Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 17
verulega aukningu, að frádregnum dauðsföllum. En til þess að þér fáið einhverja hugmynd um, meg hve miklum hraða einstaklingarnir koma í heiminn, skuluð þér líta á sekúndu- vísinn á úrinu yðar: Á hverri einustu sekúndu fæðast að meðaltali þrjú börn. Það má nærri geta, að þessi geysilega fjölgun hlýtur að skapa mikil og mörg vandamál. Árið 2000 munu verða um 7 þúsund milljónir manna á jörðinni, nema einhverjir ógurlegir atburðir, sem leiði af sér fækkun mannkynsins, eigi sér stað. Þeir, sem nú eru ungir að árum, eiga án vafa eftir að horfast í augu við þessi vandamál. Hverjar eru orsakir þessarar gífur- legu fjölgunar? — Þær eiga einkum rót sína að rekja til aukinnar þekk- ingar, sem meðal annars er notuð í því skyni að fækka dauðsföllum. Læknar og hjúkrunarkonur á sjúkra- húsum og heilbrigðisgæzla gefa þvi fólki líf, sem hefði verið dauðadæmt fyrir nokkrum árum úr sjúkdómum, sem þá voru banvænir. Áður fyrr voru óþrifaleg híbýli og sóðaskapur orsök sjúkdóma, sem þrifust vel við slík skilyrði, en nú er þeim haldið i skefjum með betri lífsskilyrðum. Sömuleiðis hefur heilbrigðiseftirlit í skólum leitt til þess, að sjúkdómar eru uppgötvaðir, áður en þeir eru komnir á hættustig, og sé fólk alvar- lega veikt, flytur sjúkrabíllinn það á siúkrahús, og meðalagjafir halda líf- inu lengur í sjúklingum. Allt eru þetta þekktar staðreyndir og sjálf- sagðar í augum okkar. Stult er síð- an sjötíu ára ævi þótti löng, en nú þykir mannsævin ekki tiltakanlega löng, þótt hún sé 80—90 ár. Fólk verður langlífara vegna þessara dauðsfalla-takmarkana og barnadauð- inn minnkar til muna. Þetta leiðir svo til þess, að aukning mannkynsins verður miklu meiri en ella myndi. Hugsum okkur, að þér og ég og albr aðrir á jörðinni skiptum fast- lendinu bróðurlega milli okkar. Hve mikið skyldi þá hver fá í sinn hlut? — Það yrði um tólf ekrur ca. 4,8 hektarar (hver ekra er 0,4 ha), En nú er ekki allt þetta land þannig frá náttúrunnar hendi, að það geti fætt fólk. Reikna má með, ag Vs þessa landrýmis sé alls óhæfur til fram- leiðslu fæðu vegna kulda. Ekki þarf annað en nefna Suðurskautslandið, Grænland, hin frosnu svæði Norður- Kanada (og jökla íslands), til þess, að öllum verði þetta ljóst. Síðan er hægt að draga frá þann Vs lands, sem er of þurrt til þess að nokkuð, sem heitir fæða, affist þar — dæmi um þetta er Sahara-eyðimörkin og miff- bik Ástralíu, þar sem ekki er neitt vatn að hafa, svo að vitag sé. Þá skulum vig enn draga Vs frá vegna fjállleindis og mikillar hæðar yfir sjávarmál, og 1/10 alls landrýmis á jörðinni er svo hrjóstrugur, hraun og grjót, að þar grær ekkert. Nú, það er orðið lítið eftir af tólf ekrunum okkar, — ekki nema fjórar, þar sem mögulegt er ag framleiða fæðu. En þessar fjórar ekrur eru ekki notaðar. Á jörðinni eru mikil landsvæði, sem hafa nægilega góðan jarðveg, regn og hita, en eru ekki byggð mönnum: Dæmi um þetta eru frumskógar Amazon og Kongó og gresjur Afríku. Og hve mikið notum viff i raun- ínni af þessum fjórum ekrum? — Svarið verður: Eins og nú er ástatt, þarf ekki nema rúmlega eina ekru ag meðaltali til þess að fæða einn einstakling. Þá er að snúa sér að næsta atriði. Og það er, hvernig lönd heimsins búa með tilliti til þessa. — Englendingar heyra oft sagt í heimalandi sínu, að þeir eigi að taka Bandaríkin til fyrir myndar um, hvernig hægt er að nýta landið. Hver Bandaríkjamaður, sem lítur ljós þessa heims, fæðist til þeirra hlunninda föðurlands síns, að það hefur yfir að ráða um tólf ekrum á hvern einstakling. Það fer mjög nærri sannleikanum, ag um sex ekr ur af þessum tólf sé ræktanlegt land í þeim skilningi, sem um getur hér að framan. Þrjár og hálf ekra ai þessu landi er ræktað. Þetta þýðir. að meðaltal nýtts lands í Bandaríkj nnum á hvern einstakling er þrisvar sinnum meira eri harin þarf til þess að framfleyta sjálfum sér. Af þessu leiðir, aff Bandáríkjamerin framleiða meiri fæffu en þeir þurfa á að halda og geta því flutt mikið magn hennar út. Ef vig athúgum hinn mikla nábúa Bandaríkjanna í norðri, Kanáda, korn umst við ag raun umj að hver Kanada maður hefur 140 mílur til þess að reika um. MikiII hluti þessa lands eru óræktanlegar freðmýrar, en samt er geysimikið landsvæði í Kanada, sem bíður þess að verða byggt. Nú nota Kanadamenn sem svarar fjórum ekrum landrýmis á hvern einstakl- ing, og hafa þeir því næga fæðu af- gangs til útflutnings. Um England — að meðtöldu Norð- ur-írlandi — er það að segja, að landrými þar er sem svarar rúmlega einni ekru á mann. Þetta leiðir til þess, 'að Englendingar verða að nýta land sitt mjög vel. Eins og nú er ástatt nota Englendingar rúmlega hálfa ekru á hvert mannsbarn til framleiðslu fæðu. Sama útkoma verð ur, þótt England og Wales séu að- skilin frá Skotlandi og Norður-ír- landi og meðalfjöldi ekra á hvern einstakling reiknaður út þannig. í Englandi og Wales er þéttbýlið það mikið, að þar eru aðeins 0,8 ekrur á mann til ráðstöfunar. Fólksfjölg- unarvandamálið hlýtur því að verða Englendingum mjög erfitt viðureign i’ I náinni framtrð. indland með allan sinn íbúa- .jolda — er betur sett. Þar eru um 2,5 ekrur á íbúa, þótt ekki sé allt það land hæft til fæðuöflunar. Hins vegar hefur verið hafizt handa um að græða örfoka landsvæði með nú- timaaðferðum, en nú er aðeins % ekru á hvern íbúa ræktað land Af- urðir Indlands eru litlar og Iram- leiðsluhættir frumsueðir. og það er orsökin til þess, að thdyer-knr al- menningur-kemst sVo nfi.'i -rie:, • • gu aig hungurdauðanri sem vntn vfir á hverju ári-.ævinnar; En með ulliti til framtiðarinnar eru Indverjai ekki eins illa settir og Japanir: Þar eru hlutföllin ein ekra á móti einum ein- stakling. Auk þess er Japan fjöllótt land, og þar af leiðándi er mikill hluti þess óræktanlegur. Raunin er líka sú, að aðeins tæpur Vs ekru á hvern íbúa er ræktaður Af þessu er í Japan er hver þumlungur rækfaSs lands notaöur til hins ýtrasta. Þessar konur vlnna að gróSursetningu hrísgrjónaplantna. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 161

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.