Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 9
FRÁ ÖRBIRGÐ TIL ALLSNÆGTA I. Stássbúin stofa — stirnir á dýra gripi. Rafljósin glitra á silkikjólutn og skartgrip- um kvenfólksins og skjall- hvítum skyrtubrjóstum karl- mamnanna. Þarna er gest- kvæmt í kvöld. Ljósin glampa einnig á gljáfægí- um viíi í dýrum húsgögnum og silfri og kristal í bor'Ö- búnatSi og skrautmunum þessa skemmtilega heimilis. Gestirnir hafa lokið við að raða í sig lostætum krásum og óspart vætt kverkarnar gómsætum veigum. Það er ilmur í lofti af blómum og grænu greni, ásamt liúfri angan af rándýr- um ilmvötnum. Samræður eru fjör- ugar og kliðurinn blandast harðri negrahljómlist frá útvarpsgrammó- fóni í næstu stofu, þar sem unga fólkið er að laga til, svo að dansrými fáist. Eg dreg mig út í horn og dáist að allri fegurðinm, sem við auga blasir og ber smekkvísi húsráðenda óræk- an vott — auraráðin ein megna ekki að skapa samræmi og sanna fegurð, og mér er það fullkunnugt, að hús- bændurnir héma hafa á engum lista- skóla lært. Þau eru ppprunnin meðal alþýðunnar og hafa sjálf unnið hörð- um höndum fyrir undirstöðu alls þessa munaðar, þótt hagkvæm verzl- unarviðskipti hafi svo hjálpað til á allra síðustu árum. Eg veit, að þau hafa ekki alltaf haldið svo rikmann- leg jól — já, jól! — ég var nú búin að gleyma þvi, að þetta var nú ein- mitt jólafagnaður, sem ég var boðin í! Jólatréð er bó ekki svo lítið, að manni þurfi að sjást yfir það! Það fyllir næstum því alveg eitt horn hinn ar geysistóru stofu og teygir sig upp undir loft, ljómandi af ljósum og glingri. En — hvað er það þá, sem glepur minni mitt? Orð'ið „jólafrið- ur“ læðist inn í huga minn. Er það máske einmitt hin hljóðláta helgi sveitajólanna i bernsku minni, sem ég sakna? Æ, hvað eru nú gamlar miningar að trana sér fram — þær eiga ekki heima hér og nú. Þarna kemur líka dóttir húsmóðurinnar, ung og glæsileg kona, nýlega gift, og tekur mig tali. Hún er hlýleg og skemmtileg, en ég tek eftir því, að einhver ókyrrð er áberandi í fai'i hennar; hendur hennar, fallegar og snjóhvítar, eru á einlægu iði, og í tali ber hún svo ört á, að orð hennar missa marks. Ég vissi, að hún var flutt að heim- an fyrir mörgum mánuðum, en af orðum hennar skil ég, að 'hún býr nú aftur hér. En ég hef ekki tíma til þess að grennslast eftir orsökum, því að það er kallað í hana — aftur koma nú tvær kunningjakonur mínar til mín, og við förum að rabba saman. Önnur þeirra er nátengd þessu heim- ili og nota ég tækifærið og spyr hana, hvernig standi á því, að unga konan er flutt heim. Jú, ég fékk góð svör og gild. Unga frúin var að því komin að ala sitt fyrsta barn, og mömmu henn- ar fannst öruggara að hafa hana heima, svo að ibað væri víst, að hún reyndi ekkert á sig. „Eru þau ekki bara tvö ein í heim- ili, ungu hjónin?“ varð mér á að spyrja. „Jú—jú. En þetta er svo stór íbúð, sem þau hafa, að þetta eru engin smáræðisþrif — og ekki nema helm- ingur af henni með teppum í horn.“ „Þetta hlýtur bá að vera óþárflega stórt fyrir þau,“ anzað'i ég. „Ja, stórt og stórt. Það verða nú náttúrlega ekki eins skemmtileg heim ili í þessum litlu kytrum, eins og við máttum gera okkur að góðu í gamla daga“, segir konan og hlær. „Þau fengu nú víst þessa íbúð leigða með nokkuð' góðum kjörum, og það fylgdi henni svo mikið af húsgögnum — ekki áttu þau mikið í allt þetta pláss, þó að þau fengju nú svefnherbergis- og sófasett í brúðargjöf." „Það er mikið, að þessi ungi mað- ur skuli bara hafa efni á að' leigja svona dýra íbúð í byrjun búskapar,“ gat ég ekki stillt mig um að segja. „O, ég veit nú ekki, hvað maðtir á að segja um það,“ var svarið. „En ætli foreldrar hennar — eða kannski beggja — hjálpi þeim ekki eitthvað'. — Þú þekkir nú, hvernig dekrað hef- ur verig við dótturina hérna. Nú, og það verður þó styttra að hlaupa hjá mömmu hennar til þess að þvo bleyj- urnar, ef hún hefur hana hjá sér um þetta leyti — líka þægilegra að fylgjast með' henni, þegar að þessu líður og hún verður lasin.“ „Já, þau eru náttúrlega símalaus", skaut ég inn í í fáfræði minni. „Og ég held nú síður. Hjónin hérna beittu nú fyrir sig samböndunum þar, svo að ekki stóð á símanum — hún hefði víst kunnað því illa, hún vinkona okkar, að' geta ekki daglega haft samband vig hana dóttur sína. Hún sagði það við mig síðast í gær, FRÚ EMILIA BIERING DREGUR HER UPP TVÆR MYHDIR, ONHUR ER AF FÓLKI, SEM BJÓ VIÐ NAUMAN SKAMMT í KOTt VESTUR VIÐ VATHSFJÖRÐ FYRIR HOKKRUM ÁRATUGUM, HIN AF FÁGUÐU ALLSNÆGTAHEIMILl QKKAR Á MEÐAL, OG SVQ SPYR HUN; DEKRAR SÚ KYNSLQÐ, ER SJALF RUDDI SÉP. BRAUT MEÐ HÖRÐUM HÖNDUM. EKKI ÚR HÓFI FRAM VIÐ HINA EFNI- | LEGU OG MYNDARLEGU UNGLENGA, SEM ERFA SKULU LANDIÖ? FÆR FRAMTAK ÞEIRR% OG MANNDÓMUR AÐ STÆLAST EINS OG EFNÍ STANDA TIL? T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 153

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.