi í harða skjaldarrönd. Vörnin er engin. En náttúrufegurðin heillar hug- ann, og sömu landgæði og feðurnir mátu og nýttu standa enn til boða. Það er í minnum haft, að Flóki Vilgerðarson gleymdi að fá heyjanna. Yfirgaf hann því Vatnsfjörð á fyrsta vori. Er þvi Brjánslækur í rauninni elzta eyðibýli á íslandi. En húskarl Flóka, Þórólfur sagði, að smjör drypi þar af hverju strái, og fékk af því viðurnefni og var nefndur Þór- ólfur smjör. Heimildir: Barðstrendingabók, Prestatal og prófasta, Fasteigna matsbók 1932. Sunnudagsblaðið birt- ir fúslega skemmtilegar sg vel skrifadar grein- ar, sem því berast. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.