Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 17.02.1963, Blaðsíða 6
af málinu hlauzt, hafi brunnið mörg- um sárast á baki. Þeir Björn Ólafs- son, Sohram kaupmaður, séra Einar á Hjaltabakka og bændurnir í Tinda- þingsókn hafa varla fagnað þeim. XXXIV. Það var ekki lítið umstang, sem beinamálið hafði haft í för með sér. Þingað var æ ofan í æ og stundum látlaust dögum saman, og hvað eftir annað skiptu vitnin mörgum tugum á þessum þingum. Yfirdómurum fannst þó slaklega að verið, þegar kom til þeirra kasta Þeim virtust vinnubrögð héraðsdómar ans undarleg og framganga hans slæ- leg, og þeir undruðust þá dómsniður- stöðu, að Þorvaldur skyldi alsýknaður af grun um morðið, en Eggert aðeins vera laus við frekari ákæru. Þeim þótti það og skjóta skökku við, að hann hafði farið með málið sem einka mál, en ekki reynt sjálfur að knýja sakborningana til játningar, og þeir töldu í meira .lagi vítavert, að þeir skyldu ekki settir í varðhald, heldur látnir fara allra sinna ferða, hlusta á framburð vitna að vild sinni og tala við þau, eins og þeim bauð við að horfa, þótt Þorvaldur yrði ber að því að leggja konu sinni orð í munn og hafa í hótunum við aðra. Þá virtist þeim vitni hafa verið linlega yfir- heyrð og ekki hirt um að samprófa þau innbyrðis né bera framburð þeirra saman við framburð sakborn- inganna, auk þess sem þeim virtist, að efcki hefði verið hirt um að yfir- heyra alla þá, sem ástæða var til. Ekki hafði héraðsdómarinn heldur látið það til sín taka, þótt Þorvaldur væri borinn sökum um dauða móður sinnar og barns, rekaþjófnaður væri á hann vitnaður og grunsemd felld á hann um þjófnað í Sauðanesi, né afl- að sér amtskipunar um að láta dóm ganga . um þessi atriði. Verjendum hefði hann leyft að leggja fyrir sak- borningana spurningar, sem með orða lagi sínu miðuðu að því að fá af þeim svör, er horfðu þeim til sýkn- unar. Rannsókn hefði engin farið fram á eignum sakborninganna, enda þótt fram kæmi, að Þorvaldur virtist hafa haft eitthvað það í fórum sín- um, sem hann vildi undan koma, ef hann yrði tekinn fastur, langur drátt- ur hefði orðið á dómsuppkvaðningu, og loks hefði héraðsdómarinn ekki nefnt sér meðdómendur að lögum, þótt um stórmæli væri að ræða. Að þessu öllu athuguðu vísaði landsyfir- réttur málinu aftur heim í hérað til rannsóknar frá rótum á kostnað hér- aðsdómarans. XXXV. Þetta fréttist skjótt norður í Húna- vatnssýslu. Jón sýslumaður á Reykj- um varð þungur á brúnina, þegar hann spurði tíðindin, og þeir Þorvald ur og Eggert, sem vænzt höfðu þess, að þeir væru sloppnir, gerðust á- hyggjufullir. Ræddu þeir margt um við kunningja sína, einkum Þorvaid- ur. Við einn sagði hann, að þetta mál stæði líklega í þrjú ár, og þá tækju þeir eða voluðu úr sér lífið. Hélt hann mjög uppi spurnum um heilsufar Eggerts, sem nú gerðist ærið hugsjúkur. Gætt þess oft, að Þorvaldi stóð stuggur af sinnisveiki hans, og þóttust sumir hafa heyrt eftir honum, að heilsuibrestur Ás- bjarnarstaðabóndans myndi að síð- ustu fella sig. Þó er við búið, að slíkt hafi verið rangfært. Hitt verður með meiri röfcum stutt, að hann hafi sagt, að „mestur örðugleiki í þessu beinamáli kæmi af fávizku Eggerts", sem væri svo einfaldur, að hann ját- aði á sig sakir, þótt saklaus væri, ef hann væri flæktur nægilega með spurningum. Samt ætlaði hann „að ei myndi lagaferill að kúga einn með pyndingum að játa á sig sakir, og sú játning myndi ei gilda, þó gerð væri“. Sjálfur lét Þorvaldur engan bilbug á sér finna. „Ef ég væri svo sem sá, sem hefði drepið skipherrann, skyldi ég aldrei meðganga, þó ég væri höggv inn“, sagði hann við bónda í hérað- inu. Og það flaug líka fyrir, að hann hefði sagt, að það hefði verið ólukka eða bölvun, að Eggert skyldi kannast við þjófnaðinn á strandfjörunni. En svo illa sem Þorvaldur þóttist leikinn, þá var þó einn dómari, sem hann vænti, að yrði brotlegum mönn- um mildur, þegar þeir kæmu fyrir hástól hans. Að minnsta kosti kvaðst einn sýslungi hans hafa heyrt hann segja þessi orð: „Þó ég hefði drepið mann, þá væri guð vís til þess að fyrirgefa mér“. Nokkuð bólaði á því, að menn reyndu að leggja Þorvaldi ráð í þeim vanda, er hann hafði ratað í. Einu sinni sagði nágranni hans, Einar Skúlason í Múla, við hann, er tal þeirra barst að beinamálinu: „Væri ég sekur, skyldi ég strjúka". Framhald á 165. síðu. 150 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.